Strandapósturinn - 01.06.1975, Side 11
Jóhannes Jónsson:
I hafís
á Húnaflóa
/
Það mun hafa verið um 20. apríl 1867, að ís rak inn á
Húnaflóa, er fyllti alla firði og víkur, og út til hafs, eins og sást
frá landi.
Þegar þetta gerðist voru hákarlaróðrar í fullum gangi hjá
Strandamönnum og lentu margir í harðræðum við að bjarga
skipum og áhöfnum þeirra að landi úr ísnum.
Eins og þeir þekkja vel, sem hafa alist upp á norðurslóðum,
þá rekur hafís venjulega það hratt að landi vegna hafstrauma,
er mestu ráða um stefnu hans og hraða, að áraskipum var oft
vonlítið að þreyta kappi við hann. T.d. er þess getið í þetta
sinn 1867, að 36 bátar frá Bolungarvík hafi misst allar lóðir
sínar undir ísinn. Það var því ætíð nokkur hætta á, að skipin
lokuðust inni í ísnum, sérstaklega ef menn voru seinir til að
leysa upp, þ.e. að draga inn stjóra, sem skipin lágu við og
halda til lands. Allir aðgætnari formenn leystu strax upp og
héldu að landi, ef þeir urðu varir við mikið ísrek, því eins og
áður er sagt, var vonlítið fyrir áraskip að þreyta kapp við ísinn,
jafnvel þó hægt væri að nota segl.
Hér á eftir fer frásögn af því, er opið hákarlaskip (áttæring-
9