Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 93
í stað, en honum fór ört batnandi og gat farið í göngur og slátur-
ferðir um haustið, þó halturværi.
Frá Fagradal flutti Guðmundur með húsbændum sínum að Þið-
riksvöllum í Strandasýslu, en áður höfðu þau flutt frá Skeljavík
að Fagradal.
Frá Þiðriksvöllum flutti Guðmundur enn með húsbændum sín-
um að Kálfanesi við Ftólmavík. Þegar þau hættu búskap í Kálfa-
nesi, fór Guðmundur í fyrsta sinn í sjálfsmennsku, hafði þá veríð
vinnumaður hjá sömu húsbændum í 28 ár. Fyrsta árið sem Guð-
mundur var lausamaður, átti hann heima í Vatnshorni í Þiðriks-
valladal, en fluttist þá að Hrófá í Hólmavíkurhreppi, byggði þar
íbúðarskúr og áföst við hann fjárhús, hlöðu og hesthús yfir fjóra
hesta. Heyskap sótti Guðmundur mest í Tröllatunguland. Þarna
bjó Guðmundur í 21 ár og undi glaður við sitt, en þá komu aðrir
ábúendur á jörðina og Guðmundur varð að fara. Þá fór hann eitt
ár að Hvammsdal til Kjartans Olafssonar, en flutti svo til Hólma-
víkur og átti þar heima til æviloka. Guðmundur kvæntist aldrei,
en var lengst af vinnumaður og var stundum kallaður síðasti
vinnumaðurinn á Ströndum. Annars var hann ýmist kenndur
við Fagradal og kallaður Guðmundur fagri, eða hann var kennd-
ur við Hrófá.
Eins og af framansögðu má ráða, var Guðmundur dyggðahjú,
er alltaf vildi hag húsbænda sinna sem beztan, góðhjartaður og
vildi öllum vel, fjárglöggur var hann með ólíkindum, og virtist
þekkja öll fjármörk í sýslunni og sunnan heiðar. Berdreyminn var
hann svo margir undruðust, því oft virtist hann hafa fengið vitn-
eskju um óorðna atburði.
Ekki mun Guðmundur hafa gætt þess sem skyldi, að klæðast
hlýlega, þegar kalt var veður og má vera að dyggð hans og áhugi
hafi valdið, en víst er, að hann fékk tíu sinnum lungnabólgu og
lifði það af, enda var hann stundum kallaður Lungnabólgu-Guð-
rnundur.
Hér hafa verið dregnar fram nokkrar svipmyndir úr lífi Guð-
mundar frá Hrófá, síðasta vinnumannsins á Ströndum. Nú er
Guðmundur fluttur yfir á landið eilífa, þar mun hann ganga ó-
91