Morgunblaðið - 16.08.2021, Page 4

Morgunblaðið - 16.08.2021, Page 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra 595 1000 Verð frá kr. 79.900 Krít tu rb re . 24. ágúst í 10 nætur Verð frá kr. 89.900 Stökktu Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Olía er tekin að leka úr skipsflaki El Grillo að nýju og ógnar lífríki Seyð- isfjarðar. Hlynur Vestmar Oddsson, kajakleiðsögumaður frá Seyðisfirði, harmar lekann og vill láta fjarlægja skipið. „Já, því miður er þetta aftur farið af stað,“ segir Hlynur en hann hefur haft augun opin fyrir lekanum síðustu ár. Farið að leka á fleiri stöðum „Það er farið að tærast svo skipið að það er kominn leki á fleiri stöðum en einum.“ Olíuskipið breska liggur enn á botni Seyðisfjarðar, hefur ver- ið þar síðan þýskar flugvélar sökktu því í heimsstyrjöldinni síðari. „Þetta drepur náttúrlega okkar lífríki, fugla og unga,“ segir Hlynur en síðast þegar leki varð í skipinu var greint frá því að æðarungarnir lifðu margir hverjir ekki olíuna af og urðu máfum að bráð. Nú er staðan svipuð, dauðir æðarfuglar liggja í fjörunni. Síðan þá hefur verið ráðist í ýmsar aðgerðir til þess að stöðva lekann, til að mynda var dælt upp úr flakinu árið 2001 og steypt í gatið fyrir rúmu ári. Það þarf að fjarlægja skipið Nú er aftur á móti sennilegt að annað op hafi myndast. „Þetta er því miður ekki búið dæmi, þetta ætlar að verða einhver eilífðarleki,“ segir Hlynur. Spurður hvað sé hægt að gera seg- ir Hlynur að það sé að fjarlægja skipið, sem er um 7.200 brúttótonn. Það sé nú í nefnd hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta er skuggalegt, mesta um- hverfisslys Íslandssögunnar af mannavöldum.“ „Þetta er mesta umhverf- isslys Íslandssögunnar“ Ljósmynd/Hlynur Vestmar Oddsson Leki Dauður æðarfugl sem varð olíunni að bráð. Fannst í fjörunni. - Enn lekur olía úr El Grillo á Seyðisfirði Steinar Ingi Kolbeins steinar@mbl.is Að lágmarki 64 greindust smitaðir af kórónuveirunni í fyrradag. Þar af voru 38 einstaklingar utan sóttkvíar. Virkum smitum fækkaði þó um 65 milli daga. Rétt tæplega tvö þúsund manns eru nú í sóttkví en þeim hefur nokkuð fjölgað undanfarna daga, til dæmis vegna smita sem hafa greinst á leikskólum og á frístundamiðstöð á höfuðborgarsvæðinu undanfarið. Þrjátíu og einn liggur nú á sjúkra- húsi vegna sýkingar, þar af sex á gjörgæslu. Skiluðu tilætluðum árangri Níu dagar eru liðnir frá því að gerð var breyting á reglugerð er snýr að aðgengi að farsóttarhúsum Rauða krossins. Gífurlegt álag var á húsunum og hafði Gylfi Þór Þor- steinsson, forstöðumaður húsanna, bent á að vandinn lægi í þeim fjölda ferðamanna sem þurfti að dvelja í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsun- um. Breytingin á reglugerðinni var þess efnis að húsin yrðu nýtt fyrst og fremst fyrir fólk sem þarf á einangr- un að halda, þó með einstaka und- antekningum. Spurður hvort breyt- ingarnar hafi skilað tilætluðum árangri segir Gylfi: „Já, svo sann- arlega. Það léttir náttúrlega stór- kostlega á okkur að þurfa ekki að taka á móti 80-90 ferðamönnum á dag sem þurfa að dvelja í fimm daga sóttkví.“ Gylfi segist viss um að álagið sé viðráðanlegt eins og er og sér fram á að svo verði áfram. Hann segir um 160 manns dvelja í húsunum núna, en nóg sé af herbergjum sem hægt sé að nýta. Breyttar reglur á landamærum Í kjölfar ríkisstjórnarfundar þann 6. ágúst var tilkynnt að aðgerðir á landamærum yrðu hertar frá og með 16. ágúst. Þær breytingar taka gildi í dag og snúa þær aðallega að því að bólusettir farþegar og þeir einstak- lingar sem hafa vottorð um fyrri sýk- ingu með tengsl við Ísland þurfa að fara í sýnatöku innan 48 klukku- stunda frá komu til landsins. Þeir sem teljast með tengsl við Ísland eru íslenskir ríkisborgarar, einstakling- ar búsettir á Íslandi, einstaklingar með atvinnuleyfi á Íslandi og um- sækjendur um atvinnuleyfi eða al- þjóðlega vernd á Íslandi. Farþegarn- ir sem um ræðir munu þó ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Þá er gert ráð fyrir því að farþegarnir fari í hrað- próf eða í PCR-próf. Hægt verður að fara í sýnatöku á Keflavíkurflugvelli eða á sýnatökustöð innan tímamark- anna. Sýnatakan verður gjaldfrjáls en heimilt verður að sekta þá ein- staklinga sem ekki fara í sýnatöku innan 48 klukkustunda. Virkum smit- um fækkar en 2.000 í sóttkví - Staðan góð á farsóttarhúsum - Bólusettir komufarþegar í sýnatöku Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sýnataka Nýjar reglur á landa- mærunum tóku gildi á miðnætti. Fjölgar í sóttkví » 1.985 einstaklingar eru í sóttkví » 1.239 eru í einangrun » 64 hið minnsta greindust sýktir í fyrradag » 31 liggur inni á sjúkrahúsi » 6 einstaklingar eru á gjör- gæslu » Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa lækkar milli daga og er nú 396,2 Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is „Eins og við höfum alltaf sagt þá er það útsýnið og þessi mikla hæð, það er aðalatriðið. Pallurinn er bara til að styrkja það, hann á ekki að vera aðalatriðið,“ segir Einar Hlér Ein- arsson en hann og eiginkona hans, Shruthi Basappa, reka stofuna Sei Studio sem ásamt Landmótun sigr- uðu í samkeppni um hönnun útsýn- ispalls á Bolafjalli sem nú er í bígerð. Að sögn Einars ganga fram- kvæmdir vel og mikið hraðar en þau bjuggust við. Pallurinn var forsmíð- aður í Póllandi og smellpassaði hann þegar hann kom til landsins. Gólfið í pallinn er svo væntanlegt frá Ítalíu um miðjan september og reiknar Einar með að pallurinn verður opn- aður fljótlega eftir að gólfið er tilbú- ið. „Við erum að vinna með mjög sér- stakt land undir bygginguna og þetta er búin að vera ótrúlega skemmtileg reynsla og allt gengið vel,“ segir Einar. Hafa þurft að margmæla fjallið Aðspurður segir Einar að það hafi verið snúið að hanna útsýnispall á Bolafjalli. Það hafi þurft að marg- mæla fjallið og í hvert sinn sem vinna er framkvæmd í fjallinu þurfi að uppfæra mælinguna. Þá hafi ver- ið unnið í þrívíddarmælingu af fjall- inu frá því að samkeppnin var haldin en vinningstillagan var kynnt í febr- úar 2019. „Þetta var mjög nákvæm þrívíddarmæling af fjallinu sem við fengum upphaflega og síðan þá höf- um við gert tvær til viðbótar og í hvert skipti sem búið er að gera eitt- hvað við fjallið þá þurfum við að breyta,“ segir Einar og bendir á að það sé vegna þess að í hvert skipti sem barið er í fjallið eða efni fjar- lægt af toppnum, þá geti hrunið úr fjallinu. „Núna er reyndar búið að styrkja allt bergið með stálboltum þvers og kruss þannig það má segja að það sé búið að sauma það saman,“ segir Einar. Þá segir Einar að þeim hafi þótt mjög mikilvægt að pallurinn væri í hvarfi þar til komið væri að honum, en pallurinn, sem er 600 metra yfir sjávarmáli, er, þar sem hann er lengstur, 65 metrar og stendur hann síðustu fimm til sex metrana fram af fjallinu. „Við fórum eins langt út með hann og verkfræðingurinn leyfði,“ segir Einar. Gengið er inn á pallinn á jöfnu undirlagi en síðan er tveggja gráðu halli á honum. Þegar komið er á enda pallsins er því staðið undir yfirborði fjallsins sem hallar upp frá pallinum. Þannig verði pall- urinn dýpri eftir því sem gengið er með fram honum. Að sögn Einars er þetta skemmti- legasta verkefnið sem þau hjónin hafa tekið að sér og eru þau því mjög spennt að sjá lokaútkomuna. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Bolafjall Síðustu fimm til sex metrarnir á útsýnispallinum hanga fram af fjallinu, 600 metra yfir sjávarmáli. Útsýnispallurinn verði ekki aðalatriðið - Bergið „saumað saman“ með stálboltum þvers og kruss Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Hjón Einar Hlér Einarsson og Shruthi Basappa keyrðu upp á Bolafjall í vik- unni sem leið til að fylgjast með framkvæmdunum og leist vel á stöðu mála.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.