Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 69
öskuhaugnum óx heilmikið brenninetlustóð (Úrtica dióeca), hátt
og þétt eins og þroskamikið skógarkjarr. Fengum við Karl frændi
minn oft að kenna á brenniþráðum ólukkans netlunnar, við leiki
í nánd hennar. Netlutegund þessi kvað ekki vera algeng hér á
landi, en talið er, að hún hafi verið eitthvað ræktuð hér fyrrum
vegna bastþráða í stönglinum, er hafðir voru til dúkagerðar. I
Svíþjóð mun hún vera ræktuð enn í dag í sama tilgangi, og
blöðin einnig notuð í salöt.
Spölkorni neðar, þegar brekkan var orðin mjög lág, voru leifar
af gömlu brunnhúsi og var þar aðstaða til að þvo sokkaplögg og
þess háttar. En neyzluvatn var tekið allmiklu ofar, þar sem ekki
gætti óhreininda frá haugnum mikla. Var þar trébrú yfir lækinn,
skammt frá neðri enda heimreiðarinnar. A vetrum kom það stund-
um fyrir að ófært varð upp brekkuna og heimreiðina, vegna
snjóa eða hálku og var þá reynt að taka vatn í lindarsytru frammi
á Hesthústúni.
Enn má nefna girðingu, sem lá þvert yfir láglendið á milli hest-
húsklettanna og Urðarinnar, er svo var nefnd í daglegu tali.
Urð þessi eða Kálfanesurð, eins og hún heitir réttu nafni, er
geysimikið framhlaup eða hrun úr fjallinu fyrir ofan. Nær hún
alla leið frá fjallsbrún og niður á jafnsléttu. Er hún að mestu
ófær yfirferðar, bæði mönnum og skepnum, nema allra neðst.
Hlið var á fyrrnefndri girðingu, þar sem þjóðvegurinn lá í gegn-
um hana. Þannig var túnið alveg varið fyrir stórgripum, væru
þeir látnir norður fyrir þessa girðingu, því að austan við hana
voru Hesthúsklettarnir, síðan túngirðing að norðanverðu og svo
Stakkarnir. Á láglendinu örskammt vestur undan Hesthúsklettun-
um og neðan við girðinguna var lítil tjörn, sem búin hafði verið
til af mannahöndum. Var hlaðinn svo sem hnéhár torfgarður,
er myndaði hringlaga gerði, og bæjarlæknum veitt þar í, en
þar sem hann rann út í dálítitlum fossi, var komið fyrir korn-
myllu og mylluhúsi. Myllutjörn þessi var í daglegu tali ávallt
kölluð Dammurinn. Ekki minnist ég þess, að myllan væri í
notkun eftir komu okkar, svo að annað hvort hefur hún verið úr
sér gengin og ónothæf eða þá, að fyrri ábúandi hefur flutt hana
burt með sér. En þegar við komum var Finnur Jónsson og fólk
67