Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 17
En þá mundi lítið af miðnætti, er Jón heyrði ærið braml og
brothljóð og þegar búðarhurðin brotin í mola. Heyrðist Jóni
þá innar farið um innri hurð, er klinkuð var, en það hélt Jón,
að opin mundi hurð staðið hafa. Kallaði Jón þá allbyrstur
hver þar færi með harka þeim að nóttunni. Engu var svarað.
Jóni varð felmt við, hljóp ofan og vænti ei eftir betra að bíða.
Grípur hann þá hákarlabreddu (skálm) mikla í hönd sér.
Sýndist honum sem stórvaxinn maður stæði þar við dyrnar,
þar á gólfínu, en snubbótt ofan, þar höfuðið átti að vera og
litlir handleggir og klof eigi meira en meðalmanni í hné. Var
að sjá sem þaraflyksur héngi úr því utan, en ógjörla kvaðst
hann hafa séð getað til fullrar vissu við glætu þá, er lagði inn
um dyrnar. En er Jón otaði að kind þessari skálminni, hörfaði
hún undan og út úr búðinni; sótti Jón á eftir. Örskammt var
frá búðinni á sjávarbakkann og þar hvarf það ofan fyrir, en
Jón fór ei nema fyrir dyr út, var og fáklæddur, en kvasst veður
og kalt, fór inn aftur og var í búðinni þ^ð eftir var nætur. Um
morguninn er bjart var orðið sást deigjupollur lítill, þar sem
kind þessi staðið hafði, áður Jón otaði að henni skálminni.
En er Stefán kom úr Reykjarfirði daginn eftir, þótti honum
mjög svarfað um búðarhurð sína, þótti Jón hafa vel dugað og
kallaði hann heppinn að hafa ei verra af hlotið.
Gisli Konráðsson.
Þessi saga sýnir okkur að vissu marki aðra hlið á þessum
miklu hetjum hafs og nauða. Mönnunum sem stunduðu
hákarlaróðra á opnum skipum um hávetur á nyrstu slóðum.
Þeir voru alltaf viðbúnir að þreyta fangbrögð við hafís,
harðviðri og helkulda norðurslóða. Það var áþreifanlegur
veruleiki. En allt sem þeim virtist óskýranlegt, var ógnvekj-
andi. Það var ekki hægt að takast á við það. f fáum orðum
sagt:
Gegn hjátrú og hindurvitnum voru þessar hetjur varnar-
lausar.
JJ
15