Morgunblaðið - 16.08.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 16.08.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 að taka opin rými til að gera fleiri rými. Við höfðum alls konar leiðir til þess. Það hefði ekki verið neitt sér- staklega gaman og ég er ekkert viss um að það hefði gengið eins vel fyrir sjúklingana eins og þetta gekk hjá okkur. Til að opna öll þessi gjör- gæslurými þá vorum við með eldra húsnæði sem við tókum í nýtingu á innan við viku. Við nýttum líka skurðstofur sem gjörgæslu því við vorum ekkert að skera upp aðra sjúklinga á þessum tíma. Það var ýmislegt gert og það var margt brallað.“ Talsvert hefur verið rætt um það hvernig Svíar hafa farið út úr faraldrinum en þar var ekki grip- ið til jafn harkalegra aðgerða og í mörgum öðrum löndum, m.a. hér á landi. Geta Svíar borið höfuðið hátt þegar farið er yfir reynslu síðustu 18 mánaða? Ekki öll kurl komin til grafar „Ég held þeir geti ekki borið höf- uðið hátt, en ég hef margoft verið spurður svipaðrar spurningar. Hvað gerðist og var þetta rétt? Þetta er ekki búið enn þá. Við eigum eftir að sjá hvernig þetta þróast núna eftir bólusetninguna og í öðrum löndum. Var þetta of mikill fórnarkostnaður hjá Svíunum? En það má ekki gleyma því að þegar maður kíkir á tölurnar eftir fyrstu bylgjuna, því það var þá sem flestir dóu, þá er þetta mjög aldrað fólk sem var að deyja. Þeir sem yngri voru og lentu á spítalanum lifðu þetta af. [...] Það kom ekki inflúensa þetta ár og það kom heldur ekki inflúensa í ár. Ef maður ber saman dánartíðni, hversu margir deyja í Svíþjóð á þessu ári, þá er það ekki mikið meira en í erf- iðu inflúensuári. Það er erfitt að túlka þetta.“ Segir Björn að einnig sé erfitt að bera stöðuna milli landa saman enda sé tölfræðin mikið á reiki og ekki öll kurl komin til grafar. „Mér er sagt af kollegum mínum að margir hafi séð sér leik á borði til að túlka dauðsföll sem Covid- dauðsföll því þá fengu menn aðeins meira borgað fyrir umönnunina á sjúklingnum. Það er eitt frægt dæmi um mann sem dó í mótorhjólaslysi. Það var skráð eins og hann hefði dá- ið úr Covid af því að hann hafði verið með Covid mánuði fyrr.“ Staðan gjörbreytt í Svíþjóð Dauðsföllum af völdum kórónu- veirunnar hefur fækkað mjög í Sví- þjóð undanfarnar vikur og mánuði og segir Björn að staðan sé allt önn- ur en hún var. Búið sé að ná tökum á ástandinu. „Það er svolítið síðan það var. Það gerðist líka allt síðasta sumar. Þá fór allt fljótt niður. Það er aðeins að aukast aftur og við höfum reiknað með að það verði 20-25 Covid- sjúklingar inni á spítalanum næstu mánuði og jafnvel næstu tvö árin, við vitum það ekki. Það verður bara að koma í ljós. [...] Sjúklingarnir sem eru hjá okkur og eru með Covid, eru óbólusettir, yngri og hafa verið á ferðalögum um lönd þar sem þetta geisar hraðar. En við erum ekki að sjá að þeim farnist sérstaklega illa. Það eru fáir á gjörgæslu. Ef ég tek allt Stokkhólmssvæðið, því ég fylgist með og stjórna allri gjörgæslunni þar, að þar eru um 100 rúm og af þeim eru um fimm sem nýtt eru fyrir Covid-sjúklinga. Þannig að þetta eru um 10% af þeim sjúklingum sem eru með Covid á spítölunum. Meðal- dvölin er 3-4 dagar á gjörgæslunni þannig að það eru alltaf einhverjir nýir að koma en þeir læknast líka.“ Enginn bólusettur Björn segir að fólk sé enn vart um sig og að sú krafa sé gerð til heil- brigðiskerfisins að það sé búið undir það ef faraldurinn rýkur upp að nýju. Hann sé þó eðlisólíkur því sem var. „[...] Þetta er orðið allt öðruvísi en þetta var í byrjun þegar þetta voru eldri, feitir karlmenn sem lentu á gjörgæslunni og margir með ein- hverja smá sjúkdóma. En nú er búið að bólusetja svo marga. Það er eng- inn af þeim sem eru inni á gjörgæslu núna bólusettur.“ Sagði upp hundruðum lækna og sjúkraliða Í umræðu um heilbrigðiskerfið er talsvert rætt um mönnunarvanda. Það kom því mörgum í opna skjöldu þegar fréttist af því að Björn hefði sagt upp á sjötta hundrað starfs- mönnum, örfáum vikum eftir að hann tók við spítalanum um mitt ár 2019. Þar lét hann 550 skrifstofu- menn og yfirmenn þeirra fjúka, fólk sem var „langt frá sjúklingunum“ eins og hann orðar það. Fjárhags- staða spítalans hafi hins vegar verið svo bágborin að grípa hafi þurft fast í handbremsuna. Nokkrum mán- uðum síðar kom í ljós að hóp- uppsögnin dygði ekki til. „Hálfu ári seinna vorum við búin að fara í gegnum spítalann og sort- era eins mikið og hægt var og þá þurfti ég að segja upp læknum og sjúkraliðum, en ekki hjúkrunar- fræðingum. Það voru samtals um 400 manns þar. Þannig að núna er- um við ca einhvers staðar um 800 og 900 færri en þegar ég mætti á svæð- ið.“ Hann viðurkennir að þetta hafi ekki verið sérstök skemmtidagskrá en að árangurinn tali sínu máli og það sé gefandi. Í fyrra, ári eftir að gripið var til aðgerðanna, tilkynnti Newsweek, sem árlega gefur út lista yfir bestu sjúkrahús í heimi að Kar- ólínska væri þar í tíunda sæti en hafði ekki ratað á listann, sem telur 100 stofnanir, árin á undan. Fyrr á þessu ári hafði það síðan færst upp í sjöunda sætið, og þar með talið ann- að besta sjúkrahús Evrópu. Starfsánægjan hefur aukist að sögn Björns og að áherslan hafi ver- ið lögð á að þjónusta sjúklingana vel og hlúa sem best að því starfsfólki sem sinnti þeim með beinum hætti. En framlegðin hefur aukist sam- fara þessum breytingum. Fleiri rúm og færra fólk „Það var mikið kaos á Karólínska. Það var búið að loka mörgum sjúkrarúmum vegna skorts á hjúkr- unarfræðingum. Við erum með jafn marga hjúkrunarfræðinga og þegar ég byrjaði, en við erum búin að fara úr 940 til 960 rúmum í 1.200 rúm með sama fjölda hjúkrunarfræð- inga, færri sjúkraliða og lækna.“ En er fólk ekki bara þreyttara? „Við getum ekki séð það, ef við horfum á tölur, t.d. yfir veikinda- forföll þá hafa þau farið niður. Í hverjum einasta mánuði í tvö ár í röð hafa færri yfirgefið spítalann en nokkru sinni áður. Svona tölur hafa aldrei sést.“ Spurður hvað valdi því að stofnun með ríflega 15.000 starfsmenn geti aukið afköst sín um að því er virðist 25% á sama tíma og starfsfólki sé fækkað um nærri 1.000 segir Björn að ýmislegt komi þar til. Breytt verklag ráði miklu og að þá hafi stjórnendur spítalans „stolið“ góð- um hugmyndum frá sjúkrahúsum erlendis. Þar hafi t.d. reynst mjög vel að færa ábyrgðina á mönnun deilda á fólk sem stóð nær verkefn- unum. Áður fyrr hafi læknar haft á sinni könnu að stýra mönnun hjúkrunarfræðinga. Nú sjái þeir um þetta sjálfir og hafi „leyst verk- efnið“. „Þetta er vandi sem er um allan heim. Það er hægt að skoða þetta í mörgum löndum þar sem allir eru að glíma við að það vanti sérþjálfað fólk um allt. Þetta er síst vandamál með læknana kannski, því við menntum nóg af þeim. Það hefur ekki verið menntað nóg af hjúkrunarfræð- ingum, kannski nóg af þeim en ekki nóg af þessum sérmenntuðu, því hlutirnir verða sífellt flóknari, gjör- gæslu- og skurðhjúkrunarfræð- ingum þar sem mesti skorturinn er og í bráðahjúkrun, því fólk er í meira mæli að lifa af slys og flutninga af slysstöðum.“ Minnkandi framlegð á LSP Í skýrslu sem unnin var að beiðni heilbrigðisráðuneytisins af ráðgjaf- arfyrirtækinu McKinsey og birt var undir lok árs í fyrra kemur fram að framleiðni á Landspítalanum hefur farið minnkandi frá 2015 á sama tíma og fjárframlög hafa aukist mik- ið. Björn var forstjóri Landspítalans á árunum 2008 til 2013 en hann seg- ist eiga erfitt með að leggja mat á stöðuna innan stofnunarinnar nú. Langt sé síðan hann hvarf frá störf- um á þeim vettvangi. Hann segir þó að spítalinn eigi að vera í stakk bú- inn til þess að takast á við verkefnið sem fylgir álaginu af kórónuveir- unni, jafnvel þótt það reyni á um tíma. Mikilvægt sé að hafa í huga að það séu fleiri sjúklingahópar sem þurfi að sinna. En hann er sannfærður um að fjármögnunarkerfið sem við lýði er hér á landi sé úr sér gengið. „Lausnin er að halda áfram að horfa á kerfið og setja inn hvata til að þú framleiðir; að þú hafir eitthvað til að keppa að, þú sért ekki bara á föstum fjárlögum og að alveg sama hvað þú gerir þá fáir þú þína pen- inga. Það er ekki þannig lengur hjá mér og það var auðvitað hvati til að við gerðum meira. [...] Ég held að það sé fullreynt með þessi föstu fjár- lög.“ Segist hann í umræðum um þessi mál gjarnan vísa í þekkta sögu úr þáttunum Yes, Prime Minister. Þar hafi verið sagt af spítala sem hefði verið valinn besti spítali Bretlands, þrjú ár í röð, alltaf með ánægðasta starfsfólkið og það sem meira var, hann var alltaf rekinn innan fjár- heimilda. Forsætisráðherrann hafi viljað fara og berja snilldina augum en það hafi reynst torvelt. Þó hafi komið að því. „Svo fór hann að heimsækja spít- alann og hitti þar glatt starfsfólk en ekki einn einasta sjúkling...“ segir Björn kíminn. Hann ítrekar að það hafi reynst farsælt fyrir Karólínska- háskólasjúkrahúsið að búa við kröf- ur um framlegð. Á tímabilinu áður en hann tók við spítalanum hafi stað- ið yfir flutningar í nýtt og glæsilegt húsnæði. Þá hafi spítalinn verið sett- ur á föst fjárlög af ótta við að flutn- ingarnir yllu höggi á tekjur hans. Hins vegar hafi sýnt sig að fram- legðarkrafan veiti aðhald og fái fólk til að hugsa hlutina með öðrum hætti en þegar fjármunirnir komi eins og á færibandi. „Við vorum í u.þ.b. 88% af kröf- unni um það sem við áttum að fram- leiða, einhverjir kalla það pöntunina til okkar. Í fyrra enduðum við í 105,5% og með nærri 1.000 færri starfsmenn. Það segir ýmislegt.“ Björn bendir á að ýmsar afleiðingar séu að koma í ljós í kjölfar faraldurs- ins. Þannig telur hann að sennilega hafi mistök verið gerð með því að stöðva allar skimanir gagnvart krabbameini svo mánuðum skipti. „Við sjáum að það hefur orðið gríðarleg fjölgun á krabbameinum sem koma til meðferðar hjá okkur núna í ár. Og við sjáum að þau krabbamein sem koma til meðferðar hjá okkur eru lengra gengin. Það er líka töluvert meira álag á öðrum sjúkdómum hjá eldra fólki núna. Fólk er að koma inn veikara, það hefur setið á sér í einhverja mánuði, vegna hræðslu um að trufla heilbrigðis- kerfið. Við sjáum skýr merki þess. Andlega hlutann hef ég ekki eins skýra yfirsýn yfir. Það er talað svolít- ið um það en það hefur ekki verið hægt að sjá það í sjálfsmorðum eða neinum slíkum drastískum hlutum. Það á eftir að koma í ljós.“ Hann segir að biðlistar hafi lengst og að það stefni í að það verði stórt kosningamál í Svíþjóð á næsta ári. Í Englandi sé gert ráð fyrir að það taki þrjú ár að vinna niður listann sem safnast hefur upp vegna veirunnar. Hann ætlar þó að leysa málið fyrr. „Ég ætla ekki að vera kok- hraustur, en það verður ekki svoleið- is hjá mér. Við erum fyrir löngu búin að setja upp plan til að klára þetta. Á milli fyrstu og annarrar bylgju náð- um við að hreinsa upp 44% af auka- bið sem hafði hlaðist upp. Við höfum líka náð að hugsa vel um börnin. Bið- listinn á barnahlutanum hefur ekki verið eins stuttur síðan 2015 og við reiknum með að það verði enginn biðlisti fyrir börn í nóvember og des- ember þannig að það er hægt að gera ýmislegt.“ Mjög mörg krabbameinstilvik og alvarleg ALVARLEGAR AFLEIÐINGAR FARLDURSINS KOMA Í LJÓS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.