Strandapósturinn - 01.06.1971, Síða 106
Hugleiðing
Það er aftur farið að dimma. Okkar stutta sumar er fljótt að
líða. Þó að enn syngi lóan við gluggann, finn ég haustið nálgast.
Mér finnst fylgja rökkrinu aukinn friður og öryggi.
Fólk kemur hingað utan úr heimi til að fá að lifa hinar björtu
nætur og líta miðnætursólina augum. Víst er sá tími þrunginn
töfrum, en einhvem veginn finnst manni hitt eðlilegra, að nóttin
komi og breiði yfir alla hlýtt teppi. Hún er sögð systir dauðans.
Það er annars einkennilegt þetta með dauðann. Flestir munu
ekki hugsa mikið um hann. Þegar hann svo kemur, stundum öllum
að óvörum, er ekki tími til umhugsunar. En oft er líka beðið
eftir honum lengi og honum fagnað sem vini.
Hvað er dauði? Hættum við að vera? Liggur vitund okkar í
frumum líkamans, sem leysast sundur og dreifast?
Dreifast sálir okkar þannig um víða veröld til þess að brotin
megi seinna verða notuð sem uppistaða í nýjar sálir? Þetta eru
kjánalegar spumingar, og ég ætlast ekki til svara, því að algild
svör eru ekki til. Hver og einn hefur sína reynslu. Við fáum ekki
lært af öðmm. Við verðum sjálf að ganga veginn til enda. Og ef
til vill er enginn endir.
Lífið er án upphafs og endis eins og hringurinn.
Nú hafa margir reynt það að missa hluta af líkama sínum, til
dæmis hönd eða fót, og þessi missir verður til trafala oftast í þess-
ari líkamlegu tilveru.
En maðurinn sjálfur, þetta ég, sem talar, hefur ekki minnkað,
aldrei hef ég vitað til þess.
Ég er ég eftir sem áður. Má þá ekki eins hugsa sér, að hægt
sé að taka allan líkamann í burtu og ég standi eftir óbreytt? Þetta
finnst mér líklegast.
Ég trúi því ekki, að svo auðvelt sé að sleppa frá öllu, sem mað-
Olöf Jónsdóttir:
104