Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 100
Þá vaknar ný spurning. Ef sólarljósið nær ekki til jarðar
vegna mengunar, þá væri hugsanlegt að hitaútgeislun jarðar-
innar næði ekki út fyrir mengunar-rykagnirnar, heldur söfn-
uðu þær í sig hitaútgeisluninni og endurköstuðu henni til
jarðar aftur. Þá myndaðist að líkindum mjög heitur lofthjúpur
næst jörðu á þeim svæðum, sem mengunin er mest. Afleiðing
þess yrði sú, að stormar og fellibyljir myndu aukast mjög, því
á þeim svæðum jarðar, sem mengun væri lítil yrði loftslag
mun kaldara, hitaútstreymið myndi þá leita til kaldari svæða
jarðarinnar og gæti þá svo farið, að jafnvel Grænlandsjökull
bráðnaði.
Allar slíkar breytingar á veðurfari myndu hafa ákaflega
breytilegar afleiðingar í för með sér fyrir okkur jarðarbúa. Við
mjög aukið hitastig í innsta lofthjúp jarðar yrðu miklar
stökkbreytingar á öllu lífi á jörðinni, jurtir og dýr myndu
annaðhvort taka miklum breytingum til að geta aðlagast
umhverfi sínu, eða deyja út, sama myndi þá eflaust henda
manninn, hann yrði líka að laga sig eftir aðstæðunum eða
deyja út.
Enn ein hugdetta um veðurfarið er sú, að hver öld skiptist í
mismunandi veðurtímabil eins og árið. Væri svo, ætti hávetur
hverrar aldar að vera áratugurinn 80—90. Árstíðaskiptin yrðu
þá þannig, að vor hverrar aldar væru fyrstu 25 úr aldarinnar,
sumar hverrar aldar væri þá næstu 25 ár, eða til miðbiks
aldarinnar, haust aldarinnar yrði þá frá 50 til 75 og vetur
aldarinnar frá 75 til aldamóta. Væri þessi kenning rétt, væri
vetur 20 aldarinnar rétt að byrja og væri þá kólnandi veðurfar
framundan.
Ég held við látum reiknimeistara veðurfræðinnar um allar
slíkar bollaleggingar. En hvernig væri að bregða sér 98 ár aftur
í tímann og virða fyrir okkur í stórum dráttum veðurfarið á
Ströndum árið 1877. Ég læt hið gamla orðalag á veðurlýsing-
unni haldast óbreytt, því bæði er, að sum orðin eru að týnast
úr málinu og önnur eru skemmtileg og fela í sér gleggri
veðurlýsingu en fljótt á litið virðist.
Þar sem oflangt mál yrði að skrá veðurlýsingu fyrir hvern
98