Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.08.2021, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021 ✝ Kristinn fædd- ist 22. júlí 1925 í Ásbyrgi á Reyð- arfirði. Foreldrar hans voru Steinunn Sig- ríður Kristinsdóttir Beck, f. 1. janúar 1899, og Einar Guð- mundsson, f. 29. febrúar 1888. Stein- unn og Einar eign- uðust fimm börn þar af fjögur sem komust á legg, var Kristinn elstur þeirra. Systkin Kristins voru: Már, f. 1926, d. 1943, Margrét Siggerður, f. 1929, d. 2021, og Örn, f. 1932, d. 2021. Árið 1953 gekk Kristinn í hjónaband með Ragnheiði Ingi- björgu Einarsdóttur, f. 30. janúar 1932, í Reykjavík, d. 29. mars 1998. Foreldrar Ragnheiðar voru Einar Guðbjartsson, f. 1. janúar 1901, og Karólína Sigurbjörg Jónsdóttir, f. 20. mars 1902, d. 1932. Börn Kristins og Ragnheiðar eru: Einar Már vélavörður, f. 15. nóvember 1954. Maki: Júlíana Haraldsdóttir viðskipafræðingur. Þau eiga þrjú börn, Draupni, Ragnheiði Ingibjörgu og Aldísi Örnu, og fjögur barnabörn. Ragnheiður Karólína, starfs- maður Sýslumanns á Austur- landi, f. 28. janúar 1956. Maki: Gunnlaugur Einar Ragnarsson aðalbókari. Þau eiga tvo stráka, Birni Snæ og Erni Frey og þrjú barnabörn. Margrét Steinunn, matráður og bókavörður á Eyrarbakka, f. 26. júlí 1957. Maki: Vilbergur Prebensson, mjólkurfræðingur á Selfossi. Þau eiga þrjá stráka, Kristin Steinar, Jóhann Vigni og Guðmund Einar og þrjú barna- börn. Tómas Örn, tölvunarfræð- ingur í Reykjavík, f. 5. mars 1961. Maki: Elísabet Tómasdóttir lyfja- fræðingur. Þau eiga tvo syni, Tómas Þóri og Ragnar Björgvin. Kristinn Ingi, konditorimeist- ari og kennari í Danmörku, f. 3. apríl 1962. Maki: Helle Kit Hansen fé- lagsráðgjafi. Þau eiga saman tvær dætur, Jósefíne Björgu og Karólínu Björgu, auk þess sem Kristinn átti son fyrir, Stefán Smára. Barnabörn- in þar eru tvö. Sæbjörg Sylvía, rekstrarfræðingur á Akureyri, f. 12. júlí 1965. Maki hennar var Gústaf Jóhannsson, rafvirki á Akureyri. Þau skildu en eiga saman börnin Jón Brynj- ar og Karólínu. Barnabarn er eitt. Kristinn Þórir lauk barna- skólaprófi frá Reyðarfjarðar- skóla og veturinn eftir það fór hann í Eiðaskóla. Á öðrum vetri hans þar veiktust þeir bræður, hann og Már, af berklum og lést Már af þeim. Kristinn fékk bata og gat lokið prófum. Kristinn inn- ritaðist því næst í Gagnfræða- skóla Akureyrar og að því loknu í Menntaskólann á Akureyri vet- urinn 1948 en veiktist fljótlega af „Akureyrarveikinni“. Eftir langa baráttu við veiki sína fékk Krist- inn að hefja nám í Kennaraskól- anum. Hjónin hófu búskap á Reyðar- firði þar sem Kristinn fékk kennarastarf. Kristinn var settur skólastjóri við Grunnskóla Reyðarfjarðar 1971 en skipaður formlega 1975. Kristinn og Ragna áttu þátt í því að stofna Félag eldri borgara á Reyðarfirði og var hann for- maður þar í nokkur ár. Þegar Kristinn svo dró sig í hlé frá kennslunni, 1987, starfaði hann nokkur ár hjá Skólaskrif- stofu Austurlands auk þess að sinna kirkjugörðum Reyð- arfjarðar. Kristinn fluttist á dval- arheimili aldraðra á Eskifirði, Hulduhlíð, og bjó þar síðustu ár. Hann lést 2. ágúst 2021. Útför hans fer fram frá Reyð- arfjarðarkirkju í dag, 16. ágúst 2021, kl. 14. Elsku afi minn á Reyðarfirði hefur fengið hvíldina löngu. Minningarnar streyma fram hver af annarri um græn grös á Eyrarstígnum og gráhærðan mann að brasa við sláttuvél í skyrtu með axlabönd. En þannig var hann afi nánast alltaf til fara, fínn í tauinu í skyrtu og með bindi þótt það hafi fengið hvíld við garð- störfin. Afi heilsaði alltaf með handabandi, þéttu taki sem hann sleppti ekki nema þétt væri gripið til baka og hristi svo og hristi með- an hann spurði út í lífið. Afi var allt- af hress og mikill húmoristi. Hann kom yfirleitt askvaðandi inn og heimtaði kaffi og með því og spurði alltaf: „Er ekkert með kaffinu hér?“ hárri röddu, um leið og hann breiddi út höndina yfir matarborð- ið eins og til að leggja áherslu á að borðið væri ekki að svigna undan veitingum. Kannski skýrðist hressleikinn að einhverju leyti af því að hlutföllin í bollanum voru 50/ 50 sykur og kaffi. Það var aldrei erfitt að ná afa með í glens og gaman en hann var ávallt viljugur að taka þátt í gríni og gleðja okkur krakkana þannig. Það var þó yfirleitt best að vera ekki að velja sér sæti við hlið hans en hann sat oft með hendurnar krosslagðar þegar þannig lá á hon- um en þá átti hann mun auðveld- ara með að bora vísifingri milli rif- beinanna á manni sem hann gerði óspart og hló svo. Við afi áttum margar stundir saman, meðal annars í sumarbú- staðnum og einnig ferðuðumst við töluvert saman þegar stórfjöl- skyldan tók sig saman og hittist. Þessar stundir eru ógleymanlegar, þar sem afi reyndi að svindla í spil- um, þar sem við skáluðum saman seint um nætur, þar sem við hlóg- um að vitleysunni hvort í öðru. Eftir að afi flutti á hjúkrunar- heimilið á Eskifirði fór ég að venja komur mínar þangað, þar sem við sátum og spjölluðum, hann sagði mér sögur frá liðinni tíð, skólaár- unum á Eiðum, þegar hann lá inni á farsóttarhúsinu í Reykjavík með lömunarveiki og sagði yfirhjúkrun- arkonunni að hann væri yfirsjúk- lingur, þegar hann gerði alls konar strákapör í ungdómnum sem hann skellihló að. Afi var nefnilega mikill prakkari og hrekkjóttur með ein- dæmum en hann sagði mér síðar að bestu umönnunina hefði hann samt fengið hjá móður sinni á Reyðarfirði. Eftir að afi fór að tapa sjóninni las ég stundum fyrir hann því mér fannst erfitt að heyra hann segja að hann gæti ekki lesið lengur en það var hans helsta ástríða í lífinu. Með afa fórum við alltaf í kirkju- garðinn á aðfangadag. Þar heils- uðum við upp á ömmu Rögnu sem dó allt of snemma. Afi talaði alltaf svo vel og hlýlega um ömmu Rögnu og sagði mér sögur af þess- ari konu sem í minningunni var með hlýtt bros og átti alltaf ís í frystikistunni. Þegar búið var að kveikja á kerti hjá ömmu var farið til Möggu og Marinós þar sem yf- irleitt var talað tæpitungulaust, mikið hlegið og féllu margir óvið- eigandi brandarar í eldhúsinu á Heiðarveginum og var afi þá yf- irleitt í essinu sínu. Elsku afi minn, ég geymi þig hjá mér og gleðst yfir samfundum ykkar ömmu, loksins eruð þið sam- an aftur. Þar til síðar, Ragnheiður Ingibjörg Einarsdóttir. Kristinn Þórir Einarsson sópurum um nætur meðan við sváfum, enda var hann þegar farinn að leggja grunn að fram- tíðinni. Við minnumst tjaldúti- legu og annarra ferða þar sem hann var á rauðu, stífbónuðu Bjöllunni sinni. Og eins góðra stunda heima hjá honum og elskulegum foreldrum hans í Stórholtinu. Hannes var með þegar við nokkrir menntaskóla- nemar stofnuðum samtökin Tengla til að vinna að því að vekja athygli á málefnum geð- sjúkra og fatlaðra og rjúfa fé- lagslega einangrun þeirra. Við heimsóttum geðdeildir, stóðum fyrir samkomum og skemmtun- um og reyndum að mynda stuðn- ingsnet fyrir þá sem lokast höfðu inni á Kleppi og öðrum stofn- unum. Væntanlega hefur sú reynsla leitt Hannes inn á svið geðlæknisfræðinnar sem varð síðan fræðasvið hans og starfs- vettvangur. Við fráfall Hannesar Péturs- sonar horfum við um öxl með trega og þakklæti sem glitrar á daggardropum minninganna. Al- nafni hans, þjóðskáldið, orðar það svona: Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr þannig fer unaðssönnum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. Guð blessi minningu góðs drengs, og styrki Júlíönu eigin- konu hans og dætur og systur og þau öll sem harma hann. Karl Sigurbjörnsson, Sveinn Rúnar Hauksson. Fallinn er frá heiðursmaður- inn Hannes Pétursson, góður vinur minn til margra ára. Sjúk- dómur sem engin ráð eru við lagði hann að velli langt um ald- ur fram. Við grípum stundum til fleygra orða skáldsins, „Mínir vinir fara fjöld…“. Það á við hér og staðreyndir lífs og tilveru verða ekki umflúnar. Sagt er að vinabönd úr skól- um séu þau bönd sem seint trosna. Um þetta efni hafa verið skrifuð fræðileg álit, skáldsögur samdar og orðum hagað í vísum og ljóðum. Lífshlaup fólks kann að sækja í ólíkar áttir en eftir stendur strengur vináttu úr skóla sem fátt fær haggað. Menntun, störf, búseta, áhuga- efni og fjölskylduhagir skipta máli fyrir ræktun vináttunnar en grunnurinn stendur. Leiðir okkar Hannesar lágu saman fyrir hartnær sextíu ár- um þegar við gengum í Lind- argötuskólann sem þá var gagn- fræðaskóli krakka í næsta nágrenni og þeirra sem komu ut- an af landi. Rölt krakka í og úr skóla kvölds og morgna og mal um nýta og einskisnýta hluti er án efa mikilvægt fyrir félagsleg- an þroska fólks. Flest undir sól- inni komst á dagskrá á leiðinni úr Stórholti og á Lindargötuna. Dugnaði Hannesar í barnaskóla var viðbrugðið en það breyttist um tíma þegar við fórum að læra saman. Námstilhögun okkar var á þá leið að við skiptum náms- greinunum á milli okkar; annar reiknaði á meðan hinn las landa- fræði. Fyrir vikið gafst meiri tími til að fylgjast með atburðum eins og geimferð Gagarins, þar stóðum við jafnfætis. Í ljósi nið- urstöðu jólaprófa tóku mæður okkar fyrir þessa námsaðferð en hún lagði góðan grunn að langri vináttu okkar. Eftir nám í menntaskóla og læknadeild, lá í loftinu að Hann- es héldi út í heim. Bretland varð fyrir valinu. Eftir áralanga dvöl þar við nám, störf og rannsóknir leyndu bresk áhrif sér ekki. Fág- uð og prúð framkoma var eft- irtektarverð sem og gætni í orð- um um menn og málefni. Ávallt til hafður á heimsborgaravísu og leið ekki illa í jakkafötum af bestu gerð með bresku sniði. Í mörg ár var samgangur lítill á milli okkar því báðir bjuggu í útlöndum og önn dagsins í fyr- irrúmi. Síðar á lífsleiðinni var það föst venja mín að heimsækja þau hjón, Hannes og Júlíönu, seinnipart aðfangadags. Spjall yfir glasi af púrtvíni um viðburði liðins árs og það sem framundan væri var tilefnið. Ávallt eftir- minnilegar heimsóknir. Framlag Hannesar í þekking- aröflun á geðsjúkdómum er markvert. Segja má að hann hafi verið þátttakandi og brautryðj- andi í rannsóknum á erfðafræði geðrofssjúkdóma. Samtímis gegndi hann starfi prófessors við Háskóla Íslands og yfirmanns geðsviðs Landspítalans. Það kom í hans hlut að endurskipu- leggja geðlæknisstarf samein- aðra spítala, Borgarspítalans og ríkisspítalanna upp úr síðustu aldamótum. Í góðu samstarfi við starfsmenn var þessu flókna verkefni siglt vel í höfn. Við leiðarlok þökkum við Hildur Hannesi samfylgdina og vottum Júlíönu, dætrum þeirra og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Magnús Pétursson. Hannes Pétursson var ein- staklega vinnusamur og vandað- ur læknir, vísindamaður og stjórnandi á geðdeild Borgar- spítala frá 1982 og geðdeild Landspítala frá 1998. Leiðir okk- ar lágu fyrst saman haustið 1989. Þá vakti hann athygli mína sem læknanema fyrir áhuga- vekjandi kennslu um geðsjúk- dóma og meðferð þeirra. Það var áberandi hve mikla áherslu hann lagði á að þekking og miðlun hennar yrðu að byggjast á rann- sóknum, það væri einfaldlega engin önnur leið fær til að þróa greiningu og meðferð innan læknisfræði. Þessi skýra sýn hafði mótast í sérnámi hans og rannsóknum með prófessor Mal- colm Lader í London, sem tjáði mér síðar meir að Hannes hefði verið öflugasti doktorsnemi sem hann hefði leiðbeint á löngum ferli. Hannes var afar hvetjandi þegar ég fann áhugann á völund- arhúsi mannshugans og geðsjúk- dómum kvikna á námskeiðinu í geðlæknisfræði. Teningunum var kastað þegar ég var kandídat á geðdeild Borgarspítala árið 1991 og vann rannsókn þar undir leiðsögn hans. Hannes ráðlagði mér að stefna á akademískan feril innan geðlæknisfræði og sækja um í sérnámi líkt og hann á Maudsley Hospital og Institute of Psychiatry í London. Að loknu sérnámi þar réð ég mig á geð- deild Borgarspítala í hálft starf haustið 1999 samhliða hálfu starfi hjá Hannesi við rannsókn- ir á erfðaþáttum geðrofssjúk- dóma í náinni samvinnu við Hrein Stefánsson og fleiri vís- indamenn hjá Íslenskri erfða- greiningu. Hannes hafði þá tekið við starfi prófessors og forstöðu- læknis á geðdeild Landspítala árið 1998 og ráðist í ýmsar breytingar, sumar umdeildar, en flestar löngu tímabærar þar um aldamótin. Saga þróunar geð- heilbrigðisþjónustu á þessari öld er þó saga umfangsmeiri breyt- inga og má segja að endurteknar breytingar á skipulagi og stjórn- un séu frekar orðnar reglan en hitt á síðustu árum. Þegar und- irritaður var skipaður yfirlæknir móttökugeðdeildar 32A á geð- deild Landspítala snemma árs 2002 hófst nýtt skeið nánara samstarfs með Hannesi í vörn og sókn sem varði í tæpan áratug. Í hönd fóru viðburðaríkir tímar í rannsóknum og þróun klínískrar þjónustu í skugga langvinns skorts á fjármagni eða fagfólki eða hvoru tveggja, áskorana sem hafa einkennt þróun heilbrigðis- þjónustu Landspítala lengst af á þessari öld. Við áttum um árabil reglulega trúnaðarsamtöl um marga þætti starfseminnar og bestu leiðir til að takast á við ágjöf en sækja samt fram. Hannes forðaðist jafnan kastljós fjölmiðla og taldi almennt að ekki borgaði sig að fara þangað með umræðuna þegar kreppti að starfseminni. Metnaður, skyldurækni, snyrtimennska, sjálfsagi, seigla, útsjónarsemi og vandvirkni voru áberandi þættir í fari hans. Það var ljóst að Hannes naut jafnan mikils stuðnings eiginkonu sinnar, Júl- íönu, í þeim fjölmörgu ábyrgð- arverkefnum sem hann tók að sér á starfsævinni, og það var skýrt í hans huga að án þess stuðnings hefði hann aldrei náð að afkasta jafnmiklu og raun ber vitni. Hann var faðir þriggja hæfileikaríkra dætra og var jafnan stoltur þegar hann talaði um nám þeirra og störf. Ég votta aðstandendum samúð á kveðjustundu. Engilbert Sigurðsson. Hannes Pétursson, prófessor í geðlækningum, var frábær fyr- irmynd okkur sem vorum kyn- slóð á eftir honum í geðheil- brigðisþjónustunni. Hann var vel menntaður á bestu stöðum í Englandi, virkur í vísindum og kennslu, sinnti vel stjórnun, bæði mannauðinum en var líka vakinn og sofinn yfir gæðum þjónustunnar, enda vissi hann vel að það væri besta leiðin til að tryggja hag geðsjúkra. Þótt manni stæði við fyrstu sýn ákveðin ógn af þessum formlega manni í jakkafötum með bindi, þá lærði maður fljótt að á bak við settlegt fasið var einstakt ljúfmenni með sterkar hugsjónir. Það passaði vel við það sem ég frétti seinna eftir krókaleiðum, að Hannes hefði sem ungur maður tekið þátt í frumkvöðlastarfi til að rjúfa ein- angrun fólks með geðsjúkdóma. Þar var um að ræða sjálfboða- vinnu menntaskólanema, sem gekk undir heitinu „Tenglar“. Þetta fólst meðal annars í því að mæta á Klepp, lesa blöðin með fólki, spjalla við það og fara í göngutúra. Hannes var „Borgarspítala- maður“ og stýrði geðdeild þar á bæ af festu. Seinna var hann einn af lykilaðilum í sameiningu Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur, sá tækifæri þar sem aðrir sáu hindranir og byggði upp sameinaða geðdeild. Ég kynntist Hannesi fyrst vel þegar ég var kominn til náms í Lundúnum, á þeirri heilbrigðis- stofnun og háskólastofnun þar sem Hannes hafði numið sitt fag. Hannes var þar reglulegur gestur, ráðagóður og hjálpsam- ur og maður fann skýrt þá virð- ingu sem hann naut á sínum gamla námsstað og alveg ljóst að við Íslendingarnir sem fylgd- um í fótspor hans nutum góðs af því orðspori sem Hannes átti. Seinna hvatti Hannes mig eindregið til að snúa aftur til Ís- lands og það var ánægjulegt að vinna með honum hér heima. Þrátt fyrir að veikindi væru far- in að hrjá Hannes þá var hann vakinn og sofinn yfir velferð geðlækninga og geðheilbrigðis- þjónustunnar og alltaf jafn styðjandi og hvetjandi. Fyrir hönd Landspítala vil ég þakka Hannesi óeigingjörn störf í framlínu heilbrigðisþjónustu áratugum saman. Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans. Páll Matthíasson. Við kveðjum nú góðan vin og samstarfsmann, Hannes Péturs- son, prófessor í geðlæknisfræði, eftir langvarandi veikindi. Við Hannes kynntumst fyrst þegar ég hóf störf sem aðstoð- arlæknir á geðdeild Borgarspít- alans 1983 fyrir tæpum 40 árum. Hann tók við yfirlæknisstarfi árinu áður þá aðeins 35 ára gam- all. Hannes hafði sent mér mjög persónulegt bréf og hvatti mig til að koma til vinnu á geðdeild- inni. Hann var með nýjar spenn- andi hugmyndir og framtíðarsýn í geðlækningum og fannst mér mjög áhugavert að taka þátt í þeim breytingum sem Hannes vildi innleiða. Hann var ákaflega hvetjandi í starfi og mikill öð- lingur og fagmaður. Það tók strax góður vinskapur með okk- ur hjónum og Hannesi og Júl- íönu og hefur samleið okkar ver- ið löng og farsæl. Sérlega minnumst við ferða okkar erlendis og var Frakkland og menning þess okkar sameig- inlega áhugamál. Hannes var gífurlega sögufróður og er okkur afar minnisstæð ein ferð okkar til Lundúna þar sem hann fræddi okkur um sögu borgar- innar af mikilli innlifun og djúpri þekkingu. Hér heima áttum við einnig ófáar gæðastundir með Ásgeiri Karlssyni heitnum geð- lækni og Guðrúnu konu hans. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst Hannesi en það er ávallt erfitt að kveðja góðan vin í blóma lífsins en við iljum okkur við notalegar minningar. Við sendum Júlíönu, dætrum þeirra og fjölskyldunni, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Halldór Kolbeinsson og Hildur Petersen. Það var leitt að fá fregnir af því að Hannes Pétursson væri fallinn frá. Hann átti að baki glæsilegan starfsferil bæði sem geðlæknir og vísindamaður og gegndi auk þess ótal trúnaðar- störfum um ævina. Hann var t.d. öflugur í félagsstarfi geðlækna og var formaður Geðlæknafélags Íslands 1983 til 1988. Þegar ég var á kandídatsári, fyrir rúmum tuttugu árum, hafði ég sambandi við Hannes og vildi kanna möguleikann á því að fara í nám í geðlækningum. Þetta leiddi til fundar skömmu seinna á skrifstofu hans ásamt Engil- berti Sigurðssyni, sem seinna átti eftir að taka við af Hannesi sem prófessor í geðlækningum. Hann lagði áherslu á mikilvægi rannsókna og var mjög hvetjandi í þeim efnum. Ef ég hefði verið beðinn um að lýsa Hannesi eftir þennan fund þá hefði ég sagt hann vera kurteisan og virðuleg- an. Þannig reyndist hann síðan alltaf vera – sannkallaður sént- ilmaður. Þetta varð síðan upphafið að lærdómsríkum og skemmtileg- um tíma á geðdeild Landspítala þar sem ég fékk m.a. að njóta leiðsagnar fyrrverandi „læri- sveina“ Hannesar sem komnir voru í ábyrgðarstöður á geð- deildinni. Það atvikaðist síðan svo að ég fór sjálfur í sérnám á sama stað í London og Hannes. Ég er ekki í nokkrum vafa um að orðspor hans og tengsl á staðn- um hjálpuðu mikið, enda hafði hann áður lagt inn gott orð fyrir íslenska lækna sem síðan höfðu staðið sig framúrskarandi vel. Maður skynjaði að hann naut trausts og virðingar á sínum gamla vinnustað í London. Þeg- ar upprunaland mitt bar á góma var ég iðulega spurður út í Hannes. Þarna hafði hann greinilega eignast marga vini til lífstíðar. Ég hitti Hannes í síðasta sinn á kaffistofu á Maudsley-spítalan- um í London, hans gamla vinnu- stað. Hann var á ferðinni, hafði samband og vildi endilega fá að hitta mig. Við spjölluðum saman yfir kaffibolla, áttum saman góða stund og skiptumst á fréttum. Alveg eins og á okkar fyrsta fundi ræddi hann hvað væri mik- ilvægt að stunda rannsóknir og mynda „kontakta“. Mér þótti vænt um þessa heimsókn og leitt að samtölin gátu ekki orðið fleiri. Ég minnist Hannesar með þakklæti og virðingu og ég veit að það gera aðrir kollegar hans einnig. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlækna- félags Íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.