Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 16
16 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Háalda Vikurinn verður tekin úr Háöldu sem er austan við Hafursey á Mýrdalssandi. Náman dugar í 100 ár.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Þegar vikurnám við Hafursey á Mýr-
dalssandi verður komið í fullan gang
verða flutt út um milljón tonn á ári.
Umfangið er gífurlegt og af allt ann-
arri stærðargráður en útflutningur á
Hekluvikri sem lengi hefur verið
stundaður. 30 stórir vörubílar verða í
stöðugum flutningum til Þorlákshafn-
ar og fara á annað hundrað eða fleiri
skipsfarmar af vikri til Evrópu og
jafnvel Norður-Ameríku.
Þýska fyrirtækið STEAG Power
Minerals (SPM), sem keypti jörðina
Hjörleifshöfða, hefur kynnt tillögu að
matsáætlun vegna umhverfismats á
vikurnámi austan og suðaustan við
Hafursey á Mýrdalssandi.
Kemur í stað sementsgjalls
Fyrirhugað efnistökusvæði er 15,5
ferkílómetrar að flatarmáli. Mun það
duga fyrirtækinu í rúm 100 ár, miðað
við fyrirhugaða notkun.
Þýska fyrirtækið sérhæfir sig í að
útvega sementsframleiðendum um-
hverfisvænt hráefni til að nota í stað
hins mengandi sementsgjalls, svo-
kallaðs klinkers, sem íblöndunarefni
við framleiðsluna. Við framleiðslu á
sementsklinker losnar mikið koldíox-
íð út í andrúmsloftið. Í raun er fram-
leiðsla á sementi ábyrg fyrir um 8% af
öllum koltvísýringi sem losnar af
mannavöldum út í andrúmsloftið.
Til að draga úr þessu hefur notkun
íauka, einkum flugösku úr kolaver-
um, aukist mikið og orðið sífellt mik-
ilvægari þáttur í sementsframleiðslu,
að því er fram kemur í tillögu að
matsásætlun vegna fyrirhugaðs vik-
urnáms á Mýrdalssandi. Með nýjum
áherslum í orkuframleiðslu í Evrópu
eru blikur á lofti með öflun þessa
íauka. Þannig hafa stjórnvöld í
Þýskalandi einsett sér að loka öllum
kolaverum þar í landi fyrir árið 2038.
Með því lokast fyrir helstu upp-
sprettu flugösku til notkunar við sem-
entsframleiðslu. Ef ekki finnast önn-
ur efni mun það leiða til aukinnar
notkunar á sementsgjalli á nýjan leik
með tilheyrandi aukningu á losun kol-
díoxíðs. Það er ástæðan fyrir því að
SPM undirbýr vikurnám á Mýrdals-
sandi.
Besti vikurinn
Rannsóknir fyrirtækisins sýna að
Kötluvikur er hentugt staðgönguefni.
Vikurinn er gjall sem myndaðist í eld-
gosi í Kötlu og barst fram á Mýrdals-
sand í jökulhlaupi. Að því er fram
kemur í gögnum fyrirtækisins sýna
rannsóknir að vikurinn hefur nánast
sömu tæknilegu eiginleika og flug-
aska og uppfyllir allar kröfur staðla
sem íaukaefni í sement. Þar sem sem-
entsiðnaðurinn er nokkuð íhaldssam-
ur er það talinn kostur að mulinn vik-
ur af Mýrdalssandi er svipaður
flugösku að lit og verður steypan fal-
lega grá.
Kötluvikurinn er talinn einsleitur
og með stöðuga samsetningu og gæði.
Ekki þarf að vinna vikurinn neitt,
hann er svo hreinn að hægt er að
senda hann óunninn til viðskiptavina.
Þar er hann mulinn og blandað í sem-
ent.
Vitaskuld hefur fjöldi annarra
náma verið kannaður í þessu skyni,
bæði hér á landi og víðar í Evrópu.
Enginn önnur vikurnáma gefur sam-
bærilegan gæðavikur og náman við
Hafursey á Mýrdalssandi. Til dæmis
er Hekluvikur allt öðruvísi og uppfyll-
ir ekki gæðakröfur Evrópustaðals.
Dregur úr losun
Útreikningar á losun gróðurhúsa-
lofttegunda vegna vikurnámsins eru
birtir í tillögu að matsáætlun. Þar seg-
ir að fyrir hvert tonn af vikri sem not-
að er í sement losni 842 kílóum minna
af koltvísýringi en ef sementsklinker
væri notaður. Árleg vinnsla upp á
milljón tonn, eins og fyrirtækið áætl-
ar að verði þegar vinnslan verður
komin í fullan gang, mun því minnka
árlega losun koltvísýrings um 842
milljónir kílóa.
Verðþróun á losunarheimildum í
Evrópu gera það að verkum að vik-
ursementið verður samkeppnishæft
við annað hefðbundnara og óum-
hverfisvænt sement, að því er segir í
tillögu að matsáætlun.
135 ný störf
Fyrstu árin er áætlað að vinna um
200 þúsund tonn af vikri á ári. Vinnsl-
an mun aukast smám saman og þegar
full afköst verða komin, ein milljón
tonn á ári, verður búið að koma upp
miklum búnaði við námuna og við út-
flutningshöfn í Þorlákshöfn.
Gert er ráð fyrir að 135 ný störf
verði til, þegar fullum afköstum er
náð. Þar af verða 20 störf í námunni á
Mýrdalssandi, 105 tengd akstri og
flutningum og 10 við geymslu og út-
flutning í Þorlákshöfn. Ótalin eru af-
leidd störf við þjónustu, til dæmis við
vélar og tæki.
Tillaga að matsáætlun er eitt af
fyrstu skrefum umhverfismats sem
endar með matsskýrslu sem Skipu-
lagsstofnun segir álit sitt á. Áður hafa
verið áform um mikið vikurnám á
þessum stað á Mýrdalssandi og til er
tuttugu ára gamalt umhverfismat. Þá
hefur verið gert ráð fyrir starfsem-
inni í aðalskipulagi í nærri tvo ára-
tugi.
Niðurstaða umhverfismatsins frá
2002 var að það hefði ekki í för með
sér umtalsverð umhverfisáhrif og
féllst Skipulagsstofnun á niðurstöð-
una. SPM hyggst nota sama efnis-
tökusvæði og taka jafn mikið efni en
gera það á styttri tíma.
Kötluvikur stuðlar að minni losun
- Fyrirhugað vikurnám þýsks fyrirtækis á Mýrdalssandi verður umfangsmikið - Áforma útflutning á
milljón tonnum á ári - Notkun vikurs við framleiðslu á sementi dregur stórlega úr losun CO2
Fyrirhugað vikurnám við Hafursey
og útflutningur frá Þorlákshöfn
Færiband
Til Þorlákshafnar
Færiband
Malari
Malari
Hafnarlager
Vikurnáma30 vörubílar í
stöðugum flutn-
ingum til Þorlákshafnar
Efnistökusvæði:
200 milljónir
tonna
115 skip fara árlega til Evrópu og
Ameríku með vikur frá Þorlákshöfn
ef skip sem taka 9.000 tonn verða notuð
Þegar starfsemin hefur náð fullum afköstum
munu skapast allt að
135
störf við námu-
vinnslu, flutninga
og útflutning
Áætlað er að taka
1 milljón tonna á ári og
að náman dugi í 100ár
1.500 metra langt færiband
sem afkastar
150-200 tonnum á klukkustund
250 skip árlega ef
notuð eru minni
skip sem taka 4.000 tonn
Vikurinn verður notaður sem
íblöndunarefni í framleiðslu á sementi
Heimild: Efla verkfræðistofa Ko
rt
ag
ru
nn
ur
:E
fl
a
ve
rk
fr
æ
ði
st
of
a/
La
nd
m
æ
lin
ga
rÍ
sl
an
ds
Fyrirhuguð efnistaka
er austan og suð-
austan við Hafursey,
á svokallaðri Háöldu