Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 89

Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 89
í áttina þar til land var tekið við Hvammstanga. Þá var þar eng- in byggð utan einn hjallur með þaki, báru menn skreiðina upp í hjallinn svo hún blotnaði ekki ef að rigndi, því næst var haldið upp að Syðsta-Hvammi, þar voru fengnir að láni hestar handa fjórum af skipverjum, því nú lá leiðin fram um Miðfjörð til að selja farminn, Gísli var skilinn eftir til að gæta skreiðarinnar. Er líða tók á daginn komu þeir félagar aftur, og voru nú nokkr- ir bændur í för með þeim, og nú hófust viðskiptin, 8 fjórðunga vætt af skreið jafngilti einu ærverði, ærverð var f2 krónur, 1 fjórð- ungur af skreið var jafnvirði einnar krónu og fimmtíu aura, kom- inn inn í Miðfjörð. Peningar sáust ekki í þessum viðskiptum. Bændumir komu með smjör og tólg, smjörpundið var á 60 aura en tólgarpundið á 40 aura. Þarna seldu þeir um það bil hálfan farminn. Nú höfðu þeir fengið nokkrar ær upp í viðskiptin, hitt var greitt með smjöri og tólg. Þessu næst var borið á skipið aftur það, sem óselt var af skreið- inni og ærnar, og haldið að Útibleikstöðum, þar voru aftur fengn- ir hestar og fóru nú bræðumir þrír og héldu fram Miðfjörð þeim megin Miðfjarðarár, en Gísli og Þorleifur vom eftir við að gæta skips, skreiðar og ánna, vom ærnar færðar af skipi á land til beitar. Að áliðnum degi komu þeir bræður aftur og vom nokkrir bænd- ur í för með þeim, hófust nú viðskipti með sama hætti og fyrr og seldist öll skreiðin upp, en lifandi fé, tólg og smjör kom í staðinn. Var nú gengið frá farmi og fengið hey handa ánum, því búizt var við að heimferðin tæki nokkra daga. Nú var á móti norðan- átt að sækja og hún er oft langvinn á Húnaflóa. Var nú tekið til ára, en seint gekk yfir flóann, var haldið þvert yfir til Bjarnar- ness og svo með landi fram norður að Finnbogastöðum. Heimferð- in tók ekki nema þrjá daga og þótti ganga vel. Það er athyglisvert við þessa frásögn, að þama voru bændur að gera gagnkvæm viðskipti og þurftu enga milliliði. Þar voru engir til að taka umboðslaun og annað sem fylgir flestum viðskiptum nú orðið, og svo þetta, að selja áttæringsfarm án þess að nein pen- 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.