Morgunblaðið - 16.08.2021, Page 16
16 UMRÆÐAN
Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
✝
Kristmundur
Elí Jónsson var
fæddur 27. mars
1929 á Holtsgötu 12
í Reykjavík. Hann
lést 31. júlí 2021.
Hann ólst upp í
næsta nágrenni, á
Brekkustíg 6A, og
síðar á Grenimel 23
þar sem foreldrar
hans byggðu sér
hús. Þau voru Jón
Sveinsson, 1897-1953, skipstjóri
frá Hálsi undir Kirkjufelli í
Grundarfirði og síðar einn af
stofnendum Bæjarins beztu
pylsur, og Guðrún Kristmunds-
dóttir, 1900-1978, ættuð frá
Hraunsholti í Garðahreppi.
Systur Kristmundar eru Anna
(1930-2009), Margrét (1937-
2020) og Magnea (f. 1941).
Kristmundur kvæntist 5. maí
og á hún tvö börn; Ragnar
Hjálmarsson og Sigríði Frans-
isku Friðriksdóttur. Fósturbörn
Sigríðar Dúnu, börn Friðriks,
eru fimm.
2) Kristbjörgu Elínu, f. 1957,
jógakennara, og á hún þrjú
börn; Júlíus, Þórunni og Gabríel
Eymundsbörn.
3) Guðrúnu Björk, f. 1962,
eiganda Bæjarins beztu pylsur,
og á hún soninn Baldur Hall-
dórsson. Sambýlismaður hennar
er Jónas Björn Björnsson. Fóst-
urbörn Guðrúnar, börn Jónasar,
eru tvö.
4) Júlíu Hrafnhildi, f. 1967,
myndlistarkennara við háskól-
ann í Tampa og á hún soninn
Kristmund Ágúst Jónsson. Sam-
býlismaður hennar er Sanford
Mahr. Fósturbörn Júlíu, börn
Sanford, eru tvö.
Barnabarnabörnin eru sex.
Kristmundur gekk í skóla í
vesturbæ Reykjavíkur en þegar
hann var 14 ára veiktist faðir
hans og hann hóf störf hjá fjöl-
skyldufyrirtækinu, Bæjarins
beztu pylsur. Hann rak fyrir-
tækið, framan af með Guðrúnu
móður sinni, til 1994 þegar Guð-
rún, dóttir hans, tók við rekstr-
inum. Hann hafði alla tíð mikinn
áhuga á landafræði og fjar-
lægum slóðum en einkum var
það þó hafið sem fangaði huga
hans. Ungur smíðaði hann sér
trébát en hann var smiður góð-
ur. Hann veiddi bæði fisk, svart-
fugl og einstaka sinnum sel og
allt var nýtt. Þegar fram liðu
stundir tóku við norskir fjarð-
arbátar og þeim sigldi hann
gjarnan til Vestfjarða. Krist-
mundur var félagi í Snarfara,
félagi smábátaeigenda, og
hjálpuðust þeir félagar að með
bátana sína og fóru í sjóferðir
saman. Hann veiddi lax öll sum-
ur og sennilega þekktu fáir
Grímsá í Borgarfirði betur en
hann. Kristmundur gekk ungur
í Oddfellowregluna og starfaði í
henni í áratugi. Þegar komið
var fram yfir miðjan aldur festi
hann kaup á íbúð við Kar-
íbahafsströnd Flórída þar sem
heitir Lands End.
Útför Kristmundar verður
gerð frá Dómkirkjunni í Reykja-
vík 16. ágúst 2021 kl. 13.
1951 Sigríði Júl-
íusdóttur (1930-
2020), en hún var
dóttir Júlíusar Guð-
mundssonar (1895-
1984), kaupmanns í
Baldri á Fram-
nesvegi, og konu
hans, Guðrúnar
Nikulásdóttur
(1900-1999). For-
eldrar Krist-
mundar og Sigríðar
voru góðir vinir, tengdir fjöl-
skylduböndum og Oddfellowar.
Sigríður og Kristmundur
byggðu sér hús á Neshaga 4 í
Reykjavík en fluttu árið 1983 á
Einimel 17 og bjuggu þar þang-
að til þau minnkuðu við sig sök-
um aldurs. Þau eignuðust fjórar
dætur:
1) Sigríði Dúnu, f. 1952, pró-
fessor, gift Friðriki Sophussyni
Kristmundur, tengdafaðir
minn, var fæddur á Holtsgöt-
unni vestast í Vesturbænum og
alinn upp í foreldrahúsum á
Brekkustígnum ásamt þremur
systrum. Hin formlega skóla-
ganga var ekki löng. Krist-
mundur var fjórtán ára þegar
faðir hans veiktist og hann varð
að taka við fjölskyldufyrirtæk-
inu, Bæjarins beztu pylsur, sem
hann rak í rúmlega hálfa öld.
Fjölmargir eldri Reykvíkingar
muna eftir honum við afgreiðslu
á þessum vinsæla matsölustað,
sem hefur verið rekinn af sömu
fjölskyldunni í meira en 90 ár.
Kristmundur fór ekki langt
til að leita sér kvonfangs, því að
Sigríður Júlíusdóttir, eiginkona
hans, var dóttir Guðrúnar Niku-
lásdóttur og Júlíusar Guð-
mundsdóttur kaupmanns í
versluninni Baldri, sem stóð á
horni Holtsgötu og Framnes-
vegar. Foreldrar beggja voru
félagar í Oddfellow-reglunni og
Sigríður og Kristmundur voru
virkir félagar í reglunni í fjöl-
mörg ár og létu sitt ekki eftir
liggja í mannúðarmálum. Sigríð-
ur lést á síðastliðnu ári.
Frá unga aldri hafði Krist-
mundur áhuga á hafinu. Hann
var hagur á tré og smíðaði sér
ungur trébát. Síðar stækkuðu
bátarnir, sem hann eignaðist og
þau hjónin sigldu bæði við
strendur Noregs og Íslands.
Náttúrufegurð Vestfjarða var
þeim sérstaklega hugleikin.
Seinni árin var oft siglt með
fjölskylduna um sundin blá og
það kunni yngri kynslóðin vel að
meta. Þau hjónin nutu þess
einnig að ferðast erlendis og á
miðjum aldri eignuðust þau íbúð
á Florida við strönd Karabía-
hafsins. Þar undu þau sér vel
við hafið og tóku á móti vinum
og vandamönnum.
Kristmundur stundaði lax-
veiðar öll sumur á meðan heils-
an leyfði. Hann var slyngur
veiðimaður, glöggur á veðurfar
og náttúru, fylgdist vel með at-
ferli laxins og vissi nákvæmlega
hvar gera mátti ráð fyrir tökum.
Grímsá var eftirlætisáin og fáir
þekktu hana betur en hann. Þar
veiddum við oft saman. Þegar
halla tók undan fæti hjá Krist-
mundi, fórum við nokkrum sinn-
um saman í Eystri-Rangá. Í síð-
ustu veiðiferðinni klæddist hann
ekki vöðlunum, en sat í bílnum,
þar sem hann gat fylgst með
ánni. Þá var það, að hann steig
út úr bílnum, tók stöngina og
sendi fluguna út í ána. Sekúnd-
um síðar tók lax, sem ástríðu-
fulli veiðimaðurinn landaði á
inniskónum. Þetta var síðasti
laxinn, sem Kristmundur veiddi.
Eftir að Sigríður féll frá
hrakaði heilsu Kristmundar.
Hann syrgði og saknaði konu
sinnar og síðustu vikurnar þráði
hann að hitta hana aftur sem
fyrst.
Kristmundur var góður fé-
lagi, veitull og örlátur ekki síst
við þá, sem áttu um sárt að
binda. Ég kveð tengdaföður
minn, vin og veiðifélaga með
söknuði, en minningin mun lifa.
Bestu óskir fylgja honum á nýj-
ar veiðilendur.
Friðrik Sophusson.
Nú hefur afi Kristmundur
kvatt þennan heim, saddur líf-
daga og löngu klár í næsta
kafla. Ég hef ekki tök á að
fylgja honum síðustu skrefin en
sendi í staðin þessa kveðju út í
eilífðina.
Sem barn sá ég ekki sólina
fyrir afa mínum, ég elskaði
hann og hann elskaði mig og
sýndi það bæði með hegðun
sinni og orðum. Ég var hjarta-
gull og hann átti hlut í mér, að-
allega litlutá vildi hann sjálfur
meina. Í gegnum lífið studdi
hann mig svo með sínum hætti,
oft með ráðum sem ég hlustaði
ekkert á en meðtók þó um-
hyggjuna sem bjó í þeim. Síð-
ustu ár hefur verið langt á milli
okkar og fundirnir fáir en ég bý
að þeim kærleika sem ég naut
frá afa mínum alla tíð.
Ég þakka þér afi minn fyrir
allan auðsýnda kærleikann, um-
hyggjuna og fallegu óskirnar
mér og mínum til handar. Ég er
þakklát fyrir okkar síðasta fund
þar sem ég náði að heimsækja
þig um jólin, stelast til að faðma
þig og kyssa og hljóta blessun
þína og bænir um góða framtíð í
veganesti.
Ég þakka fyrir samfylgdina
frá dýpstu hjartarótum, Guð
geymi þig afi minn.
Þórunn.
Kristmundur Elí
Jónsson
Menn byrjuðu
snemma að
velta fyrir sér
sannleiksgildi
Biblíunnar.
Einn þekktasti
biblíutúlkandi
frumkristninnar
var Origines
kirkjufaðir, sem
uppi var um
185-254 eftir
Krist. Hann var
mikill fræðimaður, fæddist í
Alexandríu í Egyptalandi og
beið píslarvætti líklegast í
Líbanon. Hann benti á
hversu erfitt væri að taka
ýmsar frásagnir Biblíunnar
trúanlegar. Origines skrifaði
eftirfarandi um para-
dísarsögur fyrstu Móse-
bókar:
„Getur nokkur verið svo
heimskur að trúa því Guð hafi
búið til Paradís einhvers stað-
ar í austrinu og sett þar niður
tré sem gæti veitt þér eilíft
líf? Þegar Biblían segir að
Guð hafi verið vanur að fara í
kvöldgöngu í Eden í kvöld-
svalanum, þá held ég að eng-
um heilvita manni detti í hug
að taka þessar sögur sem
neitt annað en skáldskap.
Þetta eru skáldsögur sem
aldrei gerðust í raunveruleik-
anum.“ (Origenes Hexapla)
Það eru margir gjarnir á að
tala um innblástur Biblíunnar
þegar sannleiksgildi hennar
ber á góma. Með því er átt við
að frásögn Biblíunnar sé
sönn, vegna þess að hún sé
innblásin af Guði. En Biblían
talar mjög sjaldan um þetta.
Í Gamla testamentinu geta
einstaklingar verið inn-
blásnir, en aldrei bækur.
Sama gildir um bækur og rit
Nýja testamentisins. Hvergi
er í þeim að finna stafkrók
um slíkan og þvílíkan inn-
blástur. Að tala um að bækur
Biblíunnar séu innblásnar af
Guði er að halda því fram að
Guð sé á einhvern hátt höf-
undur Biblíunnar, en þannig
er hvergi ritað í Biblíunni
sjálfri. Nei, samkvæmt Biblí-
unni sjálfri er hún skrifuð af
venjulegu fólki sem segir frá
reynslu sinni og vinnur úr
heimildum af bestu getu. En
getur það þá ekki verið satt
að þótt höfundar Biblíunnar
séu rithöfundarnir sjálfir, þá
séu þeir innblásnir af Guði og
hljóti því að segja sannleik-
ann? Hættan á þeirri kenn-
ingu er að Guð sé gerður að
einhvers konar ritstjóra, sem
noti aðeins höfunda Biblíunn-
ar sem ritara sína. Þeir verða
að ófrjálsum verkfærum í
hendi hans. Sem er algerlega
í andstöðu við hugmyndir
Biblíunnar sjálfrar um frelsi
mannsins og sköpun hans í
mynd Guðs.
Þessu hefur reyndar verið
haldið fram og var þessi
kenning vinsæl á 17. og 18.
öld meðal lúterskra guðfræð-
inga svo dæmi sé tekið. Í dag
á hún sér þó fáa fylgismenn.
Meira að segja íhaldssömustu
og bókstafstrúuðustu bibl-
íulesendur líta svo á að höf-
undarnir hafi haft frjálst val
um hvernig þeir skrifuðu. En
þá læðist líka um leið að sú
hætta að rithöfundarnir geti
hafa gert mistök stundum,
því það er nú einu sinni
mannlegt að gera mistök ekki
satt? Og það er eitur í beinum
kristinna íhaldsmanna að
þurfa að viðurkenna það því
svokölluð bókstafstrú snýst í
grunninn um
það að texti
Biblíunnar sé
villulaus. Biblían
getur að mati
hinna bókstafs-
trúuðu ekki haft
á röngu að
standa. Þegar
þeir standa
frammi fyrir
texta sem ekki
er hægt að taka
trúanlega, eins
og Origenes benti á
þegar á annarri öld, þá kjósa
þeir að horfa fram hjá því
með því að túlka hann á ein-
hvern úthugsaðan hátt, en
ekki með því að segja, eins og
Origenes, að þetta geti ein-
faldlega ekki staðist sem
skrifað er. Gott dæmi um
þessa aðferð er túlkun sköp-
unarsögunnar í fyrsta kafla
fyrstu Mósebókar. Það eru
auðvitað til íhaldssamir
kristnir sem halda því fram
að Guð hafi skapað heiminn á
sex dögum. En svo eru aðrir
sem svara gagnrýni vísinda
nútímans á þessa fullyrðingu
með því að segja að textann
eigi alls ekki að taka bók-
staflega. Hann sé ljóð, túlkun
á trú höfundarins. Dagarnir
sjö sem nefndir eru séu bara
tákn um nálægð Guðs í heim-
inum. Boðskapur textans sé
siðrænn og samfélagslegur,
ekki vísindalegur.
Allt þetta hefur verið sagt
til þess að þurfa ekki að segja
að Biblían hafi einfaldlega á
röngu að standa varðandi
upphaf heimsins. Þetta er úr-
elt heimsmynd, skemmtilegt
ævintýr en ekkert annað. Það
er fátt sem bendir til annars
en að höfundur textans hafi
verið að lýsa því sem hann
hélt að væri rétt. Og þetta er
bara bull. Eins og Origenes
hefði sagt. Biblían er safn
bóka, ritaðra á löngum tíma
af fjölmörgum höfundum, á
hebresku og grísku, út frá
margs konar heimsmynd.
Deilt hefur verið frá því í
fornöld um hvaða rit eigi að
vera í Biblíunni. Marteinn
Lúter vildi sleppa ritum eins
og Jakobsbréfum og Opin-
berunarbók Jóhannesar, sem
voru andstæð kenningum
hans. En ef til vill er sann-
leikur Biblíunnar einmitt
fólginn í öllu þessu, allri þess-
ari leit að merkingu tilver-
unnar sem textinn vitnar um,
þar sem allt fær að vera með,
hið fallega og hið ljóta, gleðin
og sorgin, vonin og vonleysið,
dauðinn og lífið, ljósið og
myrkrið. Það sem breski rit-
höfundurinn C.S Lewis kall-
aði „bara kristni“ í sam-
nefndri bók er hann gaf út
árið 1952. Kjarninn.
Lesendur Biblíunnar verða
að leyfa sér að njóta textans
með þessum formerkjum, að
allt skiptir ekki máli, allt er
ekki „satt“. En sannleikurinn
er fólginn í öllu litrófi Bibl-
íunnar.
Segir Biblían
sannleikann?
Eftir Þórhall
Heimisson
Þórhallur
Heimisson
» Allt þetta hefur
verið sagt til
þess að þurfa ekki
að segja að Biblían
hafi einfaldlega á
röngu að standa
varðandi upphaf
heimsins.
Höfundur er prestur og rit-
höfundur og vinnur að nýrri
bók um Biblíuna.
thorhallur33@gmail.com
✝
Helga Bryn-
hildur Krist-
mundsdóttir var
fædd þann 29. nóv-
ember 1974 í
Keflavík. Hún lést
á spítala á Spáni
þann 20. júlí 2021
eftir skammvin
veikindi.
Foreldrar henn-
ar eru Krist-
mundur Hrafn
Ingibjörnsson, f. 17.1. 1952,
og Þórunn Ragna Óladóttir, f.
1.12. 1952.
Systkini Helgu
eru: Óli Hjörvar
Kristmundsson,
f. 16.10. 1970,
maki Auður
Sandra Grét-
arsdóttir. Hólm-
geir Hallbert
Kristmundsson,
f. 19.9. 1972,
maki Phikount-
hong P. Krist-
mundsson. Friðvin Ingi
Berndsen, f. 24.9. 1987. Svana
Rós Kristmundsdóttir, f.
23.1. 1992, maki Erlingur
Andrés Þórisson. Eyþór Örn
Ernstson, f. 9. júlí 1983,
maki Clea Conner.
Sambýlismaður Helgu er
Erlingur Logi Hreinsson
Börn Helgu eru: Hólmbert
Hjörvar Davíðsson, f. 20.9.
1993, maki Aldís Eik Sig-
mundsdóttir. María Kristín
Davíðsdóttir, f. 26.8. 1995,
maki Halldór Kristinn Harð-
arson. Guðný Erla Snorra-
dóttir, f. 26.1. 1999.
Barnabörn Helgu: Dag-
mar Ýr Hólmbertsdóttir, f.
24.3. 2013. Viktor Tumi
Hólmbertsson, f. 9.9. 2017.
Útförin fer fram frá Hafn-
arfjarðarkirkju í dag, 16.
ágúst 2021, klukkan 13.
Elsku Helga mín, takk fyrir
allt sem þú gafst mér, gleðina,
hláturinn, fjörið og stríðnina, nú
sit ég og læt hugann reika yfir
farinn veg og ylja mér við minn-
ingarnar og öll samtölin. Megi
minningarnar lifa.
Með klökkum huga þig ég kveð,
ég þakka allt sem liðið er,
Guð okkur verndi og blessi.
Það er sárt að kveðjast við dauðans
dyr.
En svona er lífið og dauðinn ei spyr,
hvort finnist oss rétti tíminn til,
dauðinn hann engum sleppir.
(Ingimar Guðmundsson)
Hvíl í friði elsku stelpan mín.
Þinn
pabbi.
Elsku systir þetta er ekki al-
veg það sem ég átti von á, að
þurfa taka sig taki og skrifa
minningargrein um þig. Það er
ekki nema svona rétt um áratug-
ur síðan við sátum saman heima
hjá þér og vorum að grínast eins
og oftast, að upp kom þessi frá-
bæra hugmynd að okkur fannst
að við þyrftum að segja við hvort
annað hvað við myndum segja í
minningargrein um hvort annað.
það var margt sagt og enn meira
hlegið eins og var alltaf er við
hittumst. En því miður er það
ekki grín núna þú kvaddir þenn-
an heim allt of fljót eftir skörp
veikindi. Mikið svakalega hefur
það tekið á að þurfa að sætta sig
við það að geta ekkert gert til að
breyta settum aðstæðum. Dag-
arnir síðan þú fórst hafa verið
eins og blindbylur, svona veður
eins og þegar pabbi leiddi okkur
yfir skaflana á Skagaströnd, okk-
ar fyrsta vetur þar er við bók-
staflega vorum pökkuð inn í hlý
föt og sáum ekkert út, þótt það
hafi verið sól og blíða hjá mér hér
í Dracut. Það hafa verið að
spretta upp endalausar minning-
ar um þig undanfarna daga, flest-
ar góðar en sumar ekki eins góð-
ar. Við vorum jú eins og Tommi
og Jenni er við vorum lítil, ég
man eftir er þú klóraðir næstum
úr mér augun er við vorum að ríf-
ast um hver ætti þessa kókflösku
eða hina, það var nefnilega aðeins
meira í þessari sem ég átti eða
kannski áttir þú hana, en ég svar-
aði með að gefa þér smá skalla-
blett. En auðvitað áttum við okk-
ar góðu stundir líka eins og þegar
okkur datt það snjallræði í hug að
kveikja i fótboltaspilinu mínu inni
í herberginu mínu við litla hrifn-
ingu foreldra okkar. En með
aldrinum, þá um unglingsaldur
urðum við bestu vinir, aldrei
breyttist það. Það var svo merki-
legt með þig elsku systir að alltaf
varstu með opnar dyrnar tilbúin
að hlusta, tala, hlæja og hjálpa
manni eins mikið og þú gast,
stundum meira en það þrátt fyrir
veikindin þin varstu alltaf tilbúin,
aldrei kvart eða kvein.
Okkar leiðir skildu soldið fyrir
fimm árum er ég flutti til Banda-
ríkjanna og þú fljótlega eftir það
til Spánar, en við heyrðum í hvort
öðru annað slagið þótt þær
stundir hefðu mátt vera miklu
fleiri, en ég man vel eftir því er og
hringdi í þig til að segja þér að ég
væri að fara að gifta mig hér, að
ég hefði hitt frábæra stelpu og
hvað þú varst ánægð og hlakk-
aðir til að hitta hana en því miður
þá fengum við ekki tíma til þess.
Þetta á svo vel við þig elsku
litla fallega systir mín:
Þegar ég hugsa um engla
Þá hugsa ég til þín.
Og logandi rauða hárið þitt
og hlutina sem þú gerðir.
Ég heyrði að þú værir farinn
nei það gæti ekki verið satt.
Þegar ég hugsa um engla
Þá hugsa ég til þín.
Guð gefi þér engil
hvert sem þú ferð
þó þú sért farinn
þá vil ég að þú vitir það
að hjarta mitt er fullt af sorg
þó ég láti það ekki í ljós.
En ég sé þig aftur
þegar minn tími kemur.
(KK I think of angels)
Hólmgeir Hallbert
Kristmundsson.
Helga Brynhildur
Kristmundsdóttir