Morgunblaðið - 30.08.2021, Page 8

Morgunblaðið - 30.08.2021, Page 8
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ráðherra Tekin á beinið vegna krabbameinsmála kvenna. „Við áttum stutt spjall við ráðherrann og óskuðum svara. Margt af því sem við fengum voru síðbúnar annars flokks eftiráskýringar og þá vantar að fengin séu sjónarmið notenda þessara mikilvægu þjónustu,“ segir Erna Bjarnadóttir hagfræðingur. Konur úr aðgerðahópnum Aðför að heilsu kvenna, sem Erna er í, áttu sl. föstu- dag fund með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um stöðu grein- inga og miðlun niðurstaðna úr skimun fyrir leghálskrabbameini. Sem kunnugt er var fyrirkomulagi skimana breytt fyrir nokkru sem hef- ur verið umdeilt. Konur í hópnum segja undirbúning breytinga hafa verið ófullnægjandi, það er að sýni sem tekin eru skuli vera greind í Dan- mörku. Ekki sé kominn gagnagrunn- ur sem heldur utan um sýnin, greinir niðurstöður og miðlar upplýsingum. Allt þetta hafi leitt af sér óvissu, sem ekki sé bjóðandi konum, aðstandend- um og læknum þeirra. Í byrjun júlí sl. tóku nokkrar konur sig saman til að reyna enn að fylgja því eftir að framkvæmdin yrði bætt með til dæmis styttri biðtíma og skýr- ari leiðbeiningum varðandi niðurstöð- ur. Óskað var svara og skýringa frá ráðherranum, sem Erna segir rýr í roði. sbs@mbl.is Sjónarmið notendanna þarf að fá - Krabbameinsskimun í brennidepli - Óskuðu skýringa ráðherra - Skemmri bið 8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021 Kjarasamningar tókust loks um helgina á milli Félags flug- umferðarstjóra og Samtaka at- vinnulífsins fyrir hönd Isavia. Þar með var því forðað að flugumferðar- stjórar legðu niður vinnu á morgun með tilheyrandi áfalli fyrir Ísland og þá einkum íslenska ferðaþjónustu, sem glímt hefur við nægan vanda. Þetta er ánægjuefni og þakkarvert að deilendur skyldu leggja sig svo fram sem raun er og ná samn- ingum. Nú ætti að haldast friður á þessum vettvangi næstu tvö árin hið minnsta. - - - En Ísland þarf að koma sér út úr þessu háttalagi. Það geng- ur ekki að hér séu síendurtekið harðar kjaradeilur sem endi ýmist með stórskaðlegum verkföllum eða óraunsæjum samningum, nema hvort tveggja sé. - - - Í Hagsjá Landsbankans frá því á föstudag er yfirlit yfir launaþróun og á því má sjá að þessi mál hafa farið algerlega úr bönd- um hér á landi, sem hefur bitnað illa á ýmsum fyrirtækjum og óhjá- kvæmilega kostað marga vinnuna. - - - Hækkun meðallauna á Íslandi frá síðustu aldamótum, árin 2000-2020, hefur verið 204%. Í næsta landi, Noregi, hefur þessi hækkun verið 114% og í Svíþjóð 81%. Hjá öðrum er þróunin hægari, til dæmis 65% í Bretlandi og 52% í Þýskalandi. - - - Þetta felur í sér að meðal- hækkun launa hér á landi á ári hefur verið 5,8%, 3,9% í Noregi, 3,0% í Svíþjóð og 2,1% í Þýska- landi. Dettur einhverjum í hug að laun hér á landi geti til langs tíma hækkað svo miklu meira en í öðr- um löndum? Slysi forðað STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið HÁTT HITAÞOL Íslenska öldungaliðið í brids vann sér keppnisrétt á heimsmeistara- móti sem verður á Ítalíu í lok mars á næsta ári ef staða kórónuveiru- faraldursins leyfir. Evrópukeppni um HM-sætin, sem fór fram á netinu í vikunni, lauk á laugardag. Lið frá 24 þjóðum tóku þátt í öld- ungaflokknum og Ísland endaði þar í áttunda sæti en liðin í átta efstu sæt- unum fá rétt til að keppa á heims- meistaramótinu. Ísland tók einnig þátt í opnum flokki, þar sem íslenska liðið endaði í 25. sæti af 31, og kvennaflokki þar sem Ísland endaði í 19. sæti af 20. Sú óvenjulega staða kom upp í opna flokknum, að ekkert lið mætti til leiks gegn Ítalíu en í ítalska liðinu var spilari, sem hefur verið sakaður um svindl og sætt keppnisbanni í Evrópu sem alþjóðlegi íþróttadóm- stóllinn aflétti síðar. Í öldungaflokknum, þar sem keppendur eru 62 ára og eldri, kepptu Björn Eysteinsson, Guð- mundur Sv. Hermannsson, Að- alsteinn Jörgensen, Sverrir Ár- mannsson, Haukur Ingason og Þorlákur Jónsson. Morgunblaðið/GSH Spilað í tölvum Það var ekki margmenni í spilasalnum í húsnæði Bridge- sambands Íslands þar sem íslensku spilararnir sátu við tölvur sínar. Fá keppnisrétt á HM - Evrópukeppni um sæti á heims- meistaramóti í brids fór fram á netinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.