Morgunblaðið - 16.08.2021, Síða 1

Morgunblaðið - 16.08.2021, Síða 1
M Á N U D A G U R 1 6. Á G Ú S T 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 190. tölublað . 109. árgangur . RÓBERT ÆFIR ÞRETTÁN SINNUM Í VIKU HÖNNUÐU ÚT- SÝNISPALL Á BOLAFJALL KVENFÉLAGS- STÖRFIN SKEMMTILEG EINAR OG SRUTHI 4 STEFANÍA NÍRÆÐ Í DAG 24ÓLYMPÍUMÓT FATLAÐRA 27 Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að Winston Churchill, forsætisráðherra Breta í síðari heimsstyrjöld, heim- sótti landið eftir Atlantshafsfund sinn með Roosevelt Bandaríkja- forseta. Á laugardagsmorgni hinn 16. ágúst 1941 safnaðist talsverður fjöldi fólks saman við Reykjavíkur- höfn. Það hafði enda kvisast út, að von væri á sjálfum Churchill til bæj- arins, þrátt fyrir að bandamenn reyndu með ýmsum ráðum að koma í veg fyrir að það spyrðist út. Í grein Þórs Whitehead, prófessors em- eritus í sagnfræði, um heimsókn Churchills, sem birtist á mbl.is í gær, kemur m.a. fram að þeir hafi lokað fyrir símasamband við Reykjavík vegna heimsóknarinnar. Churchill gekk í land í Reykjavík um ellefuleytið, ásamt fríðu föru- neyti. Þar voru meðal annars How- ard Smith, sendiherra Breta á Ís- landi, og Franklin Roosevelt yngri, sonur forsetans og foringi í sjóher Bandaríkjanna. Í grein Þórs White- head er rakið að Ísland hafi aldrei haft annað eins vægi í heimstaflinu og þarna, þegar ríkisstjórn þessa hlutlausa lands greiddi vísvitandi fyrir þátttöku vesturheimsstórveld- isins í ófriðinum. »6 80 ár frá heim- sókn Churchills - Mikið vægi Íslands í heimstaflinu Heimsókn Winston Churchill við höfnina í Reykjavík árið 1941. Eftir að hafa á undraskömmum tíma náð að sölsa undir sig meirihluta Afganistan streymdu vígamenn talíbana inn í höfuðborg- ina Kabúl á sunnudag. Lítið var um átök og mátti sjá upptökur af talíbönum í forsetahöllinni aðeins nokkrum klukkustundum eftir að fréttist að forsetinn, Ashraf Ghani, hefði flúið land. frá þaki bandaríska sendiráðsins til flugvall- arins í Kabúl en þar ríkti upplausnarástand þegar fjöldi fólks reyndi að komast úr landi. »12, 14 Talsmaður talíbana tjáði BBC að líf og eig- ur landsmanna væru ekki í hættu og að eng- inn þyrfti að óttast hefndaraðgerðir. Á sunnudag mátti sjá herþyrlur ferja fólk AFP Talíbanar ná völdum í Kabúl Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Rétt í þann mund sem kórónuveirufaraldurinn skall á Sví- um af fullum þunga í fyrra tóku Björn Zoëga og samstarfsmenn hans á Karólínska-háskólasjúkra- húsinu í Stokkhólmi á honum stóra sínum og fimmfölduðu fjölda gjör- gæslurýma úr 38 í 180. Á elleftu stundu tókst honum að panta 50 nýjar öndunarvélar frá sænsku fyrirtæki, rétt í þann mund sem pantanir dreif að, úr öllum heims- hornum. Faraldurinn skall á, rúmu hálfu ári eftir að hann tók við spítalan- um en þá var spítalinn í miklum fjárhagskröggum. Til þess að sporna við botnlausum hallarekstri sagði Björn upp 550 skrifstofu- mönnum og u.þ.b. 400 læknum og sjúkraliðum. Frá því að gripið var til þeirra að- gerða hefur sjúkrarúmum á spítalanum verið fjölgað um tæp- an fjórðung og starfsánægja fólks er meiri. Starfsmanna- velta á spítalanum hefur aldrei verið minni. Björn er gestur í Dagmálum, streymisþætti sem aðgengilegur er áskrifendum Morgunblaðsins á mbl.is. Þar segir hann m.a. að full- reynd sé sú nálgun að fjármagna sjúkrahúsrekstur með föstum fjár- framlögum. Tengja verði afköst og gæði þjónustunnar við það sem ríkissjóður reiðir af hendi. Við slík- ar aðstæður hafi stofnanir tilhneig- ingu til þess að hugsa hlutina upp á nýtt, hagræða og einfalda rekst- ur í þágu sjúklinga og starfsfólks. Alvarlegar afleiðingar Hann segir enn ekki ljóst hver dómurinn yfir aðgerðum sænskra yfirvalda vegna kórónuveirunnar verði þegar allt verður gert upp. Dánartíðni þar í landi hafi ekki reynst meiri en í skæðum inflú- ensuárum. Þó séu nú að koma fram alvarlegar afleiðingar af far- aldrinum. Mikið sé um nýgengi krabbameina sem séu í stóraukn- um mæli langt gengin. Það skýrist sennilega af því að skimunum var hætt meðan faraldurinn stóð sem hæst og að fólk hefur dregið það að leita sér lækninga vegna ástandsins. Fimmfaldaði gjörgæsluna á Karólínska-sjúkrahúsinu - Telur afkastatengda fjármögnun lykil að bættri nýtingu Björn Zoëga MNáðu fljótt tökum ... »10 og 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.