Morgunblaðið - 16.08.2021, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
KOMDUÚT
AÐHJÓLA
EITTMESTA ÚRVAL LANDSINS AF REIÐ- OG RAFHJÓLUM
Skoðaðu úrvalið á orninn.is
ME I R I H R E Y F I NG - ME I R I ÁNÆG JA
Frábært fjölnota hjól
Álstell, 16 gírar
Vökvabremsur
Radioactive Red
99.990 kr.
MARLIN6
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Læsanlegur dempari
Gunmetal
109.990 kr.
DS2
Frábært fjölnota hjól
Álstell - 24 gírar
Vökva diskabremsur
Matte Dnister Black
104.990 kr.
FX2Disc
Á kosning.is hefur nú verið birt
tímalína þar sem finna má allar
helstu dagsetningar fyrir aðdrag-
anda kosninganna sem fara fram
25. september næstkomandi. Þar
kemur fram að frestur nýrra fram-
boða til að óska eftir listabókstaf
rennur út 7. september og að lands-
kjörstjórn auglýsi framboðslista
eigi síðar en 15. september. Þar
segir einnig að atkvæðagreiðsla ut-
an kjörfundar megi hefjast þann 4.
september en atkvæðagreiðsla
vegna sóttkvíar má hefjast hjá
sýslumönnum 20. september. Á
tímalínunni má einnig finna tíma-
setningar fyrir atkvæðagreiðslu í
Covid-einangrun.
Tímalína
kosninga
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Alþingi Birt hefur verið tímalína
fyrir kosningarnar í haust.
Steinar Ingi Kolbeins
steinar@mbl.is
Landsþing Miðflokksins fór fram
nú um helgina og segir formaður
flokksins þingið marka formlegt
upphaf kosningabaráttunnar. Sig-
mundur Davíð Gunnlaugsson, for-
maður Miðflokksins, segir allt hafa
gengið vonum framar á þinginu nú
um helgina. Ánægjulegt hafi verið
að hitta flokksfélagana aftur í eigin
persónu. „Þetta er svona pínu það
sem maður þurfti á að halda eftir
eitt og hálft ár, að fá að hitta fólk í
eigin persónu,“ segir Sigmundur í
samtali við blaðamann.
Spurður hvort kosningabaráttan
sé nú hafin segir Sigmundur: „Tví-
mælalaust. Baráttan hefst núna við
lok þingsins og það er bara ótrú-
lega góð stemming í hópnum, sem
er mjög hvetjandi þegar að maður
er að fara inn í kosningabaráttu.“
Sigmundur segir meginstefnu-
málin hafa verið formuð nú um
helgina en í komandi viku muni
hann boða til kynningarfundar þar
sem hann hyggst kynna hvernig
stefnumálin verða útfærð. „Aðferð-
in sem ég mun kynna á þessum
fundi er í raun alveg ný nálgun í ís-
lenskum stjórnmálum,“ segir Sig-
mundur en vill þó ekki gefa mikið
upp að svo stöddu. „Þótt ég sé afar
spenntur að tjá mig um þetta þá
verð ég að sitja á mér fram að
kynningarfundinum.“
Hann segir samstöðuna í hópnum
og þá stemmingu sem myndaðist
vegna hennar vera það sem helst
stendur upp úr eftir þingið.
Kosningabaráttan byrjuð
Ljósmynd/Miðflokkurinn
Línurnar lagðar Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins, ávarpar þingið.
- Samstaða og stemming einkenndi landsþing Miðflokksins
Kristján Odds-
son, svæðisstjóri
Heilsugæslunnar
Hamraborgar,
hefur sagt sig frá
stöðu sinni hjá
Samhæfingarstöð
krabbameins-
skimana. Krist-
ján hefur stýrt
stöðinni frá miðju
ári 2020. Í til-
kynningu á vef heilsugæslunnar seg-
ir að Kristján muni nú einbeita sér
að starfi sínu við heilsugæsluna í
Hamraborg. „HH þakkar Kristjáni
mikið og gott starf við þetta verk-
efni,“ segir í tilkynningunni. Ágúst
Ingi Ágústsson, kvensjúkdómalækn-
ir, hefur verið ráðinn yfirlæknir og
nýr forstöðumaður Samhæfing-
arstöðvarinnar næsta hálfa árið. Þá
segir að brýnasta verkefni stöðv-
arinnar næstu mánuði sé að ljúka
gerð nýs tölvukerfis sem heldur ut-
an um skimanirnar.
Segir sig frá
krabbameins-
skimunum
Kristján
Oddsson
Rangt starfsheiti
Rangt var farið með starfsheiti
Grettis Gautasonar, staðgengils
upplýsingafulltrúa Isavia, í Morg-
unblaðinu á laugardag. Þá mátti
skilja að tilvitnun í lögreglumann í
Leifsstöð, um að ekki væri pláss fyr-
ir fleiri skoðunarborð í flugstöðinni,
væri Grettis. Svo var ekki. Beðist er
velvirðingar á þessu.
LEIÐRÉTT