Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 8
8 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
LIZ MICRO-VISCOSE
BOLIR MEÐTOPP
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15
Falinn toppur með létt fóðruðum skálum, efnið
inní er þunnt, saumlaust og bindur ekki raka.
Stærðir S-XL Verð 6.850 kr.
Málefnastarf og undirbúningur fyrir
alþingiskosningar í næsta mánuði
verða í aðalhlutverki á landsþingi
Miðflokksins sem verður haldið nú
um helgina, það er í dag og á morgun,
sunnudag. Vegna sóttvarnatakmarka
er ekki hægt að opna þingið fyrir öll-
um flokksmönnum eins og til stóð
heldur er það aðeins opið fasta-
fulltrúum sem eru um 190 talsins.
Þingið verður haldið á Hótel Nordica
við Suðurlandsbraut í Reykjavík.
Í dag, kl. 13.15, munu oddvitar
Miðflokksins í einstaka kjördæmum
kynna sig og í framhaldinu flytur
flokksformaðurinn, Sigmundar Davíð
Gunnlaugsson, ræðu. Málefnavinnan
stendur svo áfram fram eftir sunnu-
deginum.
Afskrifi ekki flokkinn
„Sú ræða sem formaðurinn flytur
verður stefnumarkandi fyrir kosn-
ingabaráttuna, sem ég reikna með að
fari í fullan gang nú eftir helgina,“
segir Bergþór Ólason, þingmaður
Miðflokksins og oddviti í Norðvest-
urkjördæmi. „Efnahagsmál og at-
vinnuuppbygging í kjölfar kórónu-
veirufaraldursins, loftslagsmál og
heilbrigðisþjónustan; þetta verða
klárlega áhersluatriði nú í kosninga-
baráttunni. Um þetta efni hef ég sagt
að mikilvægt framlag okkar Íslend-
inga til atvinnu- og umhverfismála
skuli vera að auka innlenda fram-
leiðslu; það er skapa störf hér heima
og draga úr flutningum og fækka kol-
efnissporum. Þessi sjónarmið eru
mikilvæg í umræðu fyrir kosningar
þar sem enginn ætti að afskrifa Mið-
flokkinn. Engin ástæða er til þess og
sjálfur hef ég að undanförnu verið
víða í kjördæminu að ræða við fólk
um verkefni og málefni sem taka þarf
á. Var í Dölunum og Reykhólasveit
nú í vikunni og held svo för áfram
strax eftir helgina.“ sbs@mbl.is
Atvinna og lofts-
lag kosningamál
- Miðflokkurinn þingar nú um helgina
Bergþór
Ólason
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
2021 ALÞINGISKOSNINGAR
Gönguleiðin að Grænahrygg í Frið-
landi að Fjallabaki hefur verið
merkt með stikum. Þetta kemur
fram á vef Umhverfisstofnunar.
Grænihryggur hefur verið vinsæll
áfangastaður í sumar og hafa ófáir
ferðalangar birt mynd af sér frá
þessum fallega stað á samfélags-
miðlum.
Hin nýstikaða leið er átta kíló-
metrar að lengd og krefjandi og
fengu landverðir hjálp við að koma
stikunum niður. Má þar helst nefna
björgunarsveitarmenn úr Björg-
unarfélaginu Blöndu sem voru á há-
lendisvakt í Landmannalaugum auk
sjálfboðaliða frá Umhverfisstofnun.
Leiðin er, sem segir, krefjandi en
einnig fjölbreytt og hefst í nágrenni
við Kýlingavatn. Þaðan er gengið
upp á hæð og niður á áreyrar þar
sem áfram er gengið upp milli
Sveinsgils og Svigagils. Einnig þarf
að vaða yfir straumharða á.
Tilgangurinn með stikun leið-
arinnar er sagður að bæta öryggi
gesta auk þess að vernda náttúruna.
Grænihryggur er blágræn líparít-
alda og því viðkvæm fyrir traðki og
mikilvægt að ekki sé gengið upp á
hrygginn, mælst er til þess að fólk
fylgi frekar nýstikuðu leiðinni. Ef
fjöldi fólks fer yfir 15 manns skal
haft samráð við landvörð, segir á vef
Umhverfisstofnunar.
ari@mbl.is
Stikuðu gönguleiðina að Grænahrygg
- Vinsæll áfangastaður í sumar - Margir hjálpuðust að við að merkja leiðina
Ljósmynd/Umhverfisstofnun
Hópur Allir glaðir að verki loknu.
Meirihlutinn í Reykjavík er
áhugasamur um háa skatta
og gjöld á borgarbúa. Nýjasta
dæmið eru stórkostlegar hækkanir
á gjaldskrá bílastæða fyrir borgar-
búa nærri heimilum,
nokkuð sem kallað
hefur verið íbúa-
kort. Árgjald fyrir
íbúa hefur verið
8.000 krónur og
þykir sumum sjálf-
sagt meira en nóg
að þurfa að greiða
þá upphæð fyrir að
leggja bíl við eigið heimili. Meiri-
hlutanum þykir þetta hins vegar
ekki nóg og hefur ákveðið að
hækka gjaldið í 30.000 krónur, sem
er nær fjórföldun!
- - -
Þeir íbúar sem eru svo lánsamir
að aka um á hreinum rafbílum
eða vetnisbílum fá á sig minni
hækkun, en gjaldið fer þó í 15.000
krónur, sem er nærri tvöföldun.
- - -
Enginn afsláttur er veittur þeim
sem aka um á bílum sem nota
bæði rafmagn og bensín eða dísil-
olíu, sem sætir eflaust nokkurri
furðu hjá eigendum slíkra bíla.
- - -
Þrátt fyrir að hálfgerðir rafbílar
njóti ekki „afsláttar“ er þessi
freklega hækkun meðal annars
rökstudd með vísan í „loftgæði“ og
baráttuna „við loftslagsbreytingar
sem eru stærsta viðfangsefni okk-
ar tíma,“ eins og meirihlutaflokk-
arnir orða það í bókun um málið í
borgarráði.
- - -
En auðvitað er augljóst að að-
gerðin er fyrst og fremst lið-
ur í skattahækkunarstefnu borg-
arinnar, annars hefðu gjöld á
rafbíla ekki hækkað, og fjandskap
meirihlutans við fjölskyldubílinn.
Þegar að þeim fjandskap kemur
virðist engin aðgerð vera of ósvíf-
in.
Dagur B.
Eggertsson
Gjaldtakan
fjórfölduð
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/