Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 1428
Sundkjóll
15.990 kr
Stærðir 42-56
Bikiní haldari
8.990 kr
C-H skálar
Bikiní haldari
8.990 kr
Stærðir 42-54
Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
Sjálfstæðisflokkurinn hélt flokks-
ráðs- og formannafund sinn um
helgina, og fór hann fram á Hilton
hótel Nordica, og á sex öðrum stöð-
um á landinu samtímis. Fundinn
sóttu á fjórða hundrað manns um
land allt og samþykktu þeir þar
kosningaáherslur flokksins. Slagorð
flokksins verður „Land tækifær-
anna.“
Sjálfstæðisflokkurinn mun leggja
áherslu á ábyrga efnahagsstjórn,
uppstokkun tveggja tryggingakerfa
og frjáls alþjóðaviðskipti, auk þess
sem hann vill að réttur til heilbrigð-
isþjónustu verði tryggður.
Þá mun hann einnig leggja
áherslu á græna orkubyltingu,
lækkun skatta, starfræna byltingu
og aukna fjölbreytni í mennta-
kerfinu. Sömuleiðis vill flokkurinn
slaka á sóttvarnaraðgerðum og
leggja aukna áherslu á einstaklings-
bundnar sóttvarnir. Þá megi sótt-
varnaraðgerðir til lengri tíma ekki
taka mið af stöðunni á Landspítala
heldur þurfi skipulag og stjórnun
spítalans að taka mið af aðstæðum á
hverjum tíma.
Tímabundnir grænir skattar
Flokkurinn boðar græna byltingu
en telur að grænir skatta eigi að
vera tímabundnir. „Grænir skattar
eiga ekki að hafa það markmið að
auka tekjur hins opinbera. Þeir eiga
að vera tímabundið úrræði sem
hættir að skapa tekjur þegar
kolefnishlutleysi hefur verið náð,“
segir í stefnuskrá flokksins. Þá vill
flokkurinn skapa hvata til grænna
fjárfestinga og að Ísland verði leið-
andi í orkuskiptum á heimsvísu og
fyrst þjóða óháð jarðefnaeldsneyti.
Uppstokkun á tryggingakerfi ör-
yrkja er á stefnuskrá flokksins.
Lögð er áhersla á að tryggja fjár-
hagslegt sjálfstæði öryrkja og að
stuðlað verði að því að öryrkjar hafi
ávinning af því að afla sér tekna.
Þeim verði auðvelduð þátttaka á al-
mennum vinnumarkaði með tilliti til
starfsgetu án þess að þeir verði fyrir
umtalsverðri skerðingu á örorkulíf-
eyri. Þá verði tryggingakerfi eldri
borgara endurskoðað frá grunni og
frítekjumark atvinnutekna hækkað í
200 þúsund krónur á mánuði.
Flokkurinn vill innleiða nýtt fyrir-
komulag ellilífeyris almannatrygg-
inga til að skapa hvata til atvinnu.
Vegna fortíðarstöðu verði tekin upp
sérstök lífeyrisuppbót til þeirra sem
hafa áunnið sér takmörkuð lífeyris-
réttindi, eins konar viðbótargreiðsla
úr lífeyrissjóðum sem skerðist ekki
vegna annarra tekna.
Í menntamálum boðar flokkurinn
aukna fjölbreytni í menntakerfinu.
„Auk opinbers rekstrar séu kostir
einstaklingsframtaksins nýttir með
sjálfstætt starfandi skólum og hið
opinbera greiðir það sama með
hverjum nema, óháð rekstrarformi
skólans sem hann sækir,“ segir í
stefnuskrá flokksins. Þá kemur einn-
ig fram að huga þurfi sérstaklega að
börnum með erlent móðurmál og
drengjum, sem standi höllum fæti.
Valfrelsi í samgöngum
Í samgöngumálum vill flokkurinn
nútímalegar, greiðar og öruggar
samgöngur um allt land með upp-
byggingu öflugra innviða, valfrelsi
og fjölbreytni að leiðarljósi og segja
einn samgöngumáta ekki eiga
þrengja að öðrum.
Sjálfstæðisflokkurinn leggur
áherslu á að við skipulag heilbrigð-
isþjónustu sé réttur einstaklinga til
þjónustu tryggður. Sjúkratrygg-
ingar muni bera ábyrgð á því að sá
sem þarf á þjónustu að halda fái
hana innan ákveðins tíma.
Flokkurinn telur tilefni til að end-
urskoða ákveðna þætti stjórnar-
skrárinnar en telur heildarendur-
skoðun samræmast illa
sjónarmiðum um réttaröryggi og
fyrirsjáanleika.
Einnig kemur fram í stefnu-
skránni að fjölga þurfi lögreglu-
mönnum og að þekking, þjálfun,
starfsumhverfi og búnaður þeirra
þurfi að vera í takt við nútímann.
Græn orkubylting
í landi tækifæranna
- Uppstokkun tveggja tryggingakerfa og lægri skattar
Ljósmynd/Haraldur Thors
Græn bylting Bjarni Benediktsson ávarpaði flokksráðsfundinn.
Viðreisn kynnti kosningaáætlun sína
á rafrænum landsfundi á laugardag-
inn. Flokkurinn leggur áherslu á
inngöngu að Evrópusambandinu að
undangenginni þjóðaratkvæða-
greiðslu, blandað heilbrigðiskerfi,
umhverfismál og uppstokkun í sjáv-
arútvegsmálum. Þá boðar flokkurinn
einnig slökun sóttvarnaraðgerða. Yf-
irskrift fundarins var „Gefum fram-
tíðinni tækifæri.“
Flokkurinn vill sjá „sanngjarnar“
leikreglur í sjávarútvegi og að réttur
til veiða verði með tímabundnum
leigusamningum til 20-30 ára í senn.
Þá yrði hluti kvótans boðinn upp á
markaði á hverju ári. Með tímanum
sér flokkurinn fyrir sér að allar veiði-
heimildir verði bundnar slíkum
samningum og útgerðin greiði fyrir
afnot af fiskimiðunum í samræmi við
markaðsverðmæti aflaheimilda.
Viðreisn vill „þjónustuvætt opin-
bert heilbrigðiskerfi“ og segja því
best náð með blönduðu heilbrigðis-
kerfi. Þá telur flokkurinn að sótt-
varnaraðgerðir séu óhóflega íþyngj-
andi vegna fjárskorts
heilbrigðiskerfisins og segir það
ótækt. Einnig þurfi að létta á tak-
mörkunum með stórauknu aðgengi
að hraðprófum.
Flokkurinn boðar græna skatta.
„Viðreisn vill hvetjandi grænt kerfi
þannig að það borgi sig að vera um-
hverfisvæn og að þau borgi sem
menga,“ segir í stjórnmálaályktun
flokksins, en Viðreisn telur að Ísland
geti verið leiðandi í baráttunni gegn
loftslagsbreytingum eins og það hef-
ur verið í jafnréttismálum.
Viðreisn setur Evrópumálin á
dagskrá og vill binda gengi krónunn-
ar við evru með samningi við Seðla-
banka Evrópu. ingathora@mbl.is
Vilja ,,sanngjarn-
an“ sjávarútveg
- Grænir skattar,
ESB og slökun sótt-
varnartakmarkana
Morgunblaðið/Eggert
Viðreisn Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir á fundinum um helgina.
„Skattkerfið á að styðja við græn
markmið, markmið í loftslagsmálum,
og stuðla að því að við náum okkar
markmiðum um samdrátt í losun,“
sagði Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra á landsfundi Vinstri
grænna á laugardaginn, en hún var
þar endurkjörin sem formaður
flokksins.
Auk Katrínar var Guðmundur Ingi
Guðbrandsson, umhverfis- og auð-
lindaráðherra, endurkjörinn varafor-
maður og Rúnar Gíslason endurkjör-
inn sem gjaldkeri en þau voru öll ein í
framboði. Baráttan um ritararaemb-
ættið var aðeins meira spennandi en
þar buðu sig fram Sóley Björk Stef-
ánsdóttir og Guðrún Ágústa Guð-
mundsdóttir og hafði Sóley Björk
betur.
Á fundinum var einnig lögð fram
stefnuskrá flokksins fyrir komandi
kosningar undir yfirskriftinni „Það
skiptir máli hver stjórnar,“ en Vinstri
græn vilja leiða næstu ríkisstjórn.
Í stjórnmálaályktun fundarins
kemur fram að Vinstri græn vilji
græna skatta. Jafnframt er lögð
áhersla á að skattakerfið sé réttlátt
jöfnunartæki og boða þau þrepa-
skiptan fjármagnstekjuskatt.
Í stefnuskrá flokksins kemur einn-
ig fram markmið um sköpun nýrra,
grænna starfa. Vinstri græn vilja efla
grænar fjárfestingar og loftslags-
væna nýsköpun. Þá vill flokkurinn
skylda lífeyrissjóði og fjármálastofn-
anir til að meta fjárfestingar sínar út
frá loftslagsáhrifum.
Flokkurinn boðar orkuskipti í al-
menningssamgöngum, græna teng-
ingu milli höfuðborgarsvæðis og
Keflavíkurflugvallar og vill flýta fyrir
Borgarlínu.
Þá vill flokkurinn að markmið Ís-
lands í loftslagsmálum verði uppfærð
og stefnt verði að a.m.k. 60% sam-
drætti losunar árið 2030 en núver-
andi markmið er 55%.
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
Endurkjörin Katrín Jakobsdóttir flutti ávarp á landsfundinum.
Græn markmið
í skattamálum
Stefna VG
» Skattkerfið sé réttlátt jöfn-
unartæki með þrepaskiptum
fjármagnstekjuskatti.
» Grænar fjárfestingar og
loftslagsvæn nýsköpun verði
efld.
» Flokkurinn boðar orkuskipti
í almenningssamgöngum,
græna tengingu milli höfuð-
borgarsvæðis og Keflavíkur-
flugvallar og að flýtt verði fyrir
Borgarlínu.
- Katrín endurkjörin formaður
2021 ALÞINGISKOSNINGAR