Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 41

Morgunblaðið - 14.08.2021, Page 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021 Enska úrvalsdeildin fór aftur af stað í gær með leik ný- liða Brentford og Arsenal. Mér líkar strax betur við þetta tímabil en það síðasta og ástæðan er einföld; stuðningsmenn! Að sjá troðfulla velli aftur er stórkostlegt fyrir bæði augu og eyru. Það var eitthvað sem vant- aði á síðustu leiktíð. Leikurinn fallegi er alls ekki sá sami án stuðningsmanna. Tæknimenn víða reyndu hvað þeir gátu að láta útsend- ingar hljóma sem best og láta áhorfandanum líða eins og stuðningsmenn væru viðstaddir, en það varð stundum hlægilegt. Það gerðist oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að einhver ýtti óvart á „skora mark“ takk- ann og allt varð vitlaust í útsend- ingunni, en staðan áfram 0:0. Staðreyndin er sú að það getur ekkert komið í staðinn fyrir stuðningsmenn. Liðið sem undir- ritaður heldur með lék í deild þeirra bestu í fyrsta skipti í sex- tán ár á síðustu leiktíð og stóð sig með miklum ágætum. Það var því frekar sorglegt að stuðn- ingsmenn, sem höfðu mætt á hvern einasta leik í B- og C-deild, gátu ekki horft á liðið í deild þeirra bestu. Englendingarnir eru búnir að opna allt saman, troðfullir vellir og hvaðeina. Á meðan er- um við enn þá með okkar 200 manna takmark. Ég öfunda Eng- lendingana auðvitað smá. Að lokum fagna ég því inni- lega að dómararnir í ensku úr- valsdeildinni ætli að nýta VAR, myndbandsdómgæslu, á öðru- vísi hátt. Mörk verða ekki lengur dæmd af því einhver framherji gleymdi að klippa á sér tánegl- urnar fyrir leik eða vogaði sér að vera með handarkrikann einum millimetra fyrir innan. Það eru gleðifréttir. BAKVÖRÐUR Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is KÖRFUBOLTI Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Ísland vann í gærkvöldi afar sann- færandi 91:70-sigur á Danmörku í öðrum leik liðsins í forkeppni heims- meistaramóts karla í körfubolta 2023. Leikið var í Podgorica, höfuð- borg Svartfjallalands. Með sigrinum kom Ísland sér í kjörstöðu í baráttunni um að komast á næsta stig keppninnar, því tvö efstu liðin í þriggja liða riðli fara áfram. Danir gætu því þurft að vinna Ísland með meira en 21 stigi í seinni leik liðanna til að eiga einhvern möguleika á að fara áfram á kostnað íslenska liðsins. Ísland lagði grunninn að sigrinum fyrir utan þriggja stiga línuna, þar sem liðið var óstöðvandi. Á tímabili í öðrum leikhluta hafði Ísland hitt úr ellefu þriggja stiga skotum og aðeins einu tveggja stiga skoti, sem hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet. Danir lögðu mikla áherslu á að stöðva Tryggva Snæ Hlinason undir körfunni. Í hvert skipti sem boltinn fór nálægt Tryggva voru tveir varn- armenn mættir á hann og fyrir vikið opnaðist fyrir útileikmenn Íslands sem áttu flestir góðan dag. Elvar langbestur Enginn komst þó með tærnar þar sem Elvar Már Friðriksson var með hælana. Njarðvíkingurinn átti lík- lega sinn besta landsleik, en hann hefur blómstrað í fjarveru sterkra leikmanna á borð við Martin Her- mannsson, Jón Axel Guðmundsson og Hauk Helga Pálsson. Elvar bauð upp á skotsýningu og setti hverja stórkostlegu þriggja stiga körfuna ofan í um miðbik leiks- ins, er Ísland byggði upp forskot sem Danir voru aldrei líklegir til að vinna upp. Elvar endaði með 30 stig, 75 pró- senta nýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna, fimm stoðsendingar og fimm fráköst að auki. Elvar hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er orðinn einn besti körfuknattleiks- maður Íslands í dag. Hvergi veikan blett að finna Hörður Axel Vilhjálmsson átti ekki sinn besta dag fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hitti úr sinni fyrstu tilraun fyrir utan en ekki næstu átta. Hann átti þrátt fyr- ir það sinn þátt í sigrinum. Hörður skoraði ellefu stig, tók níu fráköst og var alltaf traustur á boltanum. Ólaf- ur Ólafsson nýtti tækifærið vel í byrjunarliðinu, Kári Jónsson átti flotta spretti og Tryggvi Snær tók mikið til sín. Þá komu þeir Ægir Þór Steinarsson, Kristófer Acox og Sig- tryggur Arnar Björnsson með mik- inn kraft og mikilvæg stig af bekkn- um. Hvergi var veikan blett að finna hjá íslenska liðinu. Ljósmynd/FIBA Magnaður Elvar Már Friðriksson átti stórleik í sigrinum á Dönum í gær. Íslendingar skutu Dani í kaf - Sannfærandi sigur og staðan orðin góð - Elvar Már bauð upp á sýningu Íslenska U19 ára landslið karla í handbolta vann sinn fyrsta leik á Evrópumótinu í Króatíu í gær er liðið fór illa með Ítalíu, 30:17. Ís- lenska liðið er því með einn sigur og eitt tap eftir tvo leiki á mótinu en Ísland tapaði fyrir Slóveníu í fyrsta leik. Íslenska liðið náði snemma for- skoti gegn ítalska liðinu. Adam Thorstensen varði vel í markinu og Ítalía skoraði aðeins fjögur mörk á fyrstu 20 mínútunum. Staðan í hálf- leik var 12:8, Íslandi í vil. Ísland bætti í forskotið hægt og örugglega í seinni hálfleik og þegar hann var hálfnaður var munurinn orðin sex mörk, 20:14. Ísland hélt áfram að bæta í og vann að lokum þrettán marka sigur. Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Íslandi með sex mörk, Þorsteinn Leó Gunnarsson gerði fimm og þeir Benedikt Gunnar Óskarsson og Kristófer Máni Jón- asson gerðu fjögur mörk hvor. Adam Thorstensen varði 17 skot í markinu. Ísland mætir Serbíu í þriðja leik á sunnudaginn kemur. Ísland ekki í vandræðum með Ítalíu Adam Thorstensen Í SMÁRANUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Spennan er dottin úr baráttunni um Íslandsmeistaratitil kvenna í knatt- spyrnu þetta sumarið eftir viðureign toppliðanna Breiðabliks og Vals. Eftir 1:0-sigur á Kópavogsvelli eru Valskonur með pálmann í hönd- unum og sjö stiga forskot á Breiða- blik. Einungis þrjár umferðir eru eftir og því getur Breiðablik í besta falli fengið níu stig til viðbótar. Úrslitin í gær voru ekki í nokkr- um takti við leiki liðsins fyrr í sum- ar. Breiðablik vann fyrri leikinn í deildinni á Hlíðarenda 7:3 og í Smáranum í bikarnum 4:3. Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk í tveim- ur leikjum gegn Breiðabliki hlýtur að hafa verið viss sigur fyrir Söndru markvörð og varnarmennina að halda markinu hreinu gegn Breiða- bliki. Markaskorið var ekki í takti við fyrri leikina tvo, en ef til vill voru úr- slitin í gær í takti við gengi liðanna að undanförnu. Valsliðið hefur sótt í sig veðrið og náð stöðugleika en lið Breiðabliks hefur ekki verið eins sannfærandi. Reyndar kom jöfn- unarmark Þórs/KA gegn Breiðabliki á dögunum á elleftu stundu en telur jafn mikið og önnur mörk. Eftir þau úrslit var forskot Vals orðið fjögur stig og sú staða setti mikla pressu á lið Breiðabliks fyrir leikinn í gær. Leikmenn liðsins virkuðu yfir- spenntir sem sást til dæmis á því að meiri ró vantaði til að spila boltanum á milli leikmanna. Meira bar á óþol- inmæði og löngum sendingum. Breiðabliksliðið náði sér aldrei al- mennilega á strik miðað við getuna sem í því býr en leikmenn liðsins reyndu þó eins og þeir gátu þar til flautað var af. Valsliðið óð svo sem ekkert í dauðafærum heldur, en liðið var bara í annarri stöðu. Eftir að hafa komist yfir 1:0 snemma þá myndaðist ekki mikil pressa á Vals- konur að skora fleiri mörk. Úr takti við fyrri leikina - Íslandsmeistaratitillinn blasir við Val eftir 1:0-sigur á Kópavogsvelli í gær - Valur tók forystuna snemma og hélt henni - Sjö stiga forskot á toppnum Morgunblaðið/Unnur Karen Í Smáranum Selma Sól Magnúsdóttir og Ásdís Karen Halldórsdóttir. BREIÐABLIK – VALUR 0:1 0:1 Málfríður Anna Eiríksdóttir 12. MM Ída Marín Hermannsdóttir (Val) M Heiðdís Lillýjardóttir (Breiðabliki) Karítas Tómasdóttir (Breiðabliki) Agla María Albertsdóttir (Bbliki) Sandra Sigurðardóttir (Val) Elísa Viðarsdóttir (Val) Málfríður Anna Eiríksdóttir (Val) Mist Edvardsdóttir (Val) Mary Alice Vignola (Val) Dóra María Lárusdóttir (Val) Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson – 7. Áhorfendur: 616. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, við- töl og grein um leikinn – sjá mbl.is/ sport/fotbolti. Nýliðar Brentford fara afar vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í fót- bolta því liðið gerði sér lítið fyrir og vann 2:0-heimasigur gegn Arsenal í upphafsleik deildarinnar í gær- kvöldi. Brentford er í efstu deild í fyrsta skipti frá árinu 1947 og liðið hélt vel upp á tilefnið. Sergi Canós kom Brentford yfir með góðu skoti úr teignum á 22. mínútu og Daninn Christian Nörgaard skoraði annað eftir að varnarmenn Arsenal lentu í vandræðum eftir langt innkast á 73. mínútu og þar við sat. Arsenal lá fyrir nýliðunum AFP Fögnuður Leikmenn Brentford fagna marki í glæsilegum sigri. Þróttur úr Reykjavík er fimm stig- um frá Selfossi og öruggu sæti í Lengjudeild karla í fótbolta, 1. deild, eftir leiki gærkvöldsins. Selfoss vann dramatískan 3:2- sigur á Grindavík á heimavelli. Gary Martin skoraði tvisvar fyrir Selfoss og Sigurður Bjartur Halls- son tvisvar fyrir Grindavík áður en varamaðurinn Þór Llorens Þórð- arson skoraði sigurmarkið á loka- mínútunni. Þróttur tapaði fyrir Gróttu á heimavelli. Gabríel Hrannar Eyj- ólfsson skoraði bæði mörk Gróttu. Þróttarar í vondum málum Ljósmynd/Guðmundur Karl Gleði Þór Llorens Þórðarson fagn- ar sigurmarki sínu í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.