Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 14

Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Byggingu landnámsskála sem kenndur er við landnámsmanninn Hallvarð súganda hefur miðað vel í sumar. Stefnt er að því að ljúka smíði skálans næsta sumar en þá verður eftir að ganga frá honum að innan. Hugmyndin er að skálinn verði notaður sem sagnahús og fólk geti komið þangað til að hlusta á upplestur á sögum og ævintýrum. Fornminjafélag Súgandafjarðar stendur fyrir byggingu skálans í botni Súgandafjarðar. Skálinn er til- gátuhús, byggt á fornleifauppgreftri á Grélutófum í Arnarfirði. Þetta er þriðja árið sem fram- kvæmdir standa yfir. Eyþór Eð- varðsson, formaður Fornminja- félagsins, segir að félagið sé fámennt og hafi yfir litlum fjármunum að ráða. Þess vegna byggist framvinda verksins mikið á eigin vinnu fé- lagsmanna. Einnig á vinnu nemenda á námskeiðum um gömlu bygging- arlistina sem félagið hefur staðið fyrir. Rekaviðardrumbar af Skaga Í sumar náðust þrír áfangar. Í maí voru valdir voldugir rekaviðar- drumbar að Hrauni á Skaga til að nota í grind skálans og þeir fluttir til Súgandafjarðar. Í júní var haldið áfram að hlaða úr klömbru. Tókst að ljúka því verki sem er erfiðasti hluti byggingarvinnunnar. Í ágúst var síðan burðargrindin reist. Eyþór vonast til að hægt verði að leggja þakið á næsta ári og ljúka smíði hússins að mestu. Þá verði eft- ir að smíða rúm og fleira innan- stokks. Einnig að hlaða garð í kring- um skálann. Hann hefur áhuga á að byggja smiðju við skálann og ef til vill jarðhýsi. Það fari þó eftir efnum og ástæðum félagsins. Sagðar sögur Ekki hefur verið ákveðið hvernig húsið verður notað. Það verður alla- vega tákn um byggingaraðferðina og umgjörð um sögu og menningu þjóðarinnar. Þær hugmyndir hafa verið ræddar að skálinn verði sagna- hús, byggt á sagnahefð Íslendinga. Í stað þess að sögumenn fari á milli bæja til að segja sögur myndu gestir koma í skálann, sitja við langeld og hlusta á sögur og ævintýri. Skálinn er kenndur við landnáms- mann Súgandafjarðar, Hallvarð súg- anda. Ekki eru miklar upplýsingar um hann í Landnámu en í staðinn stuðst við landnámssögur úr Arnar- firði og víðar. Eyþór segir að þetta verði alla vega vestfirskur skáli, endurgerður eftir bestu fyrirliggj- andi upplýsingum. Sérstaklega er litið til Grélutófta í Arnarfirði, skála landnámsmann- anna Grélu Bjartmarsdóttur og Ánn Rauðfeld, en þar voru fornleifarann- sóknir á síðari hluta áttunda áratug- ar síðustu aldar. Skáli Hallvarðs súg- anda verði sagnahús - Byggingu skálans lýkur væntanlega á næstu tveimur árum Ljósmynd/Ingrid Kuhlman Landnámsskáli Burðargrind skálans er úr rekaviðardrumbum af Skaga. Efniviður Þátttakendur í verkefninu afla sér efnis í skála Hallvarðs. IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Sími 4 80 80 80 25 ára reynsla INNFLUTNINGUR AF NÝJUM OG NOTUÐUM BÍLUM VERKSTÆÐI VARAHLUTIR Hægindastóll model 7227 Leður – Stærðir XS-XL Verð frá 389.000,- NJÓTTU ÞESS AÐ SLAKA Á Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is CASA býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (með Visa / Euro) í allt að 6 mánuði. LEIÐRÉTT Þrjú þúsund kíló Útflutningur dúns frá Íslandi nemur þrjú þúsund kílóum á ári, ekki þrjú þúsund tonnum eins og misritaðist í frétt á blaðsíðu 10 í blaðinu í gær. Sömu- leiðis er heildarmarkaður á dúni í heiminum fjögur þúsund kíló. Beðist er vel- virðingar á mistökunum. Fyrrverandi formaður Í frétt í Morgunblaðinu í gær var ranglega sagt að Kristín Á. Guðmunds- dóttir væri formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Hið rétta er að Kristín er fyrrverandi formaður félagsins. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fiskeldisfyrirtæki á Íslandi ætla að skerpa á verklagsreglum sínum um eftirlit með velferð fiska í kvíum þeirra. Enginn vafi megi leika á vilja þessara fyrirtækja til að huga vel að þessum þætti starfsemi þeirra. Þetta gerist í kjölfar birtingar í fjölmiðlum og á félagsmiðlum á dögunum á myndum af særðum eldislaxi. Við eldi á dýrum geta óhöpp og meiðsli átt sér stað, segir í frétt frá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Þar er tiltekið að erfitt sé að komast alfarið hjá óhöppum, jafnvel þótt fiskeldisfyrirtæki, hvort sem eldið sé á sjó eða landi, geri allt sem þau geta til að vernda fiskinn sem fram- leiðsluvöru sína. Þær myndir sem birst hafa að undanförnu í fréttum og samfélagsmiðlum eru sem betur fer ekki lýsandi fyrir ástand fiska í kvíum við Ísland. Úr því skuli þó ekki dregið að myndirnar sýni hvað gerist þegar fiskur slasast. „Öllum eldisfyrirtækjum á Íslandi er skylt að gera Matvælastofnun reglulega grein fyrir afföllum sem verða í kvíum og er það gert með reglubundnum hætti. Þessar tölur eru aðgengilegar á heimasíðu MAST. Starfsfólk í fiskeldi fylgist daglega með fiskum og seiðum í kví- um til að gæta að því að allt sé í lagi. Ætla má að enginn atvinnurekstur á Íslandi búi við jafn stranga eftirlits- umgjörð og fiskeldi,“ segir SFS. Skerpt á verklags- reglum í fiskeldinu - Velferð fiska - Eftirlitið er strangt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.