Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 86
hreppi, þar sem þau bjuggu nokkur ár. Bjó þá huldukonan í
höfða, sem er rétt við túnið. — Einu sinni var það um vortíma,
eftir páska, að pabbi kom þreyttur heim. — Þá var vani að syngja
og lesa svokölluð Sigurljóð. — Mamma spurði hann, hvort hann
ætli ekki að lesa. Hann kvað nei við því. — Þá fer ég út í á með
sokkana þína — segir hún. — Þegar hún kom upp úr ánni
heyrði hún söng og segir við sjálfa sig: — jæja. Bjöm hefir þá
farið að syngja, þó að hann segðist ekki ætla að gjöra það. Þeg-
ar hún kom heim á túnið, heyrði hún að söngurinn hljómaði ekki
úr bænum, heldur frá höfðanum. Voru það þrjár raddir og ein
tók yfir, sem var kvenrödd. — Stóð hún kyrr um stund og hlýddi
á sönginn, svo var hún hrifin af honum, og versið heyrði hún.
En ég kann það ekki, og er líka búin að gleyma tölunni við
sálminn. Nefndi hún bæði töluna og sálminn, og man ég að hún
sagði oft frá þessu. En þess vil ég geta, að þessi huldumaður, sem
ásótti mig, var af sömu ætt, sem draumkona mömmu. — Mamma
sagði líka frá því að þegar hún var unglingur fyrir innan fermingu,
var hún og systir hennar, er Sigríður hét, að fara með kvíaær til
hjásetu fram í svo kallaðan Asparvúkurdal. Þær áttu heima í Eyj-
urn í Kaldrananesshreppi. —
Jón hét bóndinn, er bjó í Asparvík, og átti hann dætur tvær. —
Sáu þær þá tvær stúlkur á gangi hinu rnegin árinnar, og ráku
þær á undan sér dálítinn kindahóp. Hugsuðu þær mamma og
systir hennar, að þetta væru Asparvíkursystur og fóru að tala um
það sín á milli, hvað þær væru vel klæddar í dag, því þær sáu,
að stúlkur þes'sar voru á upphlutum, en vissu ekki til, að þær
ættu þá búninga, því þær voru fátækar. Svo héldu allar stúlkurn-
ar áfram eftir dalnum, og þær Eyjasystur heldur á undan. Þá
bar leiti af, og komu þær upphlutsstúlkur aldrei upp af leitinu,
og sáu Eyjasystur þær aldrei síðan, því að þær voru ekki frá Aspar-
vík, heldur huldustúlkur.
III.
Aðra sögu sagði mamma, sem ég man og skrifa hér. Þá var
hún fullorðin stúlka og átti heima á Klúku í Bjarnarfirði. Bónd-
84