Strandapósturinn - 01.06.1971, Blaðsíða 70
hans ekki farið, og fór ekki fyrr en m.k. tveimur til þremur vikum
síðar. Aftur á móti man ég afar vel eftir malkvörn inni í gamla
bænum og var því áhaldi, eins og alkunnugt er, snúið með hand-
afli.
Þegar foreldrar mínir settust að í Kálfanesi fyrrnefnt vor, var
þar járnklætt íbúðarhús úr timbri, byggt fast austan við gamla
torfbærinn, sem enn stóð að nokkru leyti. Aðallega sjálft
baðstofuhúsið, þar eð rúmmikill frambær hafði verið rifinn, til
þess að rýma fyrir nýja húsinu, sem þetta vor var þó orðið nokk-
urra ára gamalt. Innangengt var úr húsinu í gamla bæinn og
ekkert sund á milli, heldur torfveggur og timburþiljur innan á
húsgrindinni. Ibúðarhúsið var tvílyft, en enginn kjallari undir
því. A neðri hæðinni var gestastofa og svefnherbergi í suður-
enda, en framan við það hvort tveggja var mjó forstofa og úti-
dyr, sem fínni gestir gengu um.
Við norðurenda íbúðarhússins var breiður skúr með útidyrum,
og var hversdagslega gengið um þær af heimamönnum og
gestum, sem dvöldu í lengri tíma, en það skeði iðulega vor og
haust meðan þeir biðu eftir strandferðaskipi. Einkum var mikið
um slíka dvalargesti áður en síminn kom og á fyrstu árum hans.
Úr fyrrnefndum skúr, sem hafði torfvegg á hægri hönd þegar
inn var gengið, lá mjór gangur inn með vesturhlið hússins allt
að stofuþilinu, en þar var stigi upp á loftið og skans í kringum
loftsgatið, sem var hleralaust. Úr gangi þessum var einnig innan-
gengt í gamla bæinn, en við hina hlið gangsins var eldhúsið í
norðurenda hússins. I eldhúsinu var stór eldavél af gamalli gerð
og troglagað timburhvolf yfir, til þess ætlað að taka við gufu úr
matarpottum, en frá hvolfi þessu fór gufan upp eftir tréstokki
og inn í strompinn, sem var úr víðum leirrörum. Rishæðinni
eða loftinu, sem svo var nefnt, var skipt með timburþili í tvö
stór herbergi. Þar sváfu allir heimilismenn og flestir gestir. A vetr-
um var setið þar við ullarvinnu, sem á þeim árum var jafnan mikið
um hönd höfð á öllum heimilum til sveita.
Framan við íbúðarhúsið var steinlögð stétt og harðtroðið hlað,
sem hallaði nokkuð til suðausturs, svo að sjaldan myndaðist þar
for eða bleyta að neinu ráði. Frammi á hlaðinu stóð timbur-
68