Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 85
ekki trúa mér, skiptir það lítt máli. Saga mín er jafnsönn fyrir
því. Þeir sögðu sumir að samkvæmt lærdómi þeirra og stöðu,
gætu þeir ekki fallizt á þetta, þó að þeir vildu ekki andmæla því,
að eitthvað kynni að vera til í náttúrunnar ríki, sem örðugt væri
fyrir almenning að eygja.
Um þenna heiftrækna huldumann, fylginaut lífs míns, má bæta
því við, að ævinlega, þegar hann kom til mín, sem var mjög oft
eftir hina fyrstu komu, kom hann hýr, glaður og engilfagur og
bjartur yfirlitum, en fór frá mér hryllilega ljótur og svartur sem
bik, svo engin óveðursský geta orðið svartari né ljótari. Hefi ég
aldrei séð svo fljóta og ljóta svipbreytingu, hvorgi á manni né
himni, sem á honum varð, þegar móðgunin kom. Svona var það
ætíð í viðtali okkar, þótt í svefni væri, enda var ég alltaf sjálfri
mér samkvæm með þverúðina. Mér fannst ég ekki geta annað.
Ævi mín hefir líka verið þyrnum stráð, að því er ég ætla,
einmitt fyrir þá skuld, er ég hefði átt honum að gjalda. Það
er sagt, að sjálfskaparvítin séu verst, og verð ég að sætta mig
við það til leiðarenda. Eg stend nú á sjötugu, svo farið er
mjög að halla undan fæti. Guði sé lof fyrir það, og allt -—-
allan styrk, sem hann hefir veitt mér um ævina. Loks fyrir
nokkrum árum var þessum örlagaþunga létt af mér: ótta, van-
heilsu og örvæntingu, en friður, heilbrigði og von komið í staðinn.
Bjarnveig Arnbjörg Björnsdóttir.
II.
Nú skal geta þess, að þegar mamma mín var ung stúlka
dreymdi hana, að til hennar kæmi huldukona, sem fór þess á leit
við hana, að hún giftist syni hennar. En mamma var ófáanleg til
þess. Ekki reiddist huldukonan þessu, en endurnýjaði bón sína
nokkrum sinnum, en það kom fyrir ekki. Þetta var góð kona og
breytti ekki skapi sínu. Varð hún draumkona mömmu um mörg
ár og sagði henni margt, sem síðar kom fram. Þannig sagði hún
henni, þegar faðir hennar fór eitt sinn til kirkju, að þetta yrði
síðasta ferð hans. Rættist það. Hann veiktist og dó í þeirri ferð.
í*á áttu þau pabbi og mamma heima á Brúará í Kaldrananess-
83