Morgunblaðið - 16.08.2021, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
.Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
.Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
.Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
.Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
.Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555 1947
Gsm 894 0217
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Árskógar 4 Smíðastofa með leiðb. kl. 9-14. Opin vinnustofa kl. 9 -
12. Handavinna kl. 12-16. Félagsvist kl. 12:45. Hádegismatur kl. 11:40-
12:50. Heitt á könnunni. Kaffisala kl. 14:30-15:30. Allir velkomnir. Sími:
411-2600.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffisopi og spjall kl. 8:10-11:00.
Opin Listasmiðja kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11:30-12:30. Ljósmynda-
námskeið kl. 13-15. Opin Listasmiðja kl. 13-15:30. Síðdegiskaffi kl.
14:30-15:30.
Garðabæ Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti
með síðdegiskaffinu er selt frá 13:45 -15:15. Poolhópur í Jónshúsi kl.
9:00. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Gönguhópur fer frá
Smiðju kl. 13:00. Bónusrúta fer frá Jónshúsi kl. 12:40. Bridge í
Jónshúsi kl. 13:00.
Gullsmári Félagsvist kl. 20.00
Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30-10:30. Útvarpsleik-
fimi kl. 9:45. Leirnámskeið með núvitund kl. 10:30 - 11:45. Stólaleikfimi
13:30. Gönguhópur – lengri ganga kl. 13:30.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum frá kl. 9, leikfimi í salnum
Skólabraut kl. 11, handavinna og samvera kl. 13,Thelma þakkar inni-
lega fyrir sumarið en Birkir verður áfram út þessa viku.
með
morgun-
!$#"nu
✝
Guðrún Ingi-
björg fæddist í
Móakoti á Stokks-
eyri þann 30. mars
1926. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Fossheimum
7. ágúst 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Kristmann
Gíslason, f. 23.1.
1886, d. 14.10.
1959, og Guðrún
Bjarnadóttir, f. 12.5. 1887, d.
17.5. 1926. Guðríður Sæmunds-
dóttir, f. 14.7. 1900, d. 2.12.
1972, gekk móðurlausu barninu
í móðurstað. Guðríður og Krist-
mann eignuðust tvö börn, Ingv-
eldi Kristmannsdóttur, f. 7.10.
1927, og Guðmund Kristmanns-
son, f. 14.12. 1930, d. 16.7. 1998.
Þann 18.5. 1946 giftist Guð-
rún Guðfinni Guðna Ottóssyni, f.
25.8. 1920, d. 10.12. 2002. For-
eldrar hans voru Oddný Guðna-
dóttir, f. 2.10. 1888, d. 18.9.
1970, og Ottó Valdimar Guð-
mundsson. Guðfinnur var einka-
kona Oddgeirs er Gíslína Björk
Stefánsdóttir, f. 2.8. 1961. Þau
eiga tvö börn. Gíslína Björk átti
eina dóttur fyrir. Barnabörnin
eru samtals 12.
4) Guðríður, f. 6.11. 1958, gift
Sigurði Guðjónssyni, f. 5.8.
1957. Þau eiga fjóra syni og tvo
sonarsyni.
5) Guðrún, f. 29.4. 1960. Hún
eignaðist eina dóttur með Grét-
ari Pétri Geirssyni. Guðrún gift-
ist Þorvaldi Ágústssyni, f. 17.9.
1943. Þau eiga tvo syni. Hann
átti einn son fyrir. Núverandi
eiginmaður Guðrúnar er Guð-
mundur Guðlaugsson, f. 14.2.
1959. Hann á fjögur börn.
Barnabörnin eru samtals 11.
Guðrún og Guðfinnur bjuggu
allan sinn búskap á Stokkseyri.
Hann vann ýmsa verkamanna-
vinnu til sjós og lands meðan
heilsan leyfði og Guðrún vann
allan sinn starfsaldur, rúm
fimmtíu ár, í Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar.
Hún hafði yndi af söng og
söng hún í kirkjukór Stokks-
eyrar í fimmtíu ár. Fyrir fjórum
árum veiktist hún og bjó siðustu
ár sín á hjúkrunarheimilinu
Fossheimum á Selfossi.
Útförin fer fram frá Stokks-
eyrarkirkju í dag, 16. ágúst
2021, kl. 14.
barn Oddnýjar.
Eiginmaður hennar
var Brynjólfur
Bjarni Brynjólfs-
son, f. 4.11. 1901, d.
18.9. 1993.
Guðrún og Guð-
finnur eignuðust
fimm börn.
1) Þorgerður
Lára, f. 14.12 1946,
gift Eiríki Guðna-
syni, f. 3.4. 1945, d.
31.10. 2011. Þau eiga fjögur
börn, 11 barnabörn og þrjú
barnabarnabörn.
2) Kristmann, f. 12.3. 1950.
Hann kvæntist Rut Sigurgríms-
dóttur, f. 26.8. 1950, d. 15.9.
2019. Þau eiga þrjú börn. Seinni
kona Kristmanns er Katrín Guð-
mundsdóttir, f. 21.4. 1957. Þau
eiga einn son. Fyrir átti Katrín
tvö börn. Barnabörnin eru sam-
tals 17.
3) Oddgeir Bjarni, f. 23.10.
1952. Hann kvæntist Fríðu
Björgu Aðalsteinsdóttur, f. 7.3.
1954. Þau eiga tvö börn. Seinni
Hún mamma mín hefur kvatt
okkur, 95 ára gömul. Mikið er ég
stolt af þessari konu sem var
okkar stoð og stytta öll þessi ár.
Orð eins og þakklæti, virðing,
traust, söknuður og ást koma
upp og það var gott að geta laun-
að henni þegar hún sjálf þurfti
orðið á aðstoð að halda.
Í endurminningunni er alltaf
sól. Mamma er þar í forgrunni,
alltaf að. Hún skokkaði léttum
fetum frá Brekkuholti niður í
frystihús þar sem hún vann alla
daga, stundum langt fram á
kvöld. Í hádegishléi var hlaupið
heim aftur, hafður til matur fyrir
fjölskylduna og svo var farið aft-
ur til vinnu. Þess á milli var bak-
að og stússað ýmislegt heima.
Auðvitað var þó ekki alltaf sól,
það voru langir vetur þar sem
þyngra var að arka þessa leið
með vörur og baslað var með
barnahópinn sinn.
Mamma hafði mikla trú á
menntun. Skólaganga hennar
sjálfrar var stutt og þau pabbi
héldu langar ræður yfir okkur
systkinunum um gildi menntunar
til framfara og velmegunar. Það
sem þau höfðu ekki haft tækifæri
til að gera skyldum við geta gert.
Svo var sungið. Sungið í kórn-
um í kirkjunni heima, með mess-
unni í útvarpinu á sunnudögum
og með tónlistarþáttum í útvarp-
inu. Þetta áhugamál hafði hún
fram á síðasta dag og ekkert vissi
hún skemmtilegra en að vera í
góðum hópi þar sem tekið var
lagið. Fjölskylduboðin voru ónýt
ef vantaði sönginn. Nokkrum
dögum áður en hún dó horfði hún
í tvo tíma á þátt Helga Björns-
sonar í sjónvarpinu og naut
hverrar mínútu.
Mamma var fasti punkturinn
og kletturinn í tilverunni öll þessi
ár og allan tímann sýndi hún um-
hyggju fyrir stórum afkomenda-
hópi sínum. Hún hélt góðri heilsu
lengi vel og áfram hélt hún að
ganga um þorpið, þó ekki færi
hún lengur í frystihúsið. Fyrir
fjórum árum veiktist hún og
flutti í kjölfarið á hjúkrunarheim-
ilið Fossheima á Selfossi. Eftir að
hún flutti þangað naut hún þess
að fara í bíltúra til Stokkseyrar
þar sem hún hafði búið og starfað
alla ævi. Þá rifjaði hún upp góðar
minningar um æskuna og líf sitt
með pabba og okkur á þessum
stað sem henni þótti svo vænt
um.
Við systkinin vorum heppin
með foreldra, minning þeirra er
björt og falleg. Elsku mamma
mín, takk fyrir allt og allt.
Guðríður Guðfinnsdóttir.
Það er margt sem flýgur um
hugann þegar ég minnist hennar
mömmu minnar. Líf hennar var
ekki alltaf auðvelt en þrátt fyrir
allt var hún lánsöm manneskja.
Hún missti móður sína nýfædd
en var svo heppin að afi réð til sín
unga konu, Guðríði Sæmunds-
dóttur, og gekk hún henni í móð-
urstað. Mamma sagði oft að betri
móður hefði hún ekki getað eign-
ast. Þær voru alla tíð mjög nánar.
Afi og Guðríður giftust og eign-
uðust tvö börn, Ingveldi og Guð-
mund.
Mamma og pabbi byrjuðu að
búa í Skálavík á Stokkseyri og
þar fæddust ég og bræðurnir.
Síðar fluttum við að Vatnsdal og
þar fæddust systurnar okkar.
Húsakynnin sem við bjuggum við
þættu ekki boðleg í dag. Ekki var
rennandi vatn og þurfti að bera
allt vatn til og frá í Skálavík en í
Vatnsdal var handknúin dæla.
Kamrar voru á báðum stöðum.
Þetta var ekkert einsdæmi á
þessum tíma. Þetta var bara
svona og ekki kvartaði mamma.
Þegar við svo fluttum í Brekku-
holt þar sem var rennandi vatn
og allt sem okkur finnst sjálfsagt
í dag, fannst mömmu hún ekkert
hafa að gera því allt var svo auð-
velt.
Mamma var mjög trúuð kona
og kenndi hún okkur börnunum
fjöldann allan af bænum sem við
fórum samviskusamlega með á
hverju kvöldi. Hún söng í kirkju-
kórnum í fimmtíu ár og alltaf
vorum við látin fara til messu
með henni.
Mamma var ákveðin og stjórn-
aði heimilinu af röggsemi. Hún
var kletturinn í fjölskyldunni og
það var gott að eiga hana að og
vita að alltaf var hægt að leita til
hennar. Það var svo gott að finna
að þó ekki væru miklir peningar
til á heimilinu var alltaf nóg af
hjartahlýju. Þar sem pabbi okkar
var mikill sjúklingur þurfti
mamma að vinna baki brotnu til
að sjá fyrir stóru heimili. Hún
var svo heppin að vera alltaf
heilsuhraust og kom varla fyrir
að hún yrði veik.
Árið eftir að pabbi dó buðum
við hjón henni með okkur til
Kaupmannahafnar. Hún var orð-
in 77 ára og hafði aldrei farið til
útlanda og aldrei farið í flugvél.
Þessi ferð varð mikið ævintýri
fyrir okkur öll. Það var svo gam-
an að upplifa Kaupmannahöfn
með hennar augum, heimsækja
hallir og skoða krúnudjásn. Þetta
varð hennar eina utanlandsferð.
Eiki minn útbjó handa henni al-
búm með ferðasögunni og mörg-
um myndum úr ferðinni. Þetta
albúm skoðaði hún margoft, las
ferðasöguna og upplifði ferðina
aftur og aftur. Hún hló og
skemmti sér yfir ýmsum kúnst-
ugum uppákomum.
Eitt af því skemmtilegasta
sem mamma gerði var að syngja.
Við hjón höfðum það fyrir venju
að bjóða henni með okkur á
árshátíð kórsins okkar, Árnes-
ingakórsins í Reykjavík. Þar var
alltaf mikið sungið og naut hún
þess mjög. Hún naut þess líka að
hlusta á alls konar tónlist. Henn-
ar uppáhald var þegar sjónvarpið
sýndi frá tónleikum hinna ýmsu
söngvara. Þættirnir hans Helga
Björns voru í miklu uppáhaldi
hjá henni og viku áður en hún dó
sat hún í tvo tíma og hlustaði á
tónleikana sem Helgi var með
um verslunarmannahelgina.
Síðustu árin hennar höfum við
systkin reynt að gera okkar
besta til að henni liði sem best
því það átti hún svo sannarlega
skilið. Með trega kveð ég hana
mömmu mína með þökk fyrir
allt.
Þorgerður Guðfinnsdóttir.
Það var bjartur og fagur dag-
ur á Suðurlandi laugardaginn 7.
ágúst síðastliðinn þegar hún
tengdamóðir mín, Guðrún Ingi-
björg Kristmannsdóttir, kvaddi
þennan heim 95 ára gömul. Er
það táknrænt fyrir minningu
hennar.
Ég hitti Unnu fyrst fyrir rúm-
um fjörutíu árum þegar við Guð-
ríður dóttir hennar fórum að
draga okkur saman. Ég sá að
þarna fór dugleg kona sem var
hreinskiptin og lá ekki á skoð-
unum sínum. Strax skapaðist
traust á milli okkar sem varði
alla tíð og vináttan bara óx með
árunum.
Guðrún eða Unna, eins og hún
var jafnan kölluð, ól allan sinn
aldur á Stokkseyri utan síðustu
æviár sín er hún dvaldi á hjúkr-
unarheimilinu Fossheimum á
Selfossi. Eftir gott atlæti í æsku
og stutta skólagöngu tók lífið við.
Hún giftist ung Guðfinni Guðna
Ottóssyni og saman stofnuðu þau
heimili á Stokkseyri og bjuggu
þar lengst af í Brekkuholti. Þau
eignuðust fimm börn. Auk þess
að sinna barnmörgu heimili
starfaði Unna í Hraðfrystihúsi
Stokkseyrar sem þá var vinnu-
hjartað í plássinu.
Saman héldu þau hjónin vel
utan um fjölskylduna. Börnin
flugu úr hreiðri og stofnuðu sín
heimili en áfram var vel fylgst
með sístækkandi hópnum. Jóla-
boðin þeirra á annan dag jóla
með heitu súkkulaði og kræsing-
um voru ómissandi fyrir fjöl-
skylduna. Eftir lát Guðfinns bjó
Unna áfram ein í Brekkuholti
fram yfir nírætt.
Þau hjónin fóru í innanlands-
ferðir eldri borgara með verka-
lýðsfélaginu Bjarma í mörg sum-
ur. Þessara ferða nutu þau og
ósjaldan rifjaði hún upp góðar
minningar úr þessum ferðum.
Unna naut tónlistar og söngs.
Hún söng í áraraðir með kirkju-
kór Stokkseyrarkirkju. Mest var
gaman hjá henni í fjölskylduboð-
um ef sungið var og spilað. Þar
var hún yngst í anda og söng
hvert lagið á fætur öðru. Sýndi
hún að ekki þarf áfengi til að
skemmta sér, en hún var mikil
bindindiskona. Þegar mikið gekk
á varð mér stundum á orði:
„Unna, nú verðum við að fá okk-
ur einn sterkan“ og hló hún þá
dátt að ruglinu í mér.
Unna var með allt á hreinu
fram á síðasta dag og spurði um
allt sitt fólk sem ekki var fátt en
afkomendurnir eru rúmlega 60.
Svo smádvínaði þrekið hjá þess-
ari hörkukonu og þraut að lok-
um. Ég kveð góða samferðakonu
og vinkonu og er þakklátur fyrir
þann tíma sem við áttum með
henni.
Sigurður Guðjónsson.
Guðrún Ingibjörg
Kristmannsdóttir
✝
Gunnbjörn
Jensson fædd-
ist á Lækjarósi í
Dýrafirði 1. mars
1945.
Hann lést 30. júlí
2021. Móðir Gunn-
björns var Krist-
jana S. G. Sveins-
dóttir, f. 21.9. 1916,
d. 5.12. 1997. Faðir
Jens Guðmundur
Jónsson, f. 6.9.
1890, d. 15.12. 1976.
Hálfsystir sammæðra Valdís
Hagalínsd.
Hálfsystkini samfeðra Jón
Óskar Jensson, látinn, Áslaug
Sólbjört jensdóttir, látin, Jens-
ína Jensdóttir, látin, Sigríður
Jensdóttir, látin, Gabríel Krist-
mann Hilmar Jensson, látinn,
Kristján Svarar Jensson, látinn,
Soffía Gróa Jensdóttir.
Uppeldissystkini Ásta Lilja
Jónsdóttir, Kristján Vignir
Jónsson, látinn, Jens Guðmundir
Jónsson, María Margrét Jóns-
dóttir, látin, Bjarni Hálfdán
Jónsson.
Gunnbjörn
kvæntist 1.3. 1978
Borghildi Rún
Baldursdóttur, f.
8.11. 1956. Synir
þeirra eru
Friðrik Baldur
Gunnbjörnsson, f.
1.5. 1978, sambýlis-
kona Valgerður Sif
Hauksdóttir, f 4.8.
1987. sonur hennar
er Patrik Smári
Þórisson, f. 29.3. 2006.
Jens Sigmundur Esra Gunn-
björnsson, f. 12.3. 1996.
Gunnbjörn var rennismiður
og vann á Atla, Odda og Slippn-
um, að auki var hann með annan
fótinn í sveitinni.
Gunnbjörn ólst fyrst upp á
Lækjarósi í Dýrafirði svo flytur
fjölskyldan í Eyjafjörðin. Þegar
Gunnbjörns er rúmlega þrítug-
ur hefur hann búskap með
Borghildi Rún og bjó hann á Ak-
ureyri með henni til æviloka.
Útförin fer fram frá Akureyr-
arkirkju í dag, 16. ágúst 2021,
klukkan 13.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Með þessum orðum kveð ég
þig, Bjössi minn, þar til við hitt-
umst að nýju.
Borghildur Rún
Baldursdóttir.
Elsku pabbi minn.
Það erfiðasta sem ég hef gert
er að horfa á þig þessa síðustu
daga berjast við krabbamein,
sjónarmissi og alla þá kvilla sem
hrjáðu þig, þar til þú fékkst að
fara heim í Dýrafjörðinn. Þú sem
kenndir mér á lífið og heiminn,
þú sem hjálpaðir öllum sem á
þurftu að halda og kenndir mér
að gera slíkt hið sama, fórst með
mig út á sjó að veiða, sagðir mér
endalaust af yndislegum sögum
sama hvert við fórum um landið,
hjálpaðir mér að verða að mann-
inum sem ég er í dag. En nú er
þessum kafla lokið hjá þér og
næsti tekur við.
Hvíldu í friði, elsku pabbi, við
sjáumst í næsta kafla.
Jens Sigmundur Esra
Gunnbjörnsson.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Ég kveð þig, pabbi minn, og
þakka þér allar þær stundir sem
við áttum saman.
Friðrik Baldur
Gunnbjörnsson.
Gunnbjörn
Jensson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minn-
ingargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Undirskrift | Minningargreina-
höfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni
undir greinunum.
Minningargreinar