Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 67
I miðgóu árið 1785 lögðu þær mæðgur á Steinadalsheiði, og
meira en lítið hefur þá verið farið að þrengja að þeim, að þær
skyldu leggja í ferð þessa um hávetur. Á þessum tímum var
það víða bæði í sveit og við sjó, að fólk át hunda, skóbætur og
sjávarþöngla. Er því mjög að líkum að þær hafi verið hálf
sjúkar af harðrétti og vanbúnar að klæðum. Ekki höfðu þær
farið langt er á þær skall norðanhríð á heiðinni, og kom þá
brátt að því, að Valgerður gafst upp, og varð hún úti þar á
heiðinni. Eftir þrjá sólarhringa kom Guðrún skríðandi ofan að
Brekku í Gilsfirði. Þar lá hún lengi í sárum. Svo var hún kalin
að hún missti af báðum fótum upp að ristarlið. Þótt Guðrún
væri fötluð reyndist hún hverjum manni harðduglegri. Hún
var bráðlagin og smíðaði margskonar búsgögn. Einnig smíðaði
hún báta, sexæringa og stærri. Hefur það að líkum verið fátítt
að konur stunduðu þá iðn á þeim árum.
Þá er það næst af Guðrúnu að segja, að hún er aftur komin
norður í Strandasýslu. Þar kynntist hún manni, Magnúsi
Jónssyni að nafni. Vorið 1805 gifta þau sig og fara að búa í
Munaðarnesi. En eftir fimm ára sambúð missti hún Magnús.
Hann dó eftir langvarandi veikindi árið 1810. Eftir það bjó
Guðrún í nokkur ár. Sagan segir að Guðrún hafi komist í
nokkur efni, er entust henni meðan hún lifði, en hún komst
eitthvað á níræðisaldur.
Af Bjarna föður Guðrúnar er það að segja, að hann gerðist
ráðsmaður hjá Helgu Árnadóttur, er bjó í Goðdal, þar til hann
varð bráðkvaddur milli Svanshóls og Goðdals á útmánuðum
1793.
Þau Bjarni og Valgerður áttu tvo syni, Guðmund og Snorra.
Ekki er vitað, hvort þeir fóru með Bjarna föður sínum á
vergang eða tveir saman.
65