Strandapósturinn - 01.06.1971, Qupperneq 82
lega fallegur, svartur á hár og mjög þykkhærður, skegglaus, í
meðallagi holdugur, rjóður í kinnum, en þó vel hreinskiptinn,
með hýran og fallegan svip. Hann var prúður í framgöngu og
hafði hreina og skæra rödd. Hann var í bláleitum fötum, er
fóru vel, í bláum sokkum og með bryddaða, svarta skó á fót-
um. Kvaðst hann heita Guðmundur og vera huldumaður úr ná-
grenninu. Sagðist hann vera sonarsonur konu, sem hefði verið
draumkona móður minnar lengi ævi, og hefði sér verið lengi
hugstætt að komast í náin kynni við mig. — Þegar hann hafði
þetta mælt, tók hann að lýsa með ákafa miklum, að hann bæri
heita ást í brjósti til mín. Sagðist hann oft hafa verið mér nálægur,
þó að ég vissi það ekki, og hafa fylgzt með líðan minni á upp-
vaxtarárum mínum til þessa dags, því hann ynni mér heitara
en orð fengju lýst. Lofaði hann mér margs háttar munaði, ef
ég vildi þýðast hann og sýna honum ástarhót. Hvorki get ég,
né vil, lýst bænum hans nánar með orðum. Ég varð hrædd við
þetta allt saman, svona óvænt og einkennilegt í einveru heið-
arinnar. Þrátt fyrir hið glæsilega útlit þessa ókennda manns og
prúða framgöngu hans, var mér víðs fjarri að geta tekið ást-
leitni hans, allra sízt svona umsvifalaust á þessum stað og þeirri
stundu. Ókunni maðurinn hafði gripið um hönd mína, og
sleppti henni ekki meðan hann talaði. Hitastraum sterkan lagði
frá andliti hans til mín, er hafði leið áhrif, svo að mér lá við
öngviti. Ég var sagnafá og spurði hann aldrei neins, en neitaði
bænurn hans. Lagði hann þó ekki árar í bát, en þrábað mig
að gjöra vilja sinn. En ég færðist undan með hægð. Fór svo
fram um stund. — Loksins kom að því, að svipur hans breytt-
ist, og var auðséð, að hann var reiður. Fór hann að mæla fram
hótanir, og varð þá biksvartur á svip og geigvænlegur. Við það
fanst mér ég missa meðvitund og falla í eins konar leiðslu. Eigi
að síður heyrði ég glöggt það, er hann sagði, eftir sem áður.
Hann sagði, að úr því ég vildi ekki láta að orðum hans, skyldi
ég ekki eiga láni að fagna í lífinu; allt skyldi mér öndvert ganga,
ástamál sem annað, og hvaðanæfa að mér steðja óhamingja:
sorg og vanheilsa. En hugfesta skyldi ég það, að hvenær sem
ég skipti um hug til sín, yrði öllu þessu andstreymi létt af mér
80