Morgunblaðið - 16.08.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. ÁGÚST 2021
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL
Opið virka
daga frá 9-18
lau frá 10-16
Vefverslun brynja.is
Yfir 20 gerðir til á lager
Verð frá 9.750,-
Vandaðir póstkassar frá
Björn, f. 13.3. 1991, og Ingibjörgu
Ástu, f. 13.11. 1994. 2) María læknir,
f. 15.7. 1960. Maki er Jón Freyr Jó-
hannsson, f. 17.5. 1962, kennari. Börn
hennar með Magnúsi Friðrikssyni
eru Einar Búi, f. 16.1. 1986, og Una
Björg, f. 23.1. 1990. 3) Hallfríður,
tónlistarkona og rithöfundur, f. 12.7.
1964, d. 4.9. 2020, gift Ármanni
Helgasyni, tónlistarmanni, f. 5.1.
1964, og þau eiga börnin Gunnhildi
Höllu, f. 27.5. 1997, og Tryggva Pét-
ur, f. 29.8. 1999. 4) Kristín Anna nátt-
úrufræðingur, f. 6.11. 1965, gift
Kristni Þorbergssyni lækni, f. 6.1.
1963. Þau eiga börnin Stefaníu Mar-
íu, f. 21.12. 1992; Kára Þorberg, f.
3.11. 1997, og Ólaf Áka, f. 21.2. 2002.
Langömmubörnin eru þrjú: Sóley,
f. 2018, Ari Kai, f. 2019, og nýfædd
stúlka, f. 2021.
Systkini Stefaníu eru Hallfríður
Elín, f. 26.3. 1929, d. 1.2. 2016; Krist-
ín Hólmfríður, f. 23.1. 1934 og Björn,
f. 20.7. 1937, d. 8.4. 2015.
Foreldrar Stefaníu voru hjónin
Pétur Sigurður Hallberg Björnsson,
kaupmaður á Siglufirði og fulltrúi hjá
áfengisvarnaráði ríkisins, f. 25.10.
1897, d. 11.5. 1978, og Þóra Jóns-
dóttir húsfreyja, f. 20.10. 1902, d.
20.12. 1987.
Stefanía
María
Pétursdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
húsfreyja á Hólum, Bakkasókn, Eyj., og í
Breiðargerði í Tungusveit, Skag.
Þórður Pálsson
bóndi og smiður á Hólum og Fagranesi í
Öxnadal og í Breiðargerði í Tungusveit, Skag.
Hallfríður Þórðardóttir
húsfreyja í Hrísey og á Siglufirði
Jón Kristinn Kristinsson
útvegsbóndi og kennari á Ystabæ í Hrísey,
síðar fiskmatsmaður og kennari á Siglufirði
Þóra Jónsdóttir
húsfreyja á
Siglufirði og í
Reykjavík
Kristín Hólmfríður Þorvaldsdóttir
húsfreyja á Ystabæ í Hrísey
Kristinn Tryggvi Stefánsson
útvegsbóndi á Ystabæ í Hrísey. Fósturforeldrar Jón
Brandsson og Kristín Baldvinsdóttir á Ystabæ
Jónanna Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Hornbrekku í Ólafsfirði og víðar, fór til
Vesturheims 1894 og bjó m.a. í Gimli í Kanada
Jóhannes Jóhannesson
bóndi í Hornbrekku í Ólafsfirði,
fórst með Draupni frá Siglufirði
Stefanía Margrét Jóhannesdóttir
húsfreyja á Á í Unadal og víðar, vann við
fatasaum og rak mötuneyti á Siglufirði
Björn Hinrik Guðmundsson
b. á Á í Unadal og víðar, síðast bús. á Siglufirði
Valgerður Ólafsdóttir
húsfreyja á Ingveldarstöðum
á Reykjaströnd, Skag., og í
Hvammkoti á Skaga, Skag.
Guðmundur Gunnarsson
bóndi á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd, síðar í
Hvammkoti á Skaga, Skag.
Úr frændgarði Stefaníu Maríu Pétursdóttur
Pétur Sigurður
Hallberg Björnsson
verslunarstjóri
á Siglufirði, b. í
Garði í Hegranesi,
Skag. og fulltrúi hjá
áfengisvarnaráði ríkisins,
síðast bús. í Rvk.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ER AÐ SPÁ Í AÐ FARA Í SIGLINGU UM
HEIMINN. VILTU KOMA MEÐ?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að verja hana gegn
dónum.
ÞAÐ FLÝTUR DAUÐ FLUGA Í
KAFFINU ÞÍNU
SKÁL FYRIR
MÁNUDÖGUM!
ÉG SÉ AÐ
ÞÚ ERT MEÐ
MISTILTEIN
YFIR DYRA-
GÆTT-
INNI!
ÞÚ VILT KANNSKI KYSSA EIGUR
ÞÍNAR BLESS?
SJÚKR
ABÍLL
„ÞAÐ ER ALLTAF BRJÁLAÐ AÐ GERA
EFTIR SVONA HRET.“
ÁBoðnarmiði spyr Guðrún Jak-
obsdóttir spurningar:
Seinast er ég sá þig hér
Sigga litla á götu,
þú hafðir tutlað handa mér
hyrnda á í fötu.
Góð var mjólkin, gæskan mín,
ég gaf þér kossa fjóra.
En af hverju hét ærin Sín,
ekki bara Móra?
Gunnar J. Straumland flytur „Ref-
hverfar sléttubandafregnir af heil-
brigðismálum“:
„Óvelkomnar fregnir af svokölluðu
deltaafbrigði heimsfaraldursveir-
unnar berast nú daglega. Sumir eru
uggandi yfir fjárhagslegri framtíð
ferðaþjónustunnar vegna ástandsins“:
Deyðir okkar vonir veira,
varla koma gestir.
Leiðir skilja, aldrei eira
orku vorri pestir.
Aðrir hafa minni áhyggjur og
treysta á að ríkisstjórnin galopni
landið svo hægt sé að græða. Þeir hin-
ir sömu lesa vísuna þá bara afturábak:
Pestir vorri orku eira,
aldrei skilja leiðir.
Gestir koma, varla veira
vonir okkar deyðir.
Dagbjartur Dagbjartsson fer með
„Gamla ólundarvísu“:
Í sínum ljóðum sumir mest
sýna eigin heimsku.
vísur mínar væru best
vafðar þögn og gleymsku.
Friðrik Steingrímsson greip á
lofti frétt í DV: „Nýtt tilboð á bjór í
Bankastræti“:
Bólusettir bjórinn fá í Bankastræti.
Ósprautaðir ekki mæti,
annars verða bara læti.
„Ellin“ er hér yrkisefni Jóns Giss-
urarsonar:
Elli kerling ekki bíður
á mér lítt þó hrín.
Eitt er víst að áfram líður
ævistundin mín.
Þessi er „Framtíðarsýn“ Gylfa
Þorkelssonar:
Best er að liggja á bakinu,
með báðar hendur í takinu,
bíða og vona
að bjargist nú svona
og bunan lendi’ ekki’ í lakinu.
Gömul vísa um niðursetning í lok-
in:
Að hann dáið hafi úr hor
held ég rengja megi.
Hitt er satt hann var í vor
vel fram genginn eigi.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Blessuð sauðkindin
og bölvuð pestin