Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
Að undanförnu hefur
Haukur Ágústsson
fyrrverandi kennari
oftsinnis birt greinar á
þessum vettvangi sem
vakið hafa mig til um-
hugsunar. Það á ekki
síst við um þá síðustu:
„Er þetta gleymt?“
(Mbl. 6.8. 2021) Þar tjá-
ir Haukur sig um lofts-
lagsmál og rifjar í því
sambandi upp umræður og aðgerðir
sem uppi voru um 1970 vegna þess
framtíðarvanda sem þá var talinn
steðja að mannkyni og fólst ekki síst í
sýn manna á mannfjöldaþróun og
fæðuöryggi komandi kynslóða. Í end-
urliti sínu virðist Haukur hnjóta um
og hnýta í tvennt.
Viðhorfsbreyting eðlileg
Annað fótakefli Hauks er að um
þetta leyti var algengt að gengið væri
út frá að mannkyn hefði aðeins fáein
ár til að koma í veg fyrir útrýmingu
ýmissa dýrategunda og að við værum
þá þegar jafnvel orðin of sein til að
koma í veg fyrir hungursneyð á
heimsvísu. Hitt er að fyrir um 50 ár-
um töldu ýmsir vísindamenn að að-
steðjandi loftslagsbreytingar mundu
felast í kólnun jarðar og nýrri ísöld.
Nú þegar hefur reynslan vissulega
sýnt að svörtustu spár gengu sem
betur fer ekki eftir. Aftur á móti
stendur þó líklega óhaggað að hefðu
þessar raddir ekki heyrst og ekkert
verið að gert síðan í byrjun 8. áratug-
arins hefðum við hugsanlega misst af
lestinni og orðið of sein. Barátta vís-
indafólks og í framhaldinu aðgerðas-
inna hægði vissulega á þróuninni.
Vánni sem varað var við hefur þó
engan veginn verið afstýrt.
Í endurliti sínu virðist Hauki sjást
yfir aðalatriði máls og festast í smáat-
riðum. Það sem er athyglisvert er að
þegar á sjöunda áratug liðinnar aldar
var fræði- og baráttufólk tekið að
vekja athygli á ógn sem byggi í fram-
tíðinni og fælist í meng-
un, loftslagsbreytingum,
hungursneyð og fækkun
tegunda. Sú framtíðar-
sýn sem Haukur kallar
dómsdagsspár óx fram
vegna rannsókna sem
beindust m.a. að notkun
skordýraeiturs og tilbú-
ins áburðar í landbúnaði
og mengun af völdum
iðnaðar og útblásturs.
Eins og ávallt túlkaði
fólk niðurstöður sínar í
ljósi ríkjandi þekkingar, heims-
myndar, viðhorfa og viðmiða (e. para-
digm). Í því ljósi lá beinast við að ætla
að ógnin fælist í kólnun. Niðurstöð-
urnar voru líka svo nýstárlegar og
sláandi að eðlilegt var að fólk teldi að
skammt væri í ögurstund. Síðar óx
þekkingin og viðhorfsbreyting (e.
paradigm shift) varð í loftslagsvís-
indum. Slík hvörf eru einmitt eitt af
því sem fleytir þekkingaröflun fram
og teljast því fremur til styrkleika en
veikleika í fræðunum.
Áhrif Covid-19
Síðar í grein sinni undrast Haukur
yfir að umræðan um loftslagsvána
hafi vikið meðan harðasti Covid-19-
faraldurinn stóð yfir en sé nú farin að
gera vart við sig aftur. Ekki veit ég
hvers vegna Haukur furðar sig á
þessu.
Heimsfaraldur á borð við þann sem
við glímum við nú er vissulega áþreif-
anlegur bráðavandi sem skiljanlegt
er að einoki umræðuna meðan hann
stendur sem hæst. Loftslagsváin er
auðvitað annars eðlis og umræða um
hana því dæmd til að víkja um stund.
Þó gerir Haukur að mínu áliti of mik-
ið úr því að loftslagsumræðan hafi
þagnað í kófinu. Allan tímann hef ég
a.m.k. heyrt rætt um áhrif faraldurs-
ins með tilliti til loftslagsmálanna og
hvort við viljum í sameiningu nota
þau tækifæri sem faraldurinn hefur
skapað til að breyta um stefnu t.d. í
útblástursmálum.
Ábyrg umræða?
Raunar virðist grein Hauks skrifuð
í furðu mikilli einangrun. Hann virð-
ist a.m.k. ekki hafa hugleitt hvernig
standi á stórauknum veðurfarsöfgum
og beinum afleiðingum þeirra sem
koma fram í mannskæðum stór-
flóðum og gróðureldum sem ætla má
að hafi staðið yfir einmitt um það leyti
sem hann skrifaði grein sína. Eftir
lestur hennar finnst mér standa upp á
hann og skoðanasystkini hans að
skýra fyrir okkur hinum hvernig á
þessum hörmungum stendur. – Þó
ekki væri nema vegna allra þeirra
sem misst hafa aleiguna af þessum
sökum síðustu vikur og mánuði.
Haukur Ágústsson kallar eftir
grundaðri umræðu og varar við upp-
hrópunum. Mér finnst hann megi þó
líta í eigin barm. Hann kallar þau sem
halda fram öndverðum málstað við
hans heimsendaspámenn, vápostula
og sértrúarmenn. Eru þetta ekki
upphrópanir? Það er þó verra að
hann virðist ganga út frá að loftslags-
umræðan sé knúin áfram af pólitísk-
um hvötum ef ekki eftirsókn eftir
frama og fé. Slíkar aðdróttanir koma
þó ekki á óvart. Einmitt með þessum
hætti var fyrstu kynslóð vísinda- og
baráttufólks í náttúruverndar- og
loftslagsmálum mætt. Það var ekki
gert á lágværum og lævísum nótum
eins og Haukur gerir heldur af fullri
hörku. Það er raunar ótrúlegt hve
mörg úr þeirra hópi létu lífið fyrir
málstaðinn þótt vissulega féllu þau
fyrir eigin hendi.
Kynlegur málflutningur
Eftir Hjalta
Hugason
»Hann virðist ekki
hafa hugleitt hvern-
ig standi á auknum
veðurfarsöfgum og
afleiðingum þeirra
sem koma fram í mann-
skæðum stórflóðum
og gróðureldum
Hjalti Hugason
Höfundur er guðfræðiprófessor.
hhugason@hi.is
Nú eru komnir um
18 mánuðir síðan Co-
vid-19 nam hér land. Í
byrjun var okkur sagt
að þetta væri drepsótt
mikil sem myndi taka
fjöldann allan af lífum.
Á tímabili var heitasta
umræðan um skort
innanlands á líkpokum.
Búið var til þríeyki sem
átti að leiða þjóðina í
gegnum þennan skelfilega tíma, allt
átti að vera uppi á borðinu og allir
áttu að hlýða Víði og syngja með Þór-
ólfi og Ölmu … klappa fyrir heilbrigð-
isstarfsfólki sem allt í einu var svo
gríðarlega mikilvægt. Samvistir okk-
ar elsta fólks við ættingja og vini voru
bannaðar; börn fengu ekki að leika
við börn úr öðrum árgöngum, send
heim í fjarnám; fjöldinn allur flosnaði
upp úr námi; engin gleði leyfð. Í búðir
var öruggast að mæta með latex-
hanska og grímu, en reyndar bara
eftir að Þórólfur skipti um skoðun
varðandi grímurnar.
Þegar til kastanna kom var það
heilbrigðiskerfið sjálft sem lagði
flesta að velli. Sorgleg staðreynd.
Bólutíð rann á Íslendinga; þeir áttu
bara að halda sig í sinni bubblu og
umgangast sem fæsta til að lifa af!
En bjargvætturinn, hlutabréfaböð-
ullinn Kári Stef., hann skaffaði sýna-
tökupinna þegar þeir voru eftirsóttari
en gull; reddaði öndunarvélum sem
reyndar enginn kunni á, sem breytti
litlu þar sem þær hafa enn ekki verið
notaðar. Og hvað fékk Kári í staðinn?
Jú, lífsýni úr langflestum Íslending-
um sem í raun fáir vita hvað verður
um og auðvitað var hann hafinn upp í
guðatölu rétt eins og
fálkaorðuskreytta þrí-
eykið! Allir voru búnir að
gleyma þeim Kára sem
hirti aleiguna af stórum
hópi Íslendinga fyrir
nokkrum árum, það
skiptir engu, hann er svo
klár. Auðvitað skiptir
engu þótt hann sé í vinnu
hjá einum stærsta bólu-
efnaframleiðandanum,
áfram eru tekin drottn-
ingarviðtöl við þennan
sölumann dauðans því jú,
þau skapa smelli hjá hinum gríðar-
lega vönduðu íslensku fjölmiðlum.
Sami Kári sagði í byrjun að eðli
veirunnar væri að stökkbreytast og
verða meira smitandi en hættuminni,
en það var þá.
Í byrjun stóð til að bólusetja við-
kvæma hópa og framlínustarfsmenn,
þá átti okkur hinum að vera óhætt að
skríða út úr bólunni, en skyndilega
var planið breytt; efnið skyldi í alla.
Þórólfur lofaði þjóðinni hjarðónæmi
eftir að 60-70% hennar yrðu bólusett
með sulli sem hrært var saman á inn-
an við ári af lyfjarisum sem bera svo
akkúrat enga ábyrgð á afleiðingum
sullsins.
Svandís gerði auðvitað samning
um kaup á 1,4 milljónum skammta af
þeim, leynilegan, en samt átti allt að
vera uppi á borðinu!
Eftir að stór hluti þjóðarinnar sást
á hlaupum í Sprautuhöllina til að fá
töframeðali dælt í sig, við undirleik
annaðhvort sinfó eða rapp-dj í beinni
útsendingu hjá hinum ótrúlega vel
vakandi fjölmiðlum, þá átti allt að
breytast, allt átti að opnast, lífið átti
að verða eins og það var eða betra.
Pakkið sem ekki vildi þiggja þessa
stórkostlegu lífsins gjöf varð annars
flokks, helst vildi töfralæknirinn í
Vatnsmýrinni senda það til Gríms-
eyjar svo hinir bólusettu gætu lifað
sínu góða lífi. Og bara síðast fyrir
nokkrum dögum ítrekaði hann þessa
skoðun sína.
En hvað svo? Skyndilega er Land-
spítalinn kominn á hættustig – stund-
um vegna Covid og stundum vegna
uppsafnaðs vanda! Ef örfáir sjúkling-
ar valda því að Landspítalinn fer á
hættustig, hvað gerist þá ef stórslys
verður? Loka þeir þá bara? Og hvað
um öll dauðsföllin sem orðið hafa eftir
frestun mikilvægra aðgerða meðan á
hættustiginu stendur? Hvað eru þau
mörg?
Þegar þetta er skrifað er hærra
hlutfall af bólusettum en óbólusettum
inniliggjandi, tilkynntar aukaverk-
anir efnanna vel á þriðja þúsund,
margar alvarlegar og 27 dauðsföll.
Hvað gerir þetta svokallaða bóluefni
fyrir okkur og af hverju í ósköpunum
á að fara að dæla því í saklaus börn?
Er ekki kominn tími á að hinir
leynilegu samningar við lyfjarisana
verði gerðir opinberir?
Er ekki kominn tími til að lifa eðli-
legu lífi með þessari flensu, óttalaus
með fólkinu okkar, ekki sundruð,
heilaþvegin af hagsmunaaðilum,
hrædd og hlýðin?
Covid-19-21
Eftir Brynleif
Siglaugsson
Brynleifur Siglaugsson
»Ef örfáir sjúklingar
valda því að Land-
spítalinn fer á hættu-
stig, hvað gerist þá ef
stórslys verður? Loka
þeir þá bara?
Höfundur er áhugamaður um
frelsi.
Umræða um bygg-
ingarreglugerð hér á
landi er í hálfgerðu
skötulíki. Stjórnvöld
eru stöðugt að þyngja
lög og reglugerðir í
samráði við hags-
munaaðila sem veldur
stöðugt auknum bygg-
ingarkostnaði ásamt
því að vera allt of
ströng, langt umfram
meðalhóf þótt sé miðað við íslenskar
aðstæður. Ég starfaði um nokkra
ára skeið í Noregi sem bygginga-
fulltrúi. Nánar tiltekið hjá sveitarfé-
lagi og við önnur ýmis verkefni. Um-
hverfi byggingariðnaðarins í Noregi
og Norðurlöndum er mér nokkuð
kunnugt. Nefni ég hér smá dæmi.
Að byggja eigið hús í Noregi er tölu-
vert einfaldara en hérlendis, menn
undirrita ábyrgðaryfirlýsingu fá sér
rafvirkja og pípulagningamann sem
eru viðurkenndir. Teikningar eru
einfaldar og skilað að öllu jöfnu á
einu á litlu A4-blaði. Ekki er um
flókin skipulagsferli að ræða eða
seinvirk afskipti opinberra aðila.
Menn geta breytt, byggt við, sett lít-
ið aukahús á lóð og skipt eignum sín-
um með einföldum tilkynningum.
Þegar menn byggja til að selja er
ferlið öðruvísi, en alls ekki flókið eða
seinvirkt. Byggingarreglugerð er þó
enn mun einfaldari í Svíþjóð og Dan-
mörku en í Noregi. Nú víkur sög-
unni til Íslands. Byggingaraðilar
þurfa að ráða marga aðila að bygg-
ingunni. A.m.k. fjóra meistara,
hönnunarstjóra, hönn-
uði, byggingarstjóra,
auk gríðarlegs magns
af teikningum og skrán-
ingartöflum. Tafir á
byrjunarreit og í ferlinu
geta orðið umtals-
verðar. Jafnvel vegna
rangra eða smásmugu-
legra athugasemda við
hönnun eða oft vegna
sérskoðana bygginga-
fulltrúa. Afgreiðsla
smávægilegar breyt-
ingar tefjast oft í vikur eða mánuði,
dæmi er um ár. Það hefur sýnt sig að
þetta flókna umhverfi eykur ekki
gæði framkvæmda. Gæði nýrra
bygginga hér á landi er langt fyrir
neðan meðallag vestrænna þjóða.
Nefna má nýleg dæmi um byggingar
sem voru hannaðar og byggðar að
viðurkenndum aðilum með fullkom-
inn gæðakerfi. Þessar byggingar eru
nánast ónýtar. OECD hefur metið
kostnað vegna of flókins umhverfis
og hann er umtalsverður. Með hæfi-
legri einföldun eru þetta 500 til 1000
íbúðir á ári hverju. Spurt er að lok-
um hvaða flokkar eru líklegir til að
breyta þessu?
Byggingakostnaður
Eftir Björgvin
Víglundsson
Björgvin Víglundsson
» Byggingakostnaður
er allt of hár hér á
landi. Nauðsynlegt er að
einfalda regluverkið
með markvissum hætti.
Höfundur er verkfræðingur.
verkefnaleit@gmail.com
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn
grein“ er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn
í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu
notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar-
hringinn.
Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma
569-1100 frá kl. 8-18.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS