Strandapósturinn - 01.06.1975, Blaðsíða 105
nær óslitið fram til 26. janúar. Þriðjudaginn 30. janúar gekk
aftur í útsynning, er hélst nær óslitið til 7. febrúar. Föstudag-
inn 16. mars gekk í norðan byl með frosti og byljum á milli
fram til 21. mars. Föstudaginn 30. mars var frostbylur og hélst
austan og norðaustanátt með ofsabyl, stormi, skafkafaldi,
frosti, ísingu og ofsaveðri flesta daga til 18. apríl, þó aðeins
lægði stund og stund á milli. Föstudaginn 4. maí gekk veður til
norðanáttar, sem fór vaxandi í byl með frostkafaldi og hélst
svipað veður til 9. maí. Föstudaginn 25. maí gekk í austnorð-
anátt með stormi, kafaldi og frosti og hélst lítið breytt til 11.
júní, oftast stórviðri, kafald og frost. Þriðjudaginn 3. júlí var
hægviðri á sunnan og hélst það með þerri og vætu til skiptis
nær óslitið til 19. júlí. Föstudaginn 20. júlí snérist veður til
norðan og norðaustanáttar og hélst það með vætu og þerri til
skiptis óslitið til 9. ágúst. Þriðjudaginn 21. ágúst gekk í
norðanátt er hélst nær óslitið til 3. september. Þriðjudaginn 9.
október gerði norðan ókjör, kafaldsbyl og stórviðri og hélst það
til 15. október. Þriðjudaginn 30. október gerði norðaustan
storm og kafaldskófi og hélst norðaustan og norðan átt nær
óslitið til 30. nóvember. Þriðjudaginn 4. desember gerði
útsynning með kafaldskófí og hélst svipað veður með örfáum
undantekningum til 21. des. Föstudaginn 28. des. gekk í
austan storm með „éljum, en frostlítið og hélst það til ársloka.
Laugardagsveður á árinu 1877 virðist falla að mestu inn á
veðurfar næstu daga og því ekki hægt að fá neina staðfestingu
á hinni gömlu trú á veðrabreytingum þeirra daga.
103