Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 2
2 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
www.kofaroghus.is - Sími 553 1545
TIL Á LAGER
Ítarlegarupplýsingarog teikningarásamtýmsumöðrumfróðleik
máfinnaávefokkar
NAUST - 14,44 fm
Tilboðsverð
449.400kr.
30%
afsláttur
VANTAR
ÞIGPLÁSS?
Afar einfalt er að reisa húsin okkar.
Uppsetning tekur aðeins einn dag
TILBOÐÁGARÐHÚSUM!
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Mikil hækkun á bílastæðakortum
- Kortin hækka úr 8.000 krónum á ári í 30.000 krónur - Afsláttur veittur fyrir rafmagns- og vetnisbíla
Veronika S. Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Bílastæðakort í Reykjavíkurborg
hækka úr 8.000 krónum í 30.000
krónur á ári en 15.000 krónur árlega
fyrir þá sem aka á hreinum raf-
magns- og vetnisbílum. Borgarráð
samþykkti breytingu á gjaldi bíla-
stæðakorta á fimmtudag.
Mánaðargjald fyrir bílastæðakort-
in verður 2.500 kr. en 1.250 kr. fyrir
þá sem aka á hreinum rafmagns- og
vetnisbílum.
„Ég tel gríðarlega mikilvægt að
grípa til aðgerða vegna loftslagskrís-
unnar sem við erum í núna en aðgerð-
irnar mega aldrei vera þannig að þær
bitni mest á þeim sem geta síst borið
þær,“ segir Sanna Magdalena, borg-
arfulltrúi Sósíalistaflokksins. Margir
þurfi að nota einkabíl til þess að koma
sér frá einum stað til annars.
„Við viljum náttúrulega lifa í
grænni borg og til þess þurfum við að
tryggja að fólk geti treyst á góðar
samgöngur,“ segir Sanna sem telur
að erfitt sé að treysta á Strætó sem
áreiðanlegan kost fyrir margar fjöl-
skyldur. Fyrir vikið þurfi fólk að vera
með bíl.
Pawel Bartozek, formaður skipu-
lagsráðs, segir að regluverki hafi ver-
ið breytt svo fleiri hafi nú rétt á bíla-
stæðakortum en hann skilur að
hækkunin veki umtal. Er ekki hætt
við því að þessi hækkun bitni mest á
fjölskyldufólki sem ekki hefur ráð á
að fjárfesta í rafmagns- og vetnisbíl-
um?
„Ef þessi rök verða tekin gild þá
getum við aldrei beitt hagrænum
hvötum til þess að fá fólk til þess að
skipta um lifnaðarhætti. Ólíkir hvat-
ar geta haft ólík áhrif á fólk eftir
efnahag en við teljum að þetta sé í
fyrsta lagi ekki óhóflegt og í öðru lagi
þá styð ég við það að hagrænum
hvötum sé beitt til þess að hvetja fólk
til þess að vera umhverfisvænt,“ seg-
ir Pawel.
Stendur til að hækka gjald í stöðu-
mæla?
„Það hefur ekki verið ákveðið, það
er ekki hluti af endurskoðun þessar-
ar gjaldskrár.
Við erum hins vegar búin að ein-
falda regluverkið í kringum íbúakort-
in svo hópurinn sem hefur rétt á íbúa-
kortum hefur stækkað töluvert,“
segir Pawel. Þá segir hann að hrein-
um rafmagns- og vetnisbílum muni
fjölga mikið á næstunni: „Svona hvat-
ar leiða til þess.“
Morgunblaðið/Eggert
Stöðumælir Bílastæðakort hækka
umtalsvert, eða í 30 þúsund á ári.
„Það er allt að verða klárt,“ segir
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá
Heilsugæslunni á höfuðborgar-
svæðinu, en bólusetningar hefjast
aftur í næstu viku í Laugardalshöll.
Þeim verður boðinn örvunar-
skammtur sem fengu Janssen fyrir
a.m.k. 28 dögum og þeir sem eiga
eftir að fá seinni skammt af Pfizer
fá boð í hann. Þau sem eru með
mótefni eftir Covid-19-sýkingu og
hafa fengið Janssen-örvunar-
skammt þurfa ekki að mæta í annan
Pfizer-örvunarskammt að sögn
Ragnheiðar. „Við erum búin að
senda út boð fyrir mánudaginn og
þriðjudaginn. Þannig að þetta er
allt að gerast,“ segir Ragnheiður. Á
fjórum dögum verða bólusett um 32
þúsund manns. Þá gerir hún ráð
fyrir að ráðist verði í að gefa íbúum
á hjúkrunarheimilum og þeim sem
eru eldri en 80 ára örvunar-
skammta í næstu viku.
Bólusetja börn
24. og 25. ágúst fá síðan börn á
aldrinum 12 til 15 ára Pfizer.
Ragnheiður nefnir að hvorki
börnin né forráðamenn þeirra fái
strikamerki sent í síma heldur eigi
fólk að koma samkvæmt skipulagi
sem birtist á vef heilsugæslunnar.
Bólusetningin verði skráð með því
að gefa upp kennitölu barnsins.
„Við erum að útbúa höllina þann-
ig að það verði gott fyrir börn að
koma. Bæði að foreldri geti setið
við hlið þess og líka verða fullt af-
drepum ef börnin eru kvíðin eða
hrædd. Við óskum bara eftir að þau
láti vita ef þau eru hrædd við komu.
Við erum að reyna að gera þetta
eins vel og við getum fyrir þennan
hóp.“ urdur@mbl.is
Bólusetja 32 þúsund í vikunni
- Hefja bólusetningar aftur í Laugardalshöll í næstu viku
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Ragnheiður Ósk Er-
lendsdóttir í Laugardalshöll.
Heiða Björg
Pálmadóttir,
forstjóri Barna-
verndarstofu,
hefur verið
skipuð í emb-
ætti skrif-
stofustjóra á
skrifstofu inn-
viða heilbrigð-
isþjónustu í
heilbrigðis-
ráðuneytinu.
Heiða Björg lauk embættisprófi
í lögfræði frá Háskóla Íslands ár-
ið 2004 og hlaut leyfi til starfa
sem héraðsdómslögmaður árið
2008 og leggur nú stund á dokt-
orsnám í lögfræði við Háskólann
í Reykjavík.
Heiða skipuð í emb-
ætti skrifstofustjóra
Heiða Björg
Pálmadóttir
Borgin breytir sífellt um svip og tímans kvörn
malar allt mélinu smærra. Þessa dagana er verið
að rífa þriggja hæða verslunar- og skrifstofuhús
að Borgartúni 24 í Reykjavík sem víkur fyrir
nýrri byggingu. Stórir kranar og krabbagrafa
er notuð við niðurbrot hússins, sem vakið hefur
eftirtekt margra þeirra sem fara um götuna þar
sem svo mörg fyrirtæki á sviði fjármála og við-
skipta eru með aðsetur.
Brotið er niður í Borgartúninu
Morgunblaðið/Eggert
Dómsmálaráð-
herra hefur
skipað Björn
Þorvaldsson
saksóknara í
embætti dómara
sem mun hafa
starfsstöð við
Héraðsdóm
Reykjavíkur en
sinna störfum
við alla héraðs-
dómstólana eftir ákvörðun dóm-
stólasýslunnar, frá 1. september
á þessu ári. Björn lauk embættis-
prófi frá lagadeild HÍ 1993 og
hefur í tæplega tvo áratugi feng-
ist við sakamál hjá embættum
ríkissaksóknara, ríkislög-
reglustjóra og sérstaks saksókn-
ara.
Skipaður í embætti
héraðsdómara
Björn
Þorvaldsson