Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 48

Morgunblaðið - 14.08.2021, Síða 48
Þorleifur Örn Arnarsson leikstjóri vinnur nú að vinna að uppsetningu á nýju verki sem sett verður á svið í Kass- anum í Þjóðleikhúsinu. Mun Þorleifur þróa þá sýningu með leikhópnum og er þetta í fyrsta sinn sem leikstjór- inn setur upp leikverk á litlu sviði frá því hann sýndi út- skriftarverk sitt, Phycosis 4.48 eftir Söru Kane, í Karls- ruhe í Þýskalandi árið 2009. Í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu segir að persónu- legar sögur þátttakenda séu lagðar til grundvallar í hinu nýja verki og að þátttakendur komi úr ólíkum átt- um og séu með fjölbreyttan bakgrunn. „Við heyrum sögur úr fortíð og nútíð sem hafa sett mark sitt á samtímann. Sögur um fólk á flótta, ofsóknir og áföll, átök menningarheima, kynþátta- hyggju, útskúfun og aðferðir til að lifa af, en líka um fótboltamót á KR-vellinum og grillkvöld í Hafnarfirðinum,“ segir þar og að verkið sé að einhverju leyti byggt á bók Viktors Frankl, Leitinni að tilgangi lífsins. Þorleifur leitar að tilganginum LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 226. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Valur er með sjö stiga forskot á toppnum eftir sigur á Breiðabliki í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu eftir viðureign liðanna á Kópavogsvellinum í gærkvöld. Breiðablik þurfti á sigri að halda til að hleypa spennu í kapphlaupið um titilinn en Valur vann hins vegar 1:0. Þetta markaskor var heldur betur breyting frá fyrri leikjum liðanna í sumar. Einungis þrjár umferðir eru eftir af Íslandsmótinu og sé mið tekið af stöðugri frammistöðu Valsliðsins að undanförnu má segja að hálfgert formsatriði sé fyrir þær að landa sigri. »41 Nánast formsatriði fyrir Val að vinna mótið úr því sem komið er ÍÞRÓTTIR MENNING Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Gönguferðirnar gera mér gott og eru fyrir löngu orðinn ómissandi hluti af tilverunni,“ segir Helga Þor- bergsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Vík í Mýrdal. Tæpast fellur úr dagur í þeirri venju Helgu að ganga á Reynisfjall, sem er vestan við byggðina í vík og gnæfir þar yfir. Frá efstu húsunum í bænum liggur vegur í sneiðingum upp á brún fjalls- ins sem er 240 metra hátt. Vegurinn er snarbrattur og aðeins fær jepp- um, en þess utan frábær göngustíg- ur eins og margir nýta sér; heima- fólk og ferðamenn. Brattasti vegur landsins Þau Helga Þorbergsdóttir og Sig- urgeir Jensson læknir, eiginmaður hennar, fluttu í Víkina fyrir 36 árum og festu þar rætur. Helga segist fljótt hafa gert sér grein fyrir frá- bærum útivistarmöguleikum á staðnum; því að ganga í svartri fjöru við svarrandi brim eða á Reynisfjall. „Í sandfjörunni er notaleg að vera berfætt, en í fjallgöngu þarf góða skó enda er vegurinn grýttur og sagður vera sá brattasti á landinu,“ segir Helga. Ferðirnar á fjallið, það er neðan úr byggð, upp á fjallsbrún og til baka aftur, segir Helga taka um það bil klukkustund. Stundum taki hún þó lengri útgáfur og fari þá fram á syðstu brún fjallsins; hvar er þver- hnípi í sjó fram og Reynisdrangar fyrir fótum fólks. Á þeim slóðum stendur enn hús lóranstöðvarinnar sem þarna var starfrækt forðum daga, en tækjabúnaður hennar var meðal annars notaður til þess að fylgjast með flugumferð á Atlants- hafinu. Hugurinn tæmist „Gönguferðir og príl upp um fjöll og firnindi eru eitt það besta sem ég veit. Nóg súrefni og mér finnst þetta frábær núvitund. Í fjallgöngum fæð- ast oft góðar hugmyndir og stundum tæmist hugurinn líka algjörlega sem er frábært. Fyrir fólk sem er í streitustörfum er nauðsynlegt að geta stundum kúplað sig út og gleymt sér. Í þessum göngum finnst mér líka alveg stórkostlegt að geta horft hér yfir byggðina í Vík og sjá Hjörleifshöfða í fjarska. Á vestan- verðu Reynisfjalli er síðan stórkost- legt að sjá Dyrhólaey, Eyjafjalla- jökul, Vestmannaeyjar og fjöruna sem beint strik jafn langt og augað eygir,“ segir Helga. Sem hjúkrunarfræðingur segist Helga oft hvetja fólk til að stunda hreyfingu, svo mikið geti slíkt gert fyrir heilsu fólks. Í Mýrdalnum hafi einnig verið bryddað upp á ýmsum verkefnum til eflingar lýðheilsu og hafi þau mælst vel fyrir. „Eins og margir byrja ég daginn alltaf gjarn- an á sundi og fer svo síðar á deginum á fjallið, gjarnan með stafi í höndum svo allur líkaminn fái þjálfun. Þetta er alveg ómissandi; endalaus æv- intýri á gönguför,“ segir Helga Þor- bergsdóttir fjallagapur að síðustu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útsýni Þetta er alveg ómissandi; endalaus ævintýri á gönguför,“ segir Helga Þorbergsdóttir. Víkurþorp í baksýn. Fjallgöngurnar finnast mér frábær núvitund - Gengur flesta daga upp á Reynisfjall við Vík í Mýrdal

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.