Strandapósturinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Strandapósturinn - 01.06.1971, Qupperneq 84

Strandapósturinn - 01.06.1971, Qupperneq 84
Þegar ég var 24 ára, veiktist ég fyrir alvöru, og var alltaf vesal- ingur eftir það um fjölda ára. Þegar einn sjúkleikinn var liðinn hjá, kom önnur plágan öllu verri hinni. Sannaðist þar gamli orðs- kviðurinn: Þegar ein báran rís, er önnur vís. Eitt meðal annars var það, að ég fékk óþolandi verk í höndina og handlegginn, þann hinn sama, er hinn ókunni gestur greipaði forðum, sem endaði með því, að hvort tveggja krepptist, eftir þungar þrautir og sárar. — Þegar ég var búin að vera veik í mörg ár, fór ég loks að leita mér bóta við veikindum mínum. Bar öllum læknum, er ég leitaði til, saman um það, að veikindi þessi stöfuðu af hræðslu, er ég leyndi, — og ég hefði orðið fyrir einhverju, sem hefði haft þessi gegntakandi áhrif. Yrði ég að segja frá því afdráttarlaust, ef ég vildi eiga von um bata. Var ég lengi treg til að láta af heiti mínu, en þó kom að því, að kvalir þær á sál og líkama, sem ég hafði orðið að þola langtímis, buguðu mig, svo ég sagði lækn- um helztu atriði leyndarmáls míns. Virtist mér sumir þeirra vera lítt trúaðir á sögu mína. En allir sögðu þeir hið sama, að eitthvað mikið hefði komið fyrir mig, svo að blóðrásin hefði breytzt vegna ofhræðslu, og ég þá verið óþroskaður unglingur, enda var ég að- eins 15 ára þá, sem áður greinir. Þegar hér var komið, að ég leitaði fyrst fyrir alvöru læknis, var ég orðin meira en þrítug að aldri og búin að liggja tvö ár alveg rúmföst. Þá krepptist ég öll og fékk sár á líkamann og andlit og var búin að missa allan réttan hörundslit. Fór ég þá suður í Reykjavík á fund Guðmundar Bjömssonar, sem þá var landlækn- ir. Það var árið 1909. Arið áður var ég búin að vera fáeinar vikur í Ffólmavík hjá Magnúsi lækni Péturssyni, og varð mér það að nokkru liði. Batinn gekk hægt, og mörg voru árin, sem ég var svona, og alltaf komu nýir sjúkdómar fram, sem voru torveldir við- fangs. Og alltaf var þessi gamli óvinur að ónáða mig, að mér fannst. Þó að ég flyttist hingað í Árnesshrepp, kom það ekki að liði; hann kom eftir. Var það jafnan, er mér leið verst í veikind- unum, að þá kom hann og sagði, að þetta hefði hann sagt mér í öndverðu ao myndi koma fram, nema ég gjörði vilja hans. Það, sem ég heyrði hann segja, fann ég að kom fram í hvívetna, hvað sem almenningur gjörir sér hugmynd um. Þó að læknar vildu 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.