Morgunblaðið - 14.08.2021, Qupperneq 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 2021
malbikstodin.is | 864 1220 | Flugumýri 26 | Mosfellsbær
VIÐ ERUMSÉRFRÆÐINGAR Í
MALBIKUN
Malbikunarframkvæmdir eru okkar sérsvið. Við tökum að
okkur malbikun á bílastæðum, stígum, götum, vegum og hvar
sem þarf að malbika. Við tryggjum fyrirtaks þjónustu sem
svarar ýtrustu gæða- og öryggiskröfum. Hafðu samband.
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
El Seed er nafn sem ekki allir
þekkja en engu að síður er um að
ræða heimsfrægan vegglistamann.
Hann ferðaðist hér á landi síðast-
liðna viku og
skildi eftir sig
listaverk á horni
Sandholts bak-
arís við Lauga-
veg, vitaskuld
með leyfi eiganda
staðarins.
El Seed fædd-
ist í Frakklandi
en á rætur að
rekja til Túnis. Í
listsköpun sinni blandar hann sam-
an áhrifum úr arabískri skrautritun
og veggjalist eða, eins og það er
alla jafnan kallað, graffi. Í samtali
við blaðamann segist El Seed þó
ekki skilgreina sig sem skrautritara
eða „graffara“, hans stíll sé sam-
bland af hvoru tveggja og það sé
hans sérkenni.
Ræturnar í skrautritun
„Rætur stílsins eru vissulega
skrautritun en ég tel mig þó ekki
vera skrautritara. Í arabískri
skrautritun þarf maður að læra það
af þaullærðum „meistara“ í skraut-
ritun, sem lærði af öðrum slíkum,
sú var ekki raunin hjá mér,“ segir
El Seed.
Hann segist hafa byrjað að læra
arabísku og kynnt sér skrautrit-
unarformið í kjölfar þess að hann
ákvað að reyna að tengjast tún-
iskum rótum sínum betur. Hann
segist þó síðar hafa áttað sig á því
að væri hann ekki hálf-franskur þá
væri hann ekki að gera það sem
hann er að gera í dag. „Arabísk
skrautritun brúaði bilið milli þeirra
tveggja menningarheima sem ég
tilheyri og nú nota ég hana til þess
að brúa bil milli fólks, menningar-
heima og kynslóða.“
Skilur eftir sig listaverk
El Seed segist ávallt reyna, hvert
sem hann fer, að skilja eftir sig
brot af list sinni. „Ég reyni ávallt
að skilja eftir mig list, hvert sem ég
ferðast eða dvel, og vanalega reyni
ég þá að tengja verkið við staðinn
eða menningu staðarins. Mögulega
ljóðbút eða tilvitnun úr bók-
menntum.“
Eins og áður segir málaði hann
verk á gafl Sandholts bakarís og
segist hann hafa leitað innblásturs í
íslenskar bókmenntir. Tilvitnun í
Bjart í Sumarhúsum, aðalsögu-
persónu Laxness úr Sjálfstæðu
fólki. „Það er frelsið í landinu sem
við öll sækjumst eftir“ varð fyrir
valinu og ritað með arabísku letri á
gafl hússins.
Spurður að því hvers vegna þessi
tilvitnun hafi orðið fyrir valinu seg-
ir El Seed: „Ég vildi kynna mér
nánar bókmenntasögu Íslands og
rakst á Laxness og bókmenntir
hans. Bókmenntir Laxness þekkja
allir Íslendingar og það er það sem
ég var að leita eftir. Eitthvað sem
brúar bilið milli kynslóða.“
Fólk og samskipti innblástur
Innblásturinn segist hann nær
ávallt finna í fólkinu sem býr á
þeim stöðum sem hann skapar sína
list. Vissulega snerti hann stundum
á stöku málefnum í listinni, en
mannlega hliðin veitir honum
mestu andagiftina. „Það er mér af-
ar mikilvægt, sama hvar ég er, að
tengjast fólkinu á staðnum. Inn-
blásturinn kemur frá fólkinu því
mannleg samskipti eru ávallt mögn-
uð og með samskiptum getur mað-
ur safnað augnablikum. En ég lít á
mig sem safnara augnablika,“ segir
El Seed, býsna spekingslega, að
lokum.Fallegt El Seed að störfum á efri mynd og á hinni neðri er verkið tilbúið.
Brúar bilið milli menningar-
heima og kynslóða
- El Seed blandar saman arabískri skrautritun og graffi - Vann verk á gafl
hússins sem hýsir Sandholt við Laugaveg - Tilvitnun úr Sjálfstæðu fólki
El Seed
Rebekka Blöndal söngkona kemur
fram á níundu tónleikum sumar-
djasstónleikaraðar veitingahússins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu í
dag kl. 15 og fara þeir fram utan-
dyra, á Jómfrúartorgi. Rebekka
kemur fram með hljómsveit og
hana skipa Ásgeir Ásgeirsson á gít-
ar, Sigurður Flosason á saxófón,
Sigmar Þór Matthíasson á kontra-
bassa og Einar Scheving á tromm-
ur. Munu þau flytja fjölbreytta efn-
isskrá og þá meðal annars lög af
væntanlegri EP-plötu Rebekku og
lög af nýlegri plötu Sigurðar, í
bland við blús- og djassstandarda.
Aðgangur er ókeypis.
Rebekka Blöndal
á Jómfrúnni
Hæfileikarík Rebekka Blöndal er djass-
og blússöngkona og alveg svakalega góð í
Yatzy, að því er fram kemur í tilkynningu.
Aðdáendur Brit-
ney Spears hafa
fagnað því und-
anfarna tvo daga
að faðir tónlist-
arkonunnar, Ja-
mie, hafi tekið þá
ákvörðun að vera
ekki lengur lög-
ráðamaður dótt-
ur sinnar. Björn-
inn er þó ekki unninn því Jamie
hefur enn ekki stigið til hliðar og
þar að auki stendur til að finna ann-
an lögráðamann, að því fram kemur
í frétt The New York Times. Fjöldi
aðdáenda Britney hefur því skrifað
færslur á samfélagsmiðla þess efnis
að ótímabært sé að fagna frelsi
hennar þar sem það virðist ekki í
sjónmáli. Britney var svipt lögræði
árið 2008 og hafa réttarhöld staðið
yfir í sumar þar sem lögmaður söng-
konunnar hefur sótt það fast að hún
losni undan föður sínum.
Leitað verður að
lögráðamanni
Britney Spears
Holland verður í fókus á Alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF,
sem hefst 30. september og haldin
verður í 18. sinn. Verður sýndur
fjöldi áhugaverðra kvikmynda frá
landinu og eru gestir úr hollenska
kvikmyndageiranum væntanlegir,
munu taka þátt í umræðum á
Bransadögum RIFF og kynna mynd-
irnar sem sýndar verða í Bíó Paradís
og Heima á riff.is, að því er fram
kemur í tilkynningu. Sérstakur hol-
lenskur dagur verður haldinn á
RIFF 3. október og er verið að
leggja lokahönd á dagskrá hátíð-
arinnar í ár sem verður kynnt á
næstu dögum.
Fjölbreytt úrval kvikmynda í
fullri lengd verður á hátíðinni og er
sérstaklega nefnd Benedetta eftir
leikstjórann Paul Verhoeven sem
vakti athygli þegar hún var frum-
sýnd í Cannes fyrr í sumar og þá
meðal annars fyrir djarfar kynlífs-
senur. Af öðrum hollenskum mynd-
um má nefna Do Not Hesitate sem er
nýr spennutryllir og var frumsýnd-
ur á Tribeca-hátíðinni í byrjun sum-
ars; Dramagirl sem hlaut sérstaka
viðurkenningu á Rotterdam-hátíð-
inni fyrr á árinu og Farewell Para-
dise sem fjallar um rík yfirstéttar-
ungmenni í asískri stórborg.
Meðal heimsfrægra leikstjóra sem
koma frá Hollandi á RIFF eru fyrr-
nefndur Verhoeven sem á m.a. að
baki Basic Instinct og RoboCop og
Jan De Bont, leikstjóri Speed.
Nunnusaga Úr Benedettu sem vakti athygli á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar.
Holland í fókus og Verhoeven gestur