Strandapósturinn - 01.06.1971, Page 112
kona mín Guðrún Guðlaugsdóttir búin að eiga heima í 15 ár. Það
var að ráði Helga læknis á Vífilsstöðum, að við fluttum suður, til
að vera nær læknistækninni, því heilsufar konu minnar var í
veði, enda fór það svo, að allt fór vel. Ég keypti lítinn húskofa
á Akranesi og tók saman heimili mitt að nýju, eftir leiðinda haust
og; dimrnan vetur en veikindi höfðu sundrað heimilinu.
Er við vorum setzt að í litia húsinu á Akranesi, vorið 1942,
setti ég mér það takmark, að vinna upp það sem tapast hafði við
þá erfiðleika, er þjakað höfðu að undanförnu og ég held að vel
hafi tekist að ná því takmarki. Það var bátasmíðin sem ég snéri
mér að þá, með þeim árangri sem nú skal greina, ég tel báta sem
ég smíðaði á Akranesi, en það voru 96 trillubátar, flestir 5—7
tonn. Þrír dekkbátar 10—12—14 tonn. Þrír snurpubátar og um
átta smærri bátar og prammar, fyrir utan viðgerðir og ýmsar
breytingar og stækkanir á báturn og viðgerðir á stórum bátum, á-
samt ýmsurn aðgerðum, sem ekki verða taldar hér. Vinnudagur-
inn var oft langur, enda var heilsan góð. Ég hafði heldur lélegt
athafnapláss framan af, en svo fékk ég aðstöðu í svokallaðri
Bræðrapartsvör, þar var gamalt uppsátur frá árabátatímanum.
— Þar var ágæt aðstaða, og þar byggði ég steinhús með 300
fermetra vinnuplássi ásamt 40 fermetra viðbyggingu fyrir skrif-
stofu og fleira, þama var mjög góð aðstaða.
I þessu húsi var ég búinn að byggja einn bát 5 tonn og gera
við annan og nóg verkefni framundan. Vinnustaður minn var um
900 hundmð metra frá íbúðarhúsi mínu, ég hafði oft talið skref-
in, ég var vanur að ganga þennan spöl, þó ég ætti bíl, mér þótti
gott að ganga þetta, því við vinnuna hafði ég miklar stöður á
steingólfi. Þá var það einn dag, er ég var á leið heim í hádegis-
mat, að allt í einu var eins og stungið, væri með hníf í gegnum
mig við hjartastað, ég féll upp að steinvegg við götuna og missti
meðvitund, þetta stóð stutta stund, enginn sá til mín, enda flestir
farnir í mat, ég komst fljótt til meðvitundar aftur, þá skaut þeirri
hugsun upp í hug mér, að nú væri allt búið, ekkert væri eftir nema
að komast heim og hvíla sig, ég var mjög rólegur, vissi ósjálfrátt
að mitt starf væri búið þó ég lifði þetta af, vissi að þetta myndi
110