Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 89
í áttina þar til land var tekið við Hvammstanga. Þá var þar eng-
in byggð utan einn hjallur með þaki, báru menn skreiðina upp í
hjallinn svo hún blotnaði ekki ef að rigndi, því næst var haldið
upp að Syðsta-Hvammi, þar voru fengnir að láni hestar handa
fjórum af skipverjum, því nú lá leiðin fram um Miðfjörð til að
selja farminn, Gísli var skilinn eftir til að gæta skreiðarinnar.
Er líða tók á daginn komu þeir félagar aftur, og voru nú nokkr-
ir bændur í för með þeim, og nú hófust viðskiptin, 8 fjórðunga
vætt af skreið jafngilti einu ærverði, ærverð var f2 krónur, 1 fjórð-
ungur af skreið var jafnvirði einnar krónu og fimmtíu aura, kom-
inn inn í Miðfjörð.
Peningar sáust ekki í þessum viðskiptum. Bændumir komu með
smjör og tólg, smjörpundið var á 60 aura en tólgarpundið á 40
aura.
Þarna seldu þeir um það bil hálfan farminn. Nú höfðu þeir
fengið nokkrar ær upp í viðskiptin, hitt var greitt með smjöri og
tólg.
Þessu næst var borið á skipið aftur það, sem óselt var af skreið-
inni og ærnar, og haldið að Útibleikstöðum, þar voru aftur fengn-
ir hestar og fóru nú bræðumir þrír og héldu fram Miðfjörð þeim
megin Miðfjarðarár, en Gísli og Þorleifur vom eftir við að gæta
skips, skreiðar og ánna, vom ærnar færðar af skipi á land til
beitar.
Að áliðnum degi komu þeir bræður aftur og vom nokkrir bænd-
ur í för með þeim, hófust nú viðskipti með sama hætti og fyrr og
seldist öll skreiðin upp, en lifandi fé, tólg og smjör kom í staðinn.
Var nú gengið frá farmi og fengið hey handa ánum, því búizt
var við að heimferðin tæki nokkra daga. Nú var á móti norðan-
átt að sækja og hún er oft langvinn á Húnaflóa. Var nú tekið til
ára, en seint gekk yfir flóann, var haldið þvert yfir til Bjarnar-
ness og svo með landi fram norður að Finnbogastöðum. Heimferð-
in tók ekki nema þrjá daga og þótti ganga vel.
Það er athyglisvert við þessa frásögn, að þama voru bændur að
gera gagnkvæm viðskipti og þurftu enga milliliði. Þar voru engir
til að taka umboðslaun og annað sem fylgir flestum viðskiptum nú
orðið, og svo þetta, að selja áttæringsfarm án þess að nein pen-
87