Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 67

Strandapósturinn - 01.06.1975, Síða 67
I miðgóu árið 1785 lögðu þær mæðgur á Steinadalsheiði, og meira en lítið hefur þá verið farið að þrengja að þeim, að þær skyldu leggja í ferð þessa um hávetur. Á þessum tímum var það víða bæði í sveit og við sjó, að fólk át hunda, skóbætur og sjávarþöngla. Er því mjög að líkum að þær hafi verið hálf sjúkar af harðrétti og vanbúnar að klæðum. Ekki höfðu þær farið langt er á þær skall norðanhríð á heiðinni, og kom þá brátt að því, að Valgerður gafst upp, og varð hún úti þar á heiðinni. Eftir þrjá sólarhringa kom Guðrún skríðandi ofan að Brekku í Gilsfirði. Þar lá hún lengi í sárum. Svo var hún kalin að hún missti af báðum fótum upp að ristarlið. Þótt Guðrún væri fötluð reyndist hún hverjum manni harðduglegri. Hún var bráðlagin og smíðaði margskonar búsgögn. Einnig smíðaði hún báta, sexæringa og stærri. Hefur það að líkum verið fátítt að konur stunduðu þá iðn á þeim árum. Þá er það næst af Guðrúnu að segja, að hún er aftur komin norður í Strandasýslu. Þar kynntist hún manni, Magnúsi Jónssyni að nafni. Vorið 1805 gifta þau sig og fara að búa í Munaðarnesi. En eftir fimm ára sambúð missti hún Magnús. Hann dó eftir langvarandi veikindi árið 1810. Eftir það bjó Guðrún í nokkur ár. Sagan segir að Guðrún hafi komist í nokkur efni, er entust henni meðan hún lifði, en hún komst eitthvað á níræðisaldur. Af Bjarna föður Guðrúnar er það að segja, að hann gerðist ráðsmaður hjá Helgu Árnadóttur, er bjó í Goðdal, þar til hann varð bráðkvaddur milli Svanshóls og Goðdals á útmánuðum 1793. Þau Bjarni og Valgerður áttu tvo syni, Guðmund og Snorra. Ekki er vitað, hvort þeir fóru með Bjarna föður sínum á vergang eða tveir saman. 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Strandapósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.