Morgunblaðið - 16.08.2021, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
frá
eira.
sa
30 ÁRA Andrea Ösp fæddist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og ólst
upp fyrir norðan framan af, en fjölskyldan flutti til Reykjavík þegar hún var 9
ára. Andrea er með BA-gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og lýkur við
kennaranámið næsta í vor. Hún starfar í dag sem deildarstjóri á ungbarnaleik-
skóla í fullu starfi meðfram náminu. „Ég vissi mjög fljótlega að ég vildi vinna
með börnum og var á yngri árum í kirkjustarfi í Neskirkju og byrjaði á því að
sjá um sunnudagaskóla og fór svo að sjá um barna- og unglingastarfið í kirkj-
unni og var að skipuleggja alls konar starfsemi fyrir börn og unglinga og þaðan
kemur áhuginn á mínu fagi.“
Þegar Andrea er ekki að sinna börnum í vinnunni er hún mikið fyrir útivist.
„Ég á hund, hann Mola, og mér finnst rosalega gott að vera með honum úti. Við
förum mikið út í sveit, því hann vill hafa frjálsræði og geta hlaupið um allt. Síð-
an er auðvitað samvera með fjölskyldu og vinum það mikilvægasta því ég er
mjög mikil fjölskyldukona.“
FJÖLSKYLDA „Ég er svo heppin að ég á einn lítinn 8 mánaða strák, sem
heitir Sigþór Leó, og maki minn er Einar Ásgeir Ásgeirsson, f. 1994, versl-
unarstjóri hjá Krónunni. Foreldrar Andreu eru Lilja Margrét Jónasdóttir,
sem vinnur í mötuneyti Landsbankans í Reykjavík, f. 1969, og Guðjón Andri
Gylfason, f. 1968, efnafræðikennari í Menntaskólanum á Akureyri. Systir And-
reu er Emilía Hrönn Andradóttir, hjúkrunarfræðingur á Akureyri, f. 1990.
Andrea Ösp Andradóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þegar málin eru skoðuð ofan í kjöl-
inn muntu sjá að eitthvað reynist ekki eins
eftirsóknarvert og þér fannst í upphafi.
Fljótfærni er engum til góðs.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þér berast nýjar upplýsingar úr
óvæntri átt. Reyndu samt að halda ró
þinni, þótt mikið gangi á. Lærðu að segja
nei áður en það verður of seint.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Dagurinn einkennist af fjaðrafoki.
Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þér finnist
hlutirnir vera að þróast í rétta átt.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Hugmyndirnar streyma til þín svo
þú átt í vandræðum með að skrá þær
helstu hjá þér. Láttu það samt ekki brjóta
þig niður en hafðu gát á orðum þínum.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Sannleikurinn er sagna bestur og það
skaltu hafa í huga allavega gagnvart þínum
nánustu. Prófaðu langa göngutúra í fersku
lofti.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Íhugaðu hvernig þú getur bætt lífs-
gæði þín, sérstaklega varðandi heilsu þína.
Gefðu þér tíma til að hitta vini og félaga.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það er jafn auðvelt að gera eitthvað
sem maður hefur ekki gert áður og að end-
urtaka sig í sífellu. Taktu því við stjórnar-
taumunum er færi gefst og stýrðu málum í
höfn.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þú ert að glíma við eitthvert
vandamál sem veldur þér miklum heila-
brotum.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þú verður beðinn um sér-
stakan greiða. Reyndu að aðskilja sjálfan
þig frá því hvernig hlutverk þitt í sambandi
við aðra er skilgreint.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Þér getur liðið ósköp vel án pen-
inga, og þú ert jafn ríkur og þú ert ánægð-
ur. Hlustaðu vel á líkama þinn og leggðu
þig fram um að rækta líkama og sál.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Gefðu þér tíma til að íhuga hvað
það er sem skiptir þig máli. Viðurkenningin
kemur en hún tekur sinn tíma.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Notaðu daginn í dag til þess að
sinna fasteignaviðskiptum eða kaupa eitt-
hvað fallegt fyrir heimilið. Haltu öllu sem
einföldustu og þá mun árangurinn ekki láta
á sér standa.
ið.“„ Það er að mörgu að huga og það
voru fjáraflanir og basarar og minn-
ingakort seld og þeim sem áttu erfitt
var hjálpað. Haldnar voru jóla-
skemmtanir fyrir börn og safnað fyr-
ir ýmsum mikilvægum málefnum“.
Hún lagði sig fram um að verk
kvenna væru metin að verðleikum,
en væru ekki bara sjálfsögð sjálf-
boðavinna.
Hún hefur ferðast víða um heim-
inn í störfum fyrir alþjóðleg kvenna-
samtök og komist alla leið til Kína og
verið góður fulltrúi Íslands þar sem
hún hefur farið. Einnig hefur hún
ferðast víða innanlands á vegnum
Kvenfélagasambandsins:„Konur úti
á landi og kvenfélögin hafa gert svo
mikið fyrir samfélagið.“
Í gegnum nám og störf hefur Stef-
anía kynnst mörgu góðu fólki, bæði
erlendis og hérlendis og lagt sig fram
um að hafa samband við það: „Mér
þykir svo vænt um allt þetta fólk sem
margt er farið yfir móðuna miklu“.
Mikill harmur varð í fjölskyldunni
síðastliðið haust þegar Hallfríður
dóttir hennar lést úr krabbameini.
„Það var hræðilegt að horfa upp á
þennan sjúkdóm, en alltaf var hún
börn á þessum árum og við gengum í
mörg störf.“ Mörgum árum seinna
hittust Stefanía og Ólafur á gamlárs-
kvöldi á Akureyri og fóru eftir það að
skrifast á. Árið 1954 giftu þau sig og
fóru saman til Edinborgar í Skot-
landi þar sem Ólafur var að ljúka
námi.
Þegar heim var komið frá Skot-
landi bjuggu ungu hjónin fyrst í
leiguhúsnæði í Reykjavík. Eftir að
hafa reynt að fá lóð þar enduðu þau á
Þinghólsbrautinni í Kópavogi þar
sem þau byggðu sér hús. Þar bjuggu
þau í 61 ár og ólu upp börnin sín fjög-
ur. „Þar var yndislegt útsýni yfir haf-
ið og gott að vera. Við fluttum í íbúð-
ina hérna í Kópavogstúni síðastliðin
vetur og við húsinu á Þinghólsbraut
tók gott ungt fólk, einnig með fjögur
börn, og ég er mjög ánægð með það.“
Stefanía hefur alla tíð verið mikill
talsmaður handverks kvenna og
sögu þeirra auk þess að stunda sjálf
handíðar af ýmsu tagi. Hún var for-
maður Kvenfélags Kópavogs og síð-
ar forseti Kvenfélagasambands Ís-
lands og er þar heiðursfélagi.
„Kvenfélagsstörfin eru bæði
skemmtileg en geta líka verið erf-
S
tefanía María Pétursdóttir
fæddist 16. ágúst 1931 á
Siglufirði. Hún er glæsi-
leg kona og ber sig vel og
heimilið ber því vitni að
hún hefur alla tíð hugað vel að heimili
sínu og fjölskyldu. „Það var mjög
gott mannlíf á Siglufirði bæði fyrir
börn og fullorðna. Við börnin vorum
á skíðum og í boltaleik og það var
talsvert leiklistarlíf í bænum.“ Hún
segir að mikill samhugur hafi alltaf
ríkt á Siglufirði og fólk staðið saman
ef einhver varð fyrir áföllum í lífinu.
Tíu ára afmælisdagur Stefaníu er
henni sérstaklega minnisstæður en
þá var hún í sveit í Haganesvík og
bjóst við símhringingu frá fjölskyldu
sinni í tilefni dagsins. Þegar enginn
hringdi var hún orðin ansi leið en að
lokum hringdi pabbi hennar um
kvöldið. Í ljós kom að allt símkerfi
landsins var gert óvirkt þennan dag
og eftir Jörgensen, símstöðvarstjóra
á Siglufirði, var haft að einhver voða-
lega merkilegur maður væri á land-
inu og að það mætti ekki nokkur
maður vita um það. Þessi frægi mað-
ur reyndist vera enginn annar en for-
sætisráðherra Bretlands, Winston
Churchill, sem kom til að heilsa upp á
setulið Breta. „Ég varð því að fyr-
irgefa þetta því ég hafði trú á
Churchill og að hann myndi klára
þetta hryllilega stríð.“
Stefanía lauk Gagnfræðaskólanum
á Siglufirði en fór þaðan í Verzl-
unarskóla Íslands. Hún segir að hún
hafi haldið góðu sambandi við skóla-
systkinin frá Siglufirði og eins ferm-
ingarsystkinin og einnig hittist hóp-
urinn úr Verzlunarskólanum í kaffi
einu sinni í mánuði. „Það er alltaf
gaman að hitta fólkið, þótt við séum
orðin færri í dag.“
Eftir Verslunarskólann fékk Stef-
anía stöðu á Símanum á Akureyri en
fór síðan suður til Reykjavíkur og
varð ritari hjá Ásgeiri Ásgeirssyni
forseta. „Ég var þar alveg þar til ég
fékk mun betur launaða vinnu hjá
fjármálaráðuneytinu og þar var ég í
nokkur ár.“
Stefanía kynntist eiginmanni sín-
um, Ólafi, þegar hún var tæplega 9
ára og hann 12 ára, en þau voru í
sömu sveit að Völlum í Svarfaðardal.
„Þar lærði ég að vinna, eins og mörg
jafndugleg að búa okkur undir að
hún færi.“ Fjölskyldan er mjög sam-
hent sem sýndi sig vel á þessum erf-
iða tíma sem þau gengu í gegnum.
„Maður sér það á svona stundum að
fjölskyldan er það sem manni er gef-
ið best.“
Að sögn barna Stefaníu er hún
alltaf eins og klettur í fjölskyldunni,
áhugasöm, víðlesin, fróð, listræn og
hefur ávallt verið til staðar fyrir fólk-
ið sitt.
Stefanía María hlaut riddarakross
hinnar íslensku Fálkaorðu árið 1993
fyrir félagsstörf sín.
Fjölskylda
Eiginmaður Stefaníu er Ólafur
Tómasson, verkfræðingur og fv.
Póst- og símamálastjóri, f. 26.5. 1928.
Foreldrar hans voru hjónin Tómas
Björnsson, kaupmaður á Akureyri, f.
8.1.1895, d. 27.10. 1961, og Margrét
Thorarensen Þórðardóttir húsfreyja,
f. 21.2.1891, d. 12.6. 1983. Börn Stef-
aníu og Ólafs eru 1) Tómas Björn
verkfræðingur, f. 14.5. 1955, kvæntur
Hólmfríði Aðalbjörgu Pálmadóttur
kennara, f. 11.4. 1958. Þau eiga börn-
in Kristínu Maríu, f. 28.8. 1983; Ólaf
Stefanía María Pétursdóttir fv. formaður Kvenfélagasambands Íslands – 90 ára
Það sem manni er gefið best
Ljósmynd/Sigrún Magnúsdóttir
Fjölskyldan Afkomendur og tengdabörn Ólafs og Stefaníu á 90 ára afmæli Ólafs 2018, litla barnið er Sóley Jónsdóttir.
Til hamingju með daginn