Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 106

Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 106
Hugleiðing Það er aftur farið að dimma. Okkar stutta sumar er fljótt að líða. Þó að enn syngi lóan við gluggann, finn ég haustið nálgast. Mér finnst fylgja rökkrinu aukinn friður og öryggi. Fólk kemur hingað utan úr heimi til að fá að lifa hinar björtu nætur og líta miðnætursólina augum. Víst er sá tími þrunginn töfrum, en einhvem veginn finnst manni hitt eðlilegra, að nóttin komi og breiði yfir alla hlýtt teppi. Hún er sögð systir dauðans. Það er annars einkennilegt þetta með dauðann. Flestir munu ekki hugsa mikið um hann. Þegar hann svo kemur, stundum öllum að óvörum, er ekki tími til umhugsunar. En oft er líka beðið eftir honum lengi og honum fagnað sem vini. Hvað er dauði? Hættum við að vera? Liggur vitund okkar í frumum líkamans, sem leysast sundur og dreifast? Dreifast sálir okkar þannig um víða veröld til þess að brotin megi seinna verða notuð sem uppistaða í nýjar sálir? Þetta eru kjánalegar spumingar, og ég ætlast ekki til svara, því að algild svör eru ekki til. Hver og einn hefur sína reynslu. Við fáum ekki lært af öðmm. Við verðum sjálf að ganga veginn til enda. Og ef til vill er enginn endir. Lífið er án upphafs og endis eins og hringurinn. Nú hafa margir reynt það að missa hluta af líkama sínum, til dæmis hönd eða fót, og þessi missir verður til trafala oftast í þess- ari líkamlegu tilveru. En maðurinn sjálfur, þetta ég, sem talar, hefur ekki minnkað, aldrei hef ég vitað til þess. Ég er ég eftir sem áður. Má þá ekki eins hugsa sér, að hægt sé að taka allan líkamann í burtu og ég standi eftir óbreytt? Þetta finnst mér líklegast. Ég trúi því ekki, að svo auðvelt sé að sleppa frá öllu, sem mað- Olöf Jónsdóttir: 104
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.