Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 70

Strandapósturinn - 01.06.1971, Side 70
hans ekki farið, og fór ekki fyrr en m.k. tveimur til þremur vikum síðar. Aftur á móti man ég afar vel eftir malkvörn inni í gamla bænum og var því áhaldi, eins og alkunnugt er, snúið með hand- afli. Þegar foreldrar mínir settust að í Kálfanesi fyrrnefnt vor, var þar járnklætt íbúðarhús úr timbri, byggt fast austan við gamla torfbærinn, sem enn stóð að nokkru leyti. Aðallega sjálft baðstofuhúsið, þar eð rúmmikill frambær hafði verið rifinn, til þess að rýma fyrir nýja húsinu, sem þetta vor var þó orðið nokk- urra ára gamalt. Innangengt var úr húsinu í gamla bæinn og ekkert sund á milli, heldur torfveggur og timburþiljur innan á húsgrindinni. Ibúðarhúsið var tvílyft, en enginn kjallari undir því. A neðri hæðinni var gestastofa og svefnherbergi í suður- enda, en framan við það hvort tveggja var mjó forstofa og úti- dyr, sem fínni gestir gengu um. Við norðurenda íbúðarhússins var breiður skúr með útidyrum, og var hversdagslega gengið um þær af heimamönnum og gestum, sem dvöldu í lengri tíma, en það skeði iðulega vor og haust meðan þeir biðu eftir strandferðaskipi. Einkum var mikið um slíka dvalargesti áður en síminn kom og á fyrstu árum hans. Úr fyrrnefndum skúr, sem hafði torfvegg á hægri hönd þegar inn var gengið, lá mjór gangur inn með vesturhlið hússins allt að stofuþilinu, en þar var stigi upp á loftið og skans í kringum loftsgatið, sem var hleralaust. Úr gangi þessum var einnig innan- gengt í gamla bæinn, en við hina hlið gangsins var eldhúsið í norðurenda hússins. I eldhúsinu var stór eldavél af gamalli gerð og troglagað timburhvolf yfir, til þess ætlað að taka við gufu úr matarpottum, en frá hvolfi þessu fór gufan upp eftir tréstokki og inn í strompinn, sem var úr víðum leirrörum. Rishæðinni eða loftinu, sem svo var nefnt, var skipt með timburþili í tvö stór herbergi. Þar sváfu allir heimilismenn og flestir gestir. A vetr- um var setið þar við ullarvinnu, sem á þeim árum var jafnan mikið um hönd höfð á öllum heimilum til sveita. Framan við íbúðarhúsið var steinlögð stétt og harðtroðið hlað, sem hallaði nokkuð til suðausturs, svo að sjaldan myndaðist þar for eða bleyta að neinu ráði. Frammi á hlaðinu stóð timbur- 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Strandapósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.