Strandapósturinn


Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 17

Strandapósturinn - 01.06.1975, Page 17
En þá mundi lítið af miðnætti, er Jón heyrði ærið braml og brothljóð og þegar búðarhurðin brotin í mola. Heyrðist Jóni þá innar farið um innri hurð, er klinkuð var, en það hélt Jón, að opin mundi hurð staðið hafa. Kallaði Jón þá allbyrstur hver þar færi með harka þeim að nóttunni. Engu var svarað. Jóni varð felmt við, hljóp ofan og vænti ei eftir betra að bíða. Grípur hann þá hákarlabreddu (skálm) mikla í hönd sér. Sýndist honum sem stórvaxinn maður stæði þar við dyrnar, þar á gólfínu, en snubbótt ofan, þar höfuðið átti að vera og litlir handleggir og klof eigi meira en meðalmanni í hné. Var að sjá sem þaraflyksur héngi úr því utan, en ógjörla kvaðst hann hafa séð getað til fullrar vissu við glætu þá, er lagði inn um dyrnar. En er Jón otaði að kind þessari skálminni, hörfaði hún undan og út úr búðinni; sótti Jón á eftir. Örskammt var frá búðinni á sjávarbakkann og þar hvarf það ofan fyrir, en Jón fór ei nema fyrir dyr út, var og fáklæddur, en kvasst veður og kalt, fór inn aftur og var í búðinni þ^ð eftir var nætur. Um morguninn er bjart var orðið sást deigjupollur lítill, þar sem kind þessi staðið hafði, áður Jón otaði að henni skálminni. En er Stefán kom úr Reykjarfirði daginn eftir, þótti honum mjög svarfað um búðarhurð sína, þótti Jón hafa vel dugað og kallaði hann heppinn að hafa ei verra af hlotið. Gisli Konráðsson. Þessi saga sýnir okkur að vissu marki aðra hlið á þessum miklu hetjum hafs og nauða. Mönnunum sem stunduðu hákarlaróðra á opnum skipum um hávetur á nyrstu slóðum. Þeir voru alltaf viðbúnir að þreyta fangbrögð við hafís, harðviðri og helkulda norðurslóða. Það var áþreifanlegur veruleiki. En allt sem þeim virtist óskýranlegt, var ógnvekj- andi. Það var ekki hægt að takast á við það. f fáum orðum sagt: Gegn hjátrú og hindurvitnum voru þessar hetjur varnar- lausar. JJ 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Strandapósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Strandapósturinn
https://timarit.is/publication/1641

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.