Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 20

Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 20
20 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 Unnur Freyja Víðisdóttir unnurfreyja@mbl.is „Miðað við síðasta laugardag má búast við því að það verði ansi þéttsetið hérna inni í dag,“ segir lögreglumaður í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar, sem ekki vill láta nafn síns getið, í sam- tali við Morgunblaðið. Mikil örtröð hefur mynd- ast á álagstímum í töskusal flugstöðvarinnar þar sem fara þarf handvirkt yfir bólusetningarvottorð allra ferðamanna sem hingað koma til lands. Biðraðirnar sem myndast í töskusalnum séu þó ekki skoðun vottorð- anna að kenna enda gangi hún vel fyrir sig, að sögn lögreglu. „Skoðun þessara pappíra hefur ekki verið vandamálið. Það var fullmannað í gær en það er bara ekki pláss fyrir fleiri borð til að geta skoðað fleiri í einu.“ Grettir Gautason, fram- kvæmdastjóri Isavia, segir framgang mála í flugstöðinni ganga vel fyrir sig og að flestir sýni aðstæðum skilning. „Almennt gengur þetta smurt fyrir sig,“ segir hann. „Það koma þó álagstímar sem hafa aðallega verið að lenda á laugardagseft- irmiðdögum, þegar margar flugvélar eru að lenda á sama tíma. Flestir farþegar hafa bara mætt því með skilningi, stóískri ró og þolin- mæði“. Þá segir hann rekstraraðila flugvall- arins sem og flugfélögin hafa reynt að bregð- ast við ástandinu með ýmsum hætti. „Við höfum hvatt fólk til að mæta snemma til að innrita sig í flug og opnum öryggisleitina fyrr svo að fólk geti gert það. Þá veit ég að Ice- landair hefur boðið upp á kvöldinnritanir þannig að fólk sem á flug að morgni til getur mætt kvöldið áður til að innrita sig í flugið.“ Hann tekur undir með lögreglu flugstöðv- arinnar og segir plássleysi ekki hluta af vanda- málinu sem örtröðin á vellinum er. „Á venjulegum ágústdegi 2019 tókum við á móti u.þ.b. 27.000 manns en núna erum við að taka á móti 11.000 manns, þannig byggingin rúmar í sjálfu sér miklu fleiri farþega.“ Þá segir Grettir vel hafa gengið að manna stöður á flugvellinum eftir stórtækar upp- sagnir í upphafi faraldursins. „Í lok sumars 2019 vorum við með rúmlega 1.600 manns í starfi. Það fór lægst í rúmlega 970 í lok árs 2020. Núna erum við með rúmlega 1.200 starfs- menn og hefur okkur tekist að hækka starfs- hlutfall flestra þeirra sem var lækkað í fyrra“. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leifsstöð Allir farþegar sem koma hingað til lands þurfa að fara í gegnum sérstakt eftirlit vegna Covid-19 í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þar sem farið er yfir bólusetningarvottorð þeirra. Innritun Ekki er lengur hægt að innrita sig í flug rafrænt og því mikið álag á starfsfólki sem innritar alla handvirkt. Farþegar Um 11.000 manns fara í gegnum flugstöðina á degi hverjum.Örtröð Á álagstímum hafa myndast raðir í töskusalnum þar sem skoðun bólusetningarvottorða fer fram. „Almennt gengur þetta smurt fyrir sig“ - Laugardagar mesti álagstíminn - Flestir sýni aðstæðum skilning Grettir Gautason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.