Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hvorki lærir né þroskast af markmiðum sem er of létt að ná. Mundu að þú uppskerð eins og þú sáir. 20. apríl - 20. maí + Naut Það getur komið sér vel að vera gæddur hæfilegum skammti af þrjósku þegar allir vilja kasta ábyrgðinni yfir á þig. Allt er undir því komið hvaða viðhorf þú hefur til hlutanna. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ert friðsæl/l og í góðu jafn- vægi og hefur því góð áhrif á alla í kring- um þig. Láttu þess vegna ekkert koma þér á óvart í dag. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú ert alltaf til í áskorun og ert því glaður að frétta að nánasta framtíð ber í skauti sér flækjur og öfga. Búðu þig undir harða samkeppni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Veittu því athygli hvað góðvild fólksins í kring um þig skiptir þig miklu máli. Mundu að kurteisi kostar ekki neitt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þetta er góður dagur til að líta inn á við og reyna að skilja sjálfa/n þig betur, því að óvæntar uppákomur í sjónmáli. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það er ósköp notalegt að finna það að aðrir geta glaðst yfir velgengni manns. Leggðu áherslu á jákvætt hug- arfar. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Frestaðu öllum fram- kvæmdum meðan þú ert að gera þínum nánustu grein fyrir því hvað það sem þú raunverulega vilt. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú ert upptekinn af þörfum annarra. En seinna tekur þetta fólk þátt í verki með þér og vinsamlegheitin verða endurgoldin. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þér finnst dagskráin fram- undan alls ekki spennandi, reyndu samt sem áður að halda þínu striki. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það er gott að hafa stjórn á öllum hlutum en nauðsynlegt að vita hve- nær maður á að sleppa hendinni af öðr- um. Farðu varlega í samskiptum þínum við vini og vandamenn. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Finnist þér eitthvað vera að vaxa þér yfir höfuð er enn meiri ástæða til að spýta í lófana og taka málin í sínar hend- ur. bændum með skógrækt. Árið 2008 stofnaði hún fyrirtækið Sælusápur, sem var frumkvöðlafyrirtæki á sviði sápugerðar. Hún fékk hvatning- arverðlaun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga 2016 fyrir vandaða upp- byggingu framleiðslufyrirtækis sem eykur verðmæti hráefna á svæðinu. Sápurnar eru vinsælar hjá bæði heimamönnum og ekki síður ferða- mönnum og reksturinn gekk vel. „Svo þegar konur nálgast miðjan ald- ur leggjast þær í nám, og það gerði ég og lauk meistaragráðu frá Land- búnaðarháskóla Íslands í skógrækt árið 2018 með áherslu á sauðfjárbeit í ræktuðum lerkiskógi. Þá var ég búin að reka sápufyrirtækið í 10 ár og vildi landi 1999-2000. „Ég kynntist ekki manninum mínum, Einari, fyrr en um aldamótin eftir að ég var komin út á vinnumarkaðinn, en hann var verktaki hjá Landgræðslunni og bóndi í Lóni í Kelduhverfi, fæddur þar og uppalinn.“ Guðríður flutti í Lón vorið 2000. „Mér fannst þetta óttalega afskekkt, svona eins og Reykvíkingum finnst um Selfoss. En það er alveg ofboðslega fallegt hérna og við hjónin rekum hér rúm- lega 500 kinda sauðfjárbú sem ég hef starfað við samhliða öðrum störfum.“ Guðríður var svæðisstjóri Norður- landsskóga í Þingeyjarsýslum 2000- 2008 þar sem hún var að ráðleggja G uðríður Baldvinsdóttir fæddist 14. ágúst 1971 á Akureyri og ólst upp í Engihlíð í Köldu-Kinn. Hún gekk í Hafralækj- arskóla í Aðaldal og Stórutjarn- arskóla í Ljósavatnsskarði. Guðríður fékk snemma mikinn íþróttaáhuga. „Það var mikill áhugi á íþróttum í sveitinni og alltaf haldnar íþrótta- æfingar á sumrin og manni fannst rosalega gaman að fara og hitta aðra krakka, enda virkilega góður félags- skapur. Svo fór manni að ganga vel og þá fannst manni enn þá skemmti- legra að æfa.“ Guðríður æfði frjálsar íþróttir á unglingsárunum og hún á enn þá héraðsmet HSÞ í spjótkasti, og það met verður aldrei slegið, þar sem ekki er lengur keppt með sams konar spjóti! Guðríður fór til Akureyrar í menntaskólann á náttúrufræðibraut. „Það var mjög gaman á heimavistinni og skemmtilegt samfélag, enda krakkar víða frá landinu og oft sveitakrakkar eins og ég.“ Íþrótt- irnar fóru smám saman til hliðar enda var Guðríður komin í vinnu. „Já, þegar ég hætti að fá frí um helgar til að fara á mót, þá svona datt þetta upp fyrir. Það var heldur óvinsælt á Edduhótelunum að sama fólkið fengi alltaf helgarfríin.“ Þegar hún útskrifaðist úr MA 1991 fór hún í ár í Lýðháskóla sænsku bændasamtakanna í Sånga-Säby í Ekerö í Svíþjóð. „Á þessum tíma var íslenskum námsmönnum boðið upp á ársdvöl í þessum skóla og við fórum tvö frá Íslandi og þetta var virkilega skemmtilegur tími.“ Frá Svíþjóð fór hún heim og gerði stutt stopp í Há- skóla Íslands í líffræði, en ákvað að fara frekar til Noregs þar sem hún fór í Landbúnaðarháskólann í Ås og útskrifaðist sem skógfræðingur, can- d.agric. árið 1999. „Það var mjög gaman þarna og bæði bóklegt og verklegt nám. Við vorum t.d. send út í skóg með vélsög til að saga kannski 25 metra há tré. Það voru svolítið mikið stærri tré en ég var vön að heiman.“ Þegar heim var komið fór Guð- ríður að vinna sem héraðsfulltrúi Landgræðslunnar á Norðaustur- athuga hvort ég ætti aftur að fara í skógræktargeirann. Það vantar líka svo mikið af rannsóknum á þessu sviði og í verkefni mínu komst ég að því að kindurnar snertu eiginlega ekki lerkið í skóginum, á meðan þær átu birkið nánast upp til agna. En það er ómetanlegt að vera sinn eigin herra og hélt ég mig við minn eigin rekstur eftir námið.“ Árið 2019 seldi Guðríður Sælusáp- ur og stofnaði fyrirtækið Mórúnir. „Ég nota jurtir úr náttúrunni til að lita íslenskt ullarband, sem er endur- vakning á gömlu handverki og nátt- úruleg framleiðsluaðferð. Þegar ég gerði sápuna var ég alltaf að nota tólg í sápurnar, og núna er ég að nota Guðríður Baldvinsdóttir, frumkvöðull, rithöfundur og bóndi – 50 ára Lón í Kelduhverfi Það er gífurleg náttúrufegurð á bænum eins og sést á þessari mynd sem tekin er með dróna. Á met sem aldrei verður slegið Mórúnir Guðríður notar jurtir til að lita ís- lenskt ullarband í fyrirtæki sínu Mórúnum. Sveitastelpan Guðríður hefur mikinn áhuga á að nýta afurðir í nærumhverfinu til framleiðslu og halda við gömlu handverki. Til hamingju með daginn 30 ÁRA María fæddist og ólst upp í Árbænum í Reykjavík. Eftir að hún út- skrifaðist úr MH 2011 fór hún í heimsreisu í fimm ár. „Ég var au-pair í Dubai í eitt ár og fannst það fínt, því lífið í Sameinuðu furstadæmunum er líkara en margir myndu halda. Ég mátti t.d. alveg vera hvar sem er í lestinni, þótt það væri líka aukapláss bara fyrir konur.“ Ekki lét María þó staðar numið þar heldur fór til Indlands sem hún er mjög hrifin af, Taí- lands, Noregs, Ítalíu m.a. og svo hefur hún verið mikið í London. Eftir fimm ára flakk um heiminn kom hún til Íslands og byrjaði í hjúkrunarfræði, en var ekki alveg nógu ánægð. „Vorið 2017 var ég mjög óviss um hvað ég ætti að taka mér fyrir hendur, en fór í inntökupróf í læknanám í Slóvakíu og var komin í námið þremur mánuðum seinna, eiginlega alveg óvart.“ Núna er hún á 5. ári í náminu og er mjög ánægð. Hún segir námið fara að mestu fram á ensku, en þó taki hún kúrsa í slóvak- ísku því hún þarf að geta rætt við skjólstæðinga á spítalanum á þeirra tungu- máli. „Það er góð aðstaða, þótt húsnæðið sé reyndar lélegt, en öll tæki og tól eru mjög fín.“ Það hafði staðið til að María yrði á Fulham leik í London á afmælisdaginn, en hún varð að sleppa því út af Covid. „Mitt helsta áhugamál er Fulham og ferða- lög og ég hef farið víða á Fulham leiki. Ég held við séum þrjú sem erum hörð- ustu stuðningsmenn liðsins hérlendis og ég mun pottþétt sitja við sjónvarpið á eftir og horfa á leikinn.“ María Kjartansdóttir HEIMILI ENSKA BOLTANS Á VEFNUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.