Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 103
21. júlí). Þá gerði austnorðan hvassviðri með rigningu í tvo
daga, en eftir það var norðanátt, sólskini og þerrir til
mánaðarloka.
Ágúst. Byrjaði með norðanátt, sólskini og þerri. Hélst það til
9. ágúst, en þá gerði norðan storm með snjókomu og 10. ágúst
var jörð alhvít af snjó. 11. ágúst snérist veðrið í sunnan
krapahríð, þá tók upp snjó af láglendi, en snjóskaflar í
fjallabrúnum. 12. ágúst var sunnanátt með sólskini og þerri,
gott veður og hélst það til 19. ágúst, en þá gekk að með
regnskúrum og hryðjum. 21. ágúst snérist veður til norðanátt-
ar með krapaskúrum og hélst það til 25. ágúst. Eftir það
skiptist á þurrviðri og krapaskúrir til mánaðarloka.
September. Byrjaði með miklu næturfrosti og norðanátt en
því næst skiptust á norðanátt með þerri og sunnanátt með
vætuhryðjum til 13. sept. 13. til 16. sept. var suðaustan
þurrviðri og gott veður, þá gekk í sunnanátt með vætu fyrst, en
svo þurrviðri, hægviðri fyrst, en síðar stormur. 21. og 22. sept.
var norðan hægviðri og þerrir, þá gekk í sunnanátt með storm
og vætu fyrst, svo þurrviðri til 26. sept. Þá gerði óveður um
kvöldið og daginn eftir var hríðarveður, en gekk þvínæst í
vestan hvassviðri með krapahryðjum. Tvo síðustu daga mán-
aðarins var suðvestanátt og gott veður.
Október. Byrjaði með sunnan stórrigningu, er hélst til 6. okt.,
en þá birti upp og gekk til norðanáttar með þurrviðri, en 8.
okt. gekk aftur til sunnanáttar. Fyrst var úðasubb, svo
þurrviðri, 9. okt. gengu yfir norðan ókjör, kafaldsbylur og
stormur og hélst norðan stórviðri og kafaldsbylur til 15. okt.
Þá var stillt veður, en gekk til vestanáttar með hægviðri og
dálitlu frosti. 20. okt. var sunnan þíða og gott veður. 21. okt.
gekk í austnorðan storm með þíðu fyrst, en svo kafalds krapa,
birti upp þann 23. okt. með hægviðri og frosti næstu 2 daga,
þá vestan hægviðri, frost og sólskin, en þvínæst austnorðan
hvassviðri með frosti og kafaldskófi. Gekk í sunnan storm þann
28. okt. og 29. var sama veður, gekk þá aftur í austnorðan
storm með kafaldskófi og síðasta október var sama veður.
Nóvember. Byrjaði með austnorðan stormi og frostkafaldi og
101