Morgunblaðið - 14.08.2021, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fyrir bóluefnin
skiptu skim-
anir sköpum
til þess að viðhalda
opnu samfélagi inn-
anlands og opna
landið aftur til út-
landa. Bóluefnin og hátt hlutfall
bólusettra breyttu því öllu, bæði
innanlands og gagnvart umheim-
inum.
Miðað við reynslu nágranna-
landa á borð við Bretland og
Danmörku - þar sem bólusetning
hefur gengið mjög vel, en ekki í
neinni líkingu við það sem Ís-
lendingar státa af - standast víð-
tækar, almennar takmarkanir
ekki skoðun.
Um liðna helgi virtist ríkis-
stjórn Íslands vera að átta sig á
því, þegar Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra sagði réttilega
að breytt staða kallaði á endur-
mat; hún hlyti að kalla á nýja
nálgun í viðureigninni við veir-
una.
Það er full ástæða til þess að
fagna því að ríkisstjórnin hafi
áttað sig á því að fyrr eða síðar
yrði þjóðin að læra að lifa með
veirunni — líkt og við lifum með
ýmsum smitsjúkdómum öðrum -
og að lífið yrði að halda áfram án
takmarkana um leið og fært væri.
Flest bendir til þess að sá tími sé
núna. Bóluefnin verja okkur að
mestu leyti gegn veikindum og
nær algerlega gegn ótímabærum
dauðdaga. Í krafti þeirra er okk-
ur kleift að lifa með veirunni án
altækra og íþyngjandi
sóttvarnaraðgerða.
Þess vegna olli það verulegum
vonbrigðum að aðeins tveimur
dögum eftir að for-
sætisráðherra boð-
aði hina nýju nálgun,
þá kynnti ríkis-
stjórnin óbreyttar
sóttvarnarráðstaf-
anir í tvær vikur
enn. Eina röksemdin var sú að
tvísýnt þætti að Landspítalinn
réði við aukið álag. Sama dag
sagði forstjóri Landspítalans að
spítalinn stæðist álagið.
En jafnvel þó svo ávinningur
aðgerðanna væri augljós og óum-
deildur, þá er hann ekki út-
gjaldalaus, hvort sem horft er til
hins efnislega eða andlega.
Við þessar aðstæður er það í
engu samræmi við tilefnið þegar
leikskólabörn eru í tugatali send í
sóttkví vegna smits starfsmanns.
Er það verjandi að í framhalds-
skólum séu stúdentsefni næsta
vors að hefja þriðja námsárið
undir takmörkun, sem óhjá-
kvæmlega mun setja varanlegt
mark á menntun þeirra? Er hið
ómarkvissa og kostnaðarsama
hindrunarhlaup farþega á leið til
Íslands til annars vænlegt en að
fæla fólk frá ferðalögum?
Ríkisstjórnin þarf að færa
betri rök fyrir þeirri ákvörðun að
viðhalda sóttvarnartakmörk-
unum og hún þarf að skýra hvað
olli þessum sinnaskiptum á
mánudag.
Það skiptir máli að hún tali
skýrt um það, að aðgerðir hennar
hafi skýr, eðlileg og mælanleg
markmið. Stjórnvöldum ber
ávallt að gæta meðalhófs, en nú
ríður einnig á að ekki sé alið á
óþörfum ótta og að meðölin reyn-
ist ekki skaðlegri en meinið.
Ríkisstjórnin þarf að
færa betri rök fyrir
því að viðhalda sótt-
varnartakmörkunum}
Meinið og meðölin
Umhverfis-
ráðherra og
varaformaður
Vinstri grænna und-
irritaði á dögunum
viljayfirlýsingu um
samstarf við sviss-
nesk stjórnvöld á sviði loftslags-
mála. Í tilkynningu frá umhverf-
isráðuneytinu var haft eftir
ráðherra: „Loftslagsváin er
stóra áskorun samtímans,“ og
bætt við að efla þyrfti nýsköpun
og auka kolefnisbindingu, en
„verkefni ríkja heims sé fyrst og
fremst að draga úr losun“.
Telji menn mikilvægt að draga
úr losun vegna loftslagsmála, þá
er óhjákvæmilegt að horft sé til
þeirra mála á heimsvísu. Og sé
loftslagsváin stóra verkefni sam-
tímans, eins og umhverfis-
ráðherra orðar það, þá hlýtur að
verða að skoða mál í því ljósi.
Þess vegna kom á óvart að
ráðherrann skyldi, í samtali við
Hringbraut, lýsa þeirri afstöðu
sinni að hálendisþjóðgarður væri
„eitt helsta framlag okkar til
náttúruverndar í heiminum“. Nú
kann að vera að hann geri þarna
greinarmun á náttúruvernd og
loftslagsmálum en
þegar kemur að um-
ræðum um frum-
varp ráðherrans um
hálendisþjóðgarð,
sem fékkst ekki af-
greitt, þá tengjast
þessi mál óhjákvæmilega. Það
gengur ekki upp að segja á sama
tíma að helsta verkefni ríkja
heims sé að draga úr losun og að
geri eigi allt hálendi Íslands að
þjóðgarði og hindra með því
fjölda virkjanakosta.
Eitt helsta framlag Íslendinga
til þess að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda var að
nýta jarðhitann til að hita upp
hús og síðar að framleiða raf-
magn. Annað sams konar fram-
lag er að nýta þá hreinu orku
sem felst í fallvötnunum til að
framleiða rafmagn. Þeir sem
segja útblástur gróðurhúsa-
lofttegunda helsta vandamál
heimsins geta varla á sama tíma
stuðlað að því að orkufrekur iðn-
aður flytjist til Kína eða annarra
ríkja með sams konar orkufram-
leiðslu. Það verður ekki bæði
haldið og sleppt í þessu frekar en
öðru.
Eru yfirlýstar
áhyggjur af
„loftslagsvánni“
orðum auknar?}
Á að halda og sleppa í senn?
Þ
ing var rofið í vikunni og með því
hófst í raun kosningabaráttan fyrir
alþingiskosningarnar þann 25.
september. Þær munu marka nýtt
upphaf, annað hvort endurnýjað
umboð sitjandi ríkisstjórnar eða færa þjóðinni
nýja.
Fleiri flokkar en áður munu bjóða fram.
Aukinn áhugi fólks á stjórnmálaþátttöku er
gleðilegur, enda eiga frambjóðendur það sam-
eiginlegt að vilja bæta samfélagið. Við höfum
ólíkar skoðanir á leiðum og aðgerðum, en tak-
mark okkar allra er að vinna til góðs.
Í upphafi kjörtímabilsins setti ríkisstjórnin
sér metnaðarfull markmið. Þau hafa meira og
minna náðst, hvort sem horft er til mýkri eða
harðari mála. Kerfisbreytingar hafa orðið í
mikilvægum málaflokkum og ekki síður löngu
tímabærar viðhorfsbreytingar. Málaflokkar Framsókn-
arráðherranna hafa blómstrað á kjörtímabilinu og með
umhyggju fyrir fólki í farteskinu hefur tekist að efna svo
til öll loforð okkar úr stjórnarsáttmálanum. Kjör og lífs-
gæði námsmanna hafa stórbreyst til batnaðar, menntuð-
um kennurum hefur fjölgað, réttindi og starfsþróun-
armöguleikar auknir og samstarf stjórnvalda við lykilfólk í
skólakerfinu aukist. Jafnvægi milli bók- og verknáms hef-
ur stóraukist, háskólar hafa verið opnaðir fyrir iðnmennt-
uðum og grundvallarbreyting hefur orðið í viðhorfum til
starfs- og tæknináms. Hola íslenskra fræða er nú hús,
fjárveitingar í lista- og menningarsjóði hafa stóraukist,
bókaútgáfa stendur í blóma vegna opinbers stuðnings við
útgáfu bóka á íslensku og íslensk kvikmyndagerð hefur
verið sett á viðeigandi stall, með skýrri stefnu og mark-
vissum aðgerðum. Við höfum skapað spenn-
andi umgjörð fyrir sviðslistir með nýjum lög-
um, tryggt betri fjármögnun framhalds- og
háskóla, sett lög um lýðskóla, stækkað bóka-
safnssjóð rithöfunda, undirbúið menningarhús
um allt land og framkvæmdir af ýmsum toga –
nýjar skólabyggingar fyrir list-, verk- og bók-
nám, þjóðarleikvanga í íþróttum o.fl. Við höf-
um staðið vörð um skólastarf á tímum heims-
faraldurs og stutt markvisst við íþrótta- og
menningarfélög, svo þau komi standandi út úr
kófinu.
Afrekalistinn er sambærilegur í öðrum
ráðuneytum Framsóknarflokksins – þar sem
réttindi barna hafa t.d. fengið fordæmalausa
athygli og margvíslegar kerfisbreytingar hafa
skilað frábærum árangri og réttarbótum. For-
eldraorlof hefur verið lengt, nýjar húsnæðis-
lausnir kynntar til leiks og félagslega kerfið eflt. Í sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu hefur ráðherra
leyst úr flóknum málum, komið langþráðum samgöngu-
bótum til leiðar stuðlað að auknu jafnræði milli lands-
byggðar og SV-hornsins, t.d. með Loftbrúnni svonefndu.
Efndir kosningaloforða er besta vísbendingin sem kjós-
endur geta fengið um framtíðina. Á þessu kjörtímabili hef-
ur Framsóknarflokkurinn vökvað samfélagið með góðri
samvinnu við aðra, opnum hug og hófsemd. Við höfum
sýnt kjark í verki og samfélagið hefur notið góðs af. Við
viljum halda áfram okkar góða starfi, í samvinnu við hvern
þann sem deilir með okkur sýninni um gott samfélag.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Að efna loforð
Mennta- og menningarmálaráðherra og
þingmaður Framsóknarflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
F
lest ofbeldisbrot og hótanir
um ofbeldi gegn almenn-
um opinberum starfs-
mönnum beinast að
starfsfólki í heilbrigðis- og fé-
lagsþjónustu.
Það vakti athygli þegar fram
kom í samskiptum Tryggingastofn-
unar við umboðsmann Alþingis að
stofnunin hefði ákveðið að hætta að
birta nöfn starfsmanna í bréfum
vegna afgreiðslu mála, til að vernda
starfsfólk sem ítrekað hafi verið hót-
að og áreitt í kjölfar ákvarðana.
Þetta taldi umboðsmaður raunar
stangast á við góða stjórnsýslu.
Ákveðin réttarvernd í lögum
Ljóst er að starfsfólk sem er í
framlínu stofnana ríkis og sveitarfé-
laga verður iðulega fyrir hótunum
og jafnvel ofbeldi vegna starfa sinna.
Stéttarfélög opinberra starfsmanna
reka ekki hótunar- eða ofbeldismál
fyrir dómstólum fyrir hönd félags-
manna sinna. Litið er svo á að við-
komandi stofnanir eigi að gæta
hagsmuna þeirra með því að kæra
málin til lögreglu enda er opinberum
starfsmönnum tryggð ákveðin rétt-
arvernd með ákvæði í hegningar-
lögum. Þar er kveðið á um að hver sá
sem ræðst með ofbeldi eða hótunum
um ofbeldi á opinberan starfsmann
við skyldustörf eða út af starfi hans
skuli sæta fangelsi allt að sex árum.
Forystumenn og starfsmenn
stéttarfélaganna heyra þó af slíkum
málum í samskiptum við trúnaðar-
menn á vinnustöðum og félagsmenn.
Starfsfólkið er að sinna miserfiðum
viðskiptavinum og jafnvel skjólstæð-
ingum í heilbrigðis- og félagsþjón-
ustukerfinu sem ekki getur borið
ábyrgð á gerðum sínum. Nefna má
geðdeildir og bráðadeildir spítala,
sambýli og fangelsi sem dæmi.
Ótaldir eru lögreglumenn en flestar
kærur vegna ofbeldis eru vegna
þeirra. Starfsfólk Útlendingastofn-
unar, barnaverndar, Trygginga-
stofnunar, ýmissa kærunefnda og
Skattsins fá einnig hótanir og ljótar
athugasemdir.
Júlíana Guðmundsdóttir, lög-
fræðingur hjá Stéttarfélagi lögfræð-
inga, telur að samskiptin séu að
verða persónulegri en áður var. Þar
komi samfélagsmiðlar við sögu.
Starfsfólk stofnana sem þarf starfs
síns vegna að taka ákvarðanir og
skrifa undir bréf og úrskurði geti
orðið fyrir því að fá nöfn sín birt á
samfélagsmiðlum með skítkasti.
Sumir þurfi að afskrá sig úr símaskrá
til að verja heimili sín. Hún leggur
áherslu á að þetta sé starfsfólk að
vinna vinnuna sína, ekki að taka per-
sónulegar ákvarðanir, og eigi erfitt
með að verja sig gegn slíkum árás-
um.
Algengt í heilbrigðisþjónustu
Embætti héraðssaksóknara
rannsakar brot gegn valdstjórninni.
Frá árinu 2016, þegar embættið tók
við þessum málum, hefur 81 mál
komið upp, samkvæmt lauslegri taln-
ingu hjá embættinu. Brot gegn lög-
reglumönnum eru höfð sér og ekki
talin hér með. Flest ofbeldismálin
eru gegn heilbrigðisstarfsmönnum,
18 samtals frá 2016. Þeir verða jafn-
framt oftast fyrir hótunum um of-
beldi, 11 sinnum. Starfsfólk í fé-
lagsþjónustu hefur 5 sinnum orðið
fyrir ofbeldi og verið hótað ofbeldi
10 sinnum til viðbótar. Talsvert er
um hótanir gagnvart starfsfólki
„annarra stofnana“, eins og sjá má á
meðfylgjandi töflu, en þar fellur
Tryggingastofnun undir ásamt fleiri
stofnunum.
Ekki liggja fyrir tölur um fjölda
ákæra eða sakfellinga vegna um-
ræddra kæra.
Starfsfólk er beitt
ofbeldi og því hótað
Morgunblaðið/Eggert
Mótmæli Lögreglumenn og starfsfólk Útlendingastofnunar eru meðal
þeirra opinberu starfsmanna sem verða fyrir hótunum og ofbeldi.
Brotgegnvaldstjórn-
inni 2016-2021*
Ofbeldi Hótun
Heilbrigðisstarfsm. 18 11
Félagsþjónustustarfsm. 5 10
Dómskerfið 0 6
Fangaverðir 7 7
Skólastarfsmenn 3 3
Annað** 1 10
Alls 81
**Ýmsar stofnanir s.s.Tryggingastofnun, innheimutst.
sveitarfélaga o.fl. Heimild: Héraðssaksóknari
*Til 1. ágúst 2021
Hugverkastofnun hefur ákveðið
að láta starfsmenn undirrita er-
indi sem stofnunin sendir frá
sér. Það er gert í kjölfar álits
umboðsmanns Alþingis þar sem
fram kemur að Tryggingastofun
beri að tilgreina nöfn þeirra
starfsmanna sem koma að
ákvörðunum. Fram kemur í til-
kynningu Hugverkastofnunar af
þessu tilefni að fyrir nokkru
hafi verið ákveðið að hætta að
tilgreina nöfn starfsmanna í er-
indum og ákvörðunum. Um
breytinguna er vísað til rök-
semda sem fram koma í áliti
umboðsmanns Alþingis.
Starfsmenn
undirriti
HUGVERKASTOFNUN