Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 ✝ Unnur Jóns- dóttir fæddist á Akureyri 27. október 1918. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð 26. júlí 2021. Foreldrar henn- ar voru Jón Ólafur Stefánsson Vopni verkamaður, f. 28.11. 1884, d. 18.12. 1984, og Anna Salóme Jónsdóttir hús- móðir, f. 6.3. 1893, d. 5.12. 1970. Systur Unnar: Elsa, f. 16.6. 1916, d. 2.8. 1953. Maki Guðlaugur Marteinsson. Þeirra synir Geir, Skúli og Jón. Marta, Sigurlaug, Júlíus, Bára, Hilma Fanney, Ingvar, Kolbrún og Jóna. Fósturdóttir Unnar, dótt- ir Kristínar Huldar, er Unnur Huld Sævarsdóttir Vopna, f. 27.5. 1963. Feður hennar Sæv- ar Líndal Jónsson og Sigurður Lúðvík Þorgeirsson. Börn Unn- ar Huldar eru Leó, Egill Kári, Ellen Huld Alexandra og Eiður Sölvi. Unnur var verkakona á Gefjun, Heklu og Niðursuðu- verksmiðju Kristjáns Jóns- sonar. Hún var í sumarvinnu í Borgarnesi og vann í síld á Siglufirði og Raufarhöfn. Hún hélt heimili með foreldrum sín- um og annaðist þau til þeirra dánardags. Unnur var jarðsungin frá Akureyrarkirkju 13. ágúst 2021. Útförin fór fram í kyrr- þey að ósk hinnar látnu. f. 20.1 1920, d. 31.7. 2009. Fyrri maki Hörður Har- aldsson. Þeirra dætur Anna Dóra og Kristín Huld. Maki Eðvarð Sig- urgeirsson. Þeirra börn Egill og Elsa Friðrika. Ásta, f. 24.11. 1926, d. 21.7. 2005. Maki Grímur Jónsson. Þeirra sonur Gunnar. Hálf- systir Unnar, samfeðra: Ólöf Kristín, f. 4.9. 1904, d. 3.9. 1998. Maki Jónas Gunnlaugs- son. Þeirra börn Þórhalla, Jó- hanna Júlíana, Arnmundur, Elsku Unnur frænka. Orðið frænka nær ekki utan um allt sem þú gerðir og veittir fólkinu þínu, með skilyrðis- lausri ást, umhyggju og vænt- umþykju. Verndarengill er það sem þú varst og ert fyrir okkur. Alltaf hógvær, teinrétt í baki, vel til höfð og tignarleg. Þú tókst mér eins og ég er, dæmdir mig aldrei og tókst alltaf á móti mér með hlýja faðminum þínum. Það var ein- stakt að geta leitað til þín með öll sín vandamál, allt frá strákamálum yfir í hverju ég ætti að klæðast á lokaballinu og hvað ég ætti nú að læra næst. Á seinni árum varstu þó vissu- lega farin að velta því fyrir þér hvort þetta nám tæki nú aldrei enda. Því skal líka haldið til haga að ég hef allt mitt líf sótt nám í Húsmæðraskóla Unnar og Ömmu, þar sem ég sat ein í bekk og fékk inngöngu um þriggja ára aldur. Þaðan út- skrifaðist ég, samkvæmt Unni, með hæstu einkunn. Ég er þér svo þakklát fyrir að hafa tekið á móti mér og veitt mér rými til þess að vera ég sjálf. Litli, brúni sófinn var alltaf minn ef ég þarfnaðist hans. Mikið sem mér þykir vænt um öll okkar gistipartí í Lindasíðunni og ó hvað það var kósí þegar þú kallaðir mig til þín og bauðst mér að kúra und- ir hlýju sænginni þinni. Það var ekkert betra en að fá að vera unglingur hjá þér enda var skilningur og þolinmæði eitt- hvað sem þig skorti aldrei. Unnur hvatti mig alltaf til þess að læra og vera samvisku- söm í mínu. „Áhugi og vilji“ sagði hún, „er allt sem þarf og þá mun ekkert standa í vegi ykkar“. Þegar hugsað er til þín stendur upp úr þakklæti til þín og fyrir öll þau samtöl sem við áttum, þar sem þú leyfðir okk- ur að endurupplifa minningar og ævintýri þín í gegnum skemmtilegar frásagnir. Ótal stundir við eldhúsborðið að spila rommý og tala um daginn og veginn. Þrátt fyrir mikinn aldursmun og sannarlega mik- inn mun á lífsreynslu var alltaf hægt að leita til þín og eiga við þig einlægt spjall um öll heims- ins mál. Þú varst alltaf til stað- ar, tilbúin að vernda, hlusta og umfram allt gefa góð ráð. Alltaf til í að hlusta og heyra hvað á daga okkar hafði drifið upp á síðkastið, þuldir svo upp fyrir okkur allt sem var að gerast í fréttum og hver stóð sig best í síðasta handboltalandsleik. Það er gæfa okkar að hafa átt þig að og haft þig í okkar lífi, því að þú varst og ert sann- arlega einstök manneskja og vera. Vera sem minnti okkur á að lífið er dýrmætt, erfitt og fallegt og að það er okkar skylda að njóta þess með þín gildi að leiðarljósi; ást, um- hyggju og heiðarleika. Svo skrítin tilfinning sem um mig fer. Nú farin ertu frá mér nýjan veg. Hann tekur á mót þér hinumegin við. Veginn mun vísa þér, þér við hlið. Í annan heim hann fylgir þér. Á vængjum tveim vísa þér. Það eitt mun ylja mér að vita af þér. Fylgir mér hvert sem er í hjarta mér. Láttu mig vita ef ég get hjálpað þér. Og vinda sendu mér hvar sem er. (Birgitta Haukdal) Heiðurinn er okkar, ánægjan er okkar og gleðin er svo sann- arlega okkar. Hlátur þinn, ást og vinátta mun aldrei hverfa okkur úr minni, hann lifir með okkur að eilífu því kærleikurinn fellur aldrei úr gildi, „jájá“. Ellen Huld og Finnbogi Rútur. Afrekaskrá Unnar frænku rataði aldrei á forsíður dag- blaðanna. Þá birtust hvorki myndir af henni framan á mest seldu glanstímaritum landsins né var hennar nokkurn tímann getið á vinsælum samfélags- miðlum. Samt afrekaði hún svo margt og mikið. Á síðustu tím- um, þegar nægir að vera bara einhvers staðar staddur, klæð- ast fölgrænu eða karrígulu eða vera jafnvel bara að hugsa um að gera eitthvað til að eftir sé tekið, vill gleymast að enn er til fólk, sem afrekar eða afrek- aði eitthvað sem skipti máli. Já, þegar feitustu fyrirsagnir dagsins í dag eins og „Fanney Bára var heima hjá sér um helgina“, „Þröstur fékk sér jakka“ eða „Hildur Gló er að hugsa um að kaupa sér sam- festing í stíl við stígvélin“ tröllríða daglegri umræðu og hvergi er spornað við er hætta á því að við fjarlægjumst smám saman öll eðlileg viðmið og stöndum einn daginn eftir ber- skjölduð efst á verðlaunapall- inum við fagnaðarlæti fjöldans … án þess í raun og veru að hafa afrekað nokkurn skapaðan hlut. Já, á tímum græðgi, ótak- markaðrar athyglissýki og sjálfsdýrkunar er okkur hollt að velta fyrir okkur andstæð- um þeirrar ógleði, nefnilega hógværð, látleysi, góðvild og gjafmildi. Enga hef ég þekkt sem höfðu þá mannkosti til að bera umfram móðursystur mína, Unni frænku, nema ef væru kumpánar tveir úr sömu sveit, pabbi og föðurbróðir minn, Jón. Takmarkalaus til- litssemi, virðing og væntum- þykja einkenndu þau öll og þetta yfirburðafólk náði sann- arlega eyrum manns með lít- illæti sínu, hógværð og hljóðri framsetningu mikilvægra sann- inda, langt umfram þá sem hærra höfðu. Þeir bræður kvöddu fyrir margt löngu, en Unnur frænka lét sig hafa það, að ná 102 ára aldri án þess að blása úr nös og lengst af við hestaheilsu. Hún kvaddi hinn 26. júlí síðastliðinn södd lífdaga. Unnur var mikil efnakona, reyndar ekki af ver- aldlegum auði, heldur auðgaðist hún svo um munaði á gjafmildi sinni og góðmennsku, sem ávöxtuðust með árunum til ómældra verðmæta. Önnur auð- æfi voru takmörkuð alla tíð. Umhyggja hennar öðrum til handa lýsti sér svo best í því hvernig hún annaðist lengst af foreldra sína og lét sig til dæm- is ekki muna um að hlúa að afa heima í Gránufélagsgötu allt til dauðadags, en hann dó liðlega 100 ára. Þá gekk hún systra- börnum sínum, Stínu og Skúla, í móðurstað og ól upp sem sín eigin, að ógleymdri Unni Huld, dóttur Stínu, sem alla tíð naut sérstakrar umhyggju hennar og væntumþykju. Unnur Huld átti ríkulega eftir að endurgjalda fóstru sinni þessa ómældu ást með natni og einstakri nær- færni í allri umönnun og þá ekki síst þegar árin færðust yf- ir. Eins og geta má nærri er þessi pistill skrifaður í óþökk Unnar frænku, því hrós og þakkir vildi hún aldrei þiggja af öðrum þrátt fyrir að vera sjálf óspör á að reiða hvort tveggja fram öðrum til handa. Bað mig blessaðan að skrifa alls ekki minningarorð um sig, hún hefði hvort eð er … „aldrei afrekað neitt sem skipti máli“. Blessuð sé minning Unnar frænku. Hér eftir bakar þessi einstaka kærleikskona sólskin- sterturnar og soðbrauðið á himnum. Egill Eðvarðsson. Unnur Jónsdóttir ✝ Tordis Annie Kristjánsson (áður Leirvik) fæddist 20. apríl 1934 í Øyheim, Þrændalögum, Noregi. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 30. júlí 2021. For- eldrar hennar voru Einar og Bergljót Leirvik. Hún var önnur þriggja systk- ina, elst er Maren Trondsen og yngstur Harald Leirvik. Eftirlifandi eiginmaður Tor- dísar er Magnús Kristjánsson, f. 19. september 1938. Börn þeirra eru: 1) Einar, f. 27. des- ember 1958, eiginkona Birna Viðarsdóttir. Sonur þeirra er Haukur, f 16. október 1989, sambýliskona Anna Kristín Guðnadóttir, sonur þeirra er Baltasar Þór. 2) Róbert, f. 7. febrúar 1960, eiginkona Ása Sigurdís Haraldsdóttir. Börn þeirra eru Haraldur, f. 12. Annie Mist, f. 18. september 1989, sambýlismaður Frederik Ægidius. Barn þeirra Freyja Mist. Tordis ólst upp í Øyheim, þaðan fór hún í framhaldsnám í húsmæðraskóla, síðar hóf hún störf sem kokkur við bændaskólann í Þrændalögum (Skjetlenjordbrukskole). Þar kynntist hún lífsförunaut sín- um, Magnúsi, sem var nem- andi í skólanum. Þau fluttu til Íslands 1958. Fyrsta árið bjuggu þau á Norður-Hvoli í Mýrdal. Vorið 1959 fluttu þau til Víkur í Mýrdal og bjuggu þar æ síðan. Fyrstu hjúskap- arárin var Tordis húsmóðir en sinnti meðfram því ýmsum hlutastörfum og tók ætíð virk- an þátt í kvenfélaginu í Vík, þar sem hún var gerð að heið- ursfélaga á síðasta ári. Hún starfaði til margra ára á prjónastofunni Kötlu í Vík, en síðustu starfsárin vann hún á leikskólanum í Vík. Tordis var mikill náttúruunnandi og aðal- áhugamál þeirra hjóna var að dvelja löngum stundum á ferðalögum innanlands, sér- staklega um hálendi Íslands. Útför Tordisar fer fram frá Víkurkirkju í dag, 14. ágúst 2021, klukkan 13. október 1993, sambýliskona Sif Snorradóttir. Berglind, f. 10. mars 1999, sam- býlismaður Arnór Hugi Sigurðarson. Barn frá fyrra sambandi Magnús, f. 19. september 1980, eiginkona Guðrún Andrea Borgarsdóttir. Barn þeirra Breki Rafn. Barn Magnúsar frá fyrra sambandi Máney Líf, stjúpdóttir Alex- andra Líf, sambýlismaður Nikulás Smári. 3) Þórir, f. 19. júlí 1964, eiginkona Agnes Viðarsdóttir. Börn þeirra Kol- beinn Viðar, f. 5. október 1983, eiginkona Svanhvít Hekla Ólafsdóttir. Börn þeirra Aníta Nótt og Númi Týr. Svanur, f. 8. maí 1987, sam- býliskona Tinna Bjarnadóttir. Börn Svans frá fyrra sam- bandi Jökull Hrafn og Ugla Rán, stjúpdóttir Salka Cécile. Elsku amma. Gleði, kærleikur og húmor. Þetta eru orð sem koma strax í hugann þegar maður hugsar um ömmu í Vík. Að alast upp í Vík með ömmu og afa í næstu götu var alveg ómetanlegt. Alveg frá því við hitt- umst í fyrsta sinn tók hún mér opnum örmum með ást og hlýju, alveg eins og ég væri hennar eigin. Fyrir lítinn strák að koma inn í nýja fjölskyldu og fá eins góðar móttökur og ég fékk er ekki sjálf- gefið og er ég henni alveg gífur- lega þakklátur. Þegar maður fer að hugsa til baka koma upp góðar minningar. Allar heimsóknirnar á Mýrar- brautina, skúffukaka, ótal ferða- lög í Grænalón og víðar á Bronco og Trölla, gistinætur, útilegur, spilakvöld, utanlandsferðir o.fl. o.fl. Þegar ég var krakki áttum við amma okkar sameiginlega áhuga- mál, að spila kana. Amma gaf sér oft tíma til að spila þegar maður kíkti í heimsókn og endaði spila- mennskan með því að hún tók mig með sér á spilakvöld í Leikskálum þar sem spiluð var félagsvist til verðlauna. Keppnisskap mitt varð mér sennilega oftar en ekki að falli á þessum spilakvöldum, en mér tókst þó ásamt ömmu í eitt sinn að vinna til verðlauna. Þetta var þessi flotti kökudiskur sem ég hafði lítið að gera við 10 ára gamall. Amma sagðist geyma diskinn fyrir mig þar til ég myndi fara að búa. Viti menn. Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð og flutti inn, kom amma með kökudiskinn í innflutn- ingsgjöf. Búin að geyma hann í öll þessi ár. Þennan disk á ég enn í dag og nota við gefin tilefni. Elsku amma. Núna ertu farin frá okkur. Hlátur þinn og minn- ingar munu lifa í hjörtum okkar um ókomna tíð, takk fyrir allar stundirnar okkar saman. Þitt næstelsta barnabarn, Kolbeinn Viðar. Ég labba yfir í leikskólann eins og ég sé að labba heim til ömmu í pössun, þess vegna var sko aldrei erfitt að fara í leikskólann. Amma í Vík var amma allra. Húsið hjá ömmu var samkomustaður allra þeirra sem vildu nýjustu fréttirn- ar í bænum enda var alltaf hægt að fá gott að drekka og kökur með kaffinu. Amma var með besta slúðrið og besta húmorinn. Þegar amma hló þá hlógu allir. Ég mun sakna þess að hlæja með þér. Enginn hafði þolinmæði eins og þú fyrir einu spili í viðbót, ég varð alltaf að fá eitt í viðbót eins og mesti spilafíkill. Kani var spil fjöl- skyldunnar en Mattís var spilið okkar. Ég mun sakna þess að spila Mattís með þér. Þú elskaðir útilegur og varst alltaf tilbúin að taka okkur systk- inin með þér. Þú sýndir mér svo margt, sagðir sögur, tíndir ber og bjóst til sultur. Grænalón var stað- urinn okkar. Ég gleymi aldrei fiskisúpunni þinni sem var alltaf gerð í Grænalóni. Nei, mér fannst hún ekki góð ha ha en við áttum alltaf að smakka og veistu hvað? Ég mun sakna fiskisúpunnar í Grænalóni. Ég var úti að keppa þegar þú fórst frá okkur. Ég veit þú varst að fylgjast með, ég veit að þú varst stolt af mér, ég veit að þú komst strax til mín. Ég gerði það sem ég gat og það var vegna þess að þú varst með mér. Þín sonardóttir og nafna, Annie Mist Þórisdóttir. Elsku amma. Það er ómetanlegt að eiga allar þær minningar sem orðið hafa til á ævinni með yndislegri ömmu. Kósýkvöldin, útilegurnar, veiði- og fjallaferðirnar og morgunmat- ur í rúmið standa mér efst í huga þegar hugsað er til baka. Strax frá fyrsta degi fékk ég að koma með í útilegur, fjalla- og veiðiferðir og varst þú þá iðulega búin að baka uppáhalds skúffu- kökuna mína til að hafa með. Spilakvöldin í Trölla (húsbílnum) mun ég aldrei gleyma og alltaf var tími til að taka eitt spil í viðbót fyr- ir svefninn. Það sem einkenndi öll ferðalög með þér var gleðin og húmorinn. Alltaf var stutt í hlátur og grín, sem einkenndi einmitt síðustu ut- anlandsferðina sem við fórum í saman til Noregs 2018 að heim- sækja Maren og Harald systkini þín. Sjaldan höfum við hlegið jafn mikið á einni helgi eins og við gerðum þá. Ég var svo lánsamur að fá að eyða stórum hluta æsku minnar á heimili ömmu minnar. Hlýjan og umhyggjan sem þú gafst mér varð til þess að ég vildi helst hvergi annars staðar vera og leitaðist ég við að eyða öllum skólafríum, jóla- og áramótum með þér. Ekki er hægt að hugsa sér betri morgna en að vakna upp með þér í stóra rúminu með kringlótta bakkann og morgunmat í rúmið. Þín verður sárt saknað elsku amma en minningarnar munu lifa að eilífu. Þinn Svanur. Það er áskorun að setja niður afmarkaðan fjölda minningarorða um konu sem hægt væri að skrifa heila bók um og jafnvel ein bók dygði ekki til. Konu sem var ómissandi hluti af tilverunni og óf þéttan og sterkan streng beint inn að hjartarótum manns með nær- veru sinni, hjartagæsku, örlæti, gestrisni, leiftrandi kímnigáfu og djúpu innsæi í líf og tilfinningar annarra. Þannig kona var Tordis Annie Kristjánsson. Vinskapur okkar við þau hjón, Magnús og Tordisi, nær marga áratugi aftur í tímann þegar Sig- urður, þá nýskriðinn yfir tvítugt, bjó tímabundið í Vík. Honum varð fljótt vel til vina við syni þeirra þrjá og var tekið opnum örmum af fjölskyldunni allri. Innan tíðar var hann orðinn heimagangur hjá þeim hjónum og aldrei bar skugga á þá miklu vinsemd og góðu sam- verustundir sem þau kynni höfðu í för með sér. Þegar Guðrún kom til sögunnar mætti henni sama vel- vildin hjá þeim hjónum og alltaf var jafn notalegt að koma heim til þeirra. Margt var brallað og oftar en ekki tengdist það vélknúnum fara- tækjum og lengri eða styttri ferð- um á þeim. Veiðar, hálendisferðir, berjamór, matarveislur, útilegur, spilakvöld, hlátrasköll og skemmti- og draugasögur fléttast saman í óþrjótandi minninga- banka, þar sem Tordis var hrókur alls fagnaðar. Ferðirnar upp í Grænalón eru ógleymanlegar og ekki síst að sitja með henni fyrir utan húsið þar efra, þegar kvöld- kyrrðin færðist yfir og sólarlagið og fjöllin endurspegluðust í vatns- fletinum. Hún gat verið einstak- lega orðheppin og snaggaraleg í tilsvörum og gerði óspart grín að sjálfri sér og öðrum en hollusta hennar og tryggð við þá sem henni þótti vænt um fór ekki fram hjá neinum. Hún naut þess mjög að hafa fólk í kringum sig og fylgdist vel með daglegu lífi og afrekum sinna nánustu. Hún hafði þann einstaka eiginleika að laða fólk á öllum aldri að sér og það var unun að fylgjast með sambandi þeirra hjóna við nærfjölskylduna, ekki síst barnabörn og barnabarna- börn. Það var áskorun þegar heils- unni fór að hraka því Tordis var sterk og stolt kona en það var aðdáunarvert að verða vitni að hvernig þau hjón komu heimili sínu og hlutum þannig fyrir að hún gat verið heima og tekið þátt í ferðalögum næstum fram á síð- asta dag. Með djúpu þakklæti, kærleika og söknuði þökkum við fyrir samfylgdina, kæra Tordis, um leið og við sendum Magnúsi og fjölskyldunni allri okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um einstaka konu lifir. Sigurður og Guðrún. Tordis Annie Kristjánsson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 86.11 biblian.is Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.