Morgunblaðið - 30.08.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
Við leigjum út krókgáma
FRAMKVÆMDIR?
til lengri eða skemmri tíma
HAFÐU SAMBAND:
sími: 577 5757
www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum!
Að minnsta kosti 30 manns féllu í
árásum á stærstu flugbækistöð
stjórnarhersins í Jemen í gær. Þá
særðust að minnsta kosti 56 manns í
árásunum á Al-Anad-flugstöðina, en
hún er um 60 kílómetrum fyrir norð-
an Aden, næststærstu borg Jemen.
Mohammed al-Naqib, talsmaður
stjórnarhersins, sagði að uppreisn-
armenn úr röðum Húta hefðu skotið
eldflaugum að stöðinni, auk þess sem
dróni hefði tekið þátt í árásinni.
Abedrabbo Mansour Hadi, forseti
Jemen, sendi aðstandendum hinna
föllnu samúðarkveðjur sínar í gær og
hét því að Hútum yrði refsað
grimmilega fyrir „alla glæpina sem
þeir hafa framið gegn almenningi í
Jemen“.
Uppreisnarmennirnir sendu ekki
frá sér yfirlýsingu um árásina í gær.
Borgarastríð hefur nú ríkt í Jemen
frá árinu 2014, en þá náðu Hútar,
sem notið hafa stuðnings frá Íran,
höfuðborginni Sanaa á sitt vald.
Áætlað er að milljónir manna hafi
farið á vergang vegna átakanna og
tugþúsundir hafa týnt lífi.
AFP
Árás Fjöldi fólks fylgdist með þegar sjúkrabílar fluttu særða af vettvangi.
Minnst 30 stjórn-
arhermenn felldir
- Hútar sagðir bera ábyrgðina
Emmanuel Mac-
ron, forseti
Frakklands,
sagði í viðtali í
gær að þó að
Frakkland eigi í
viðræðum við ta-
líbana í Afganist-
an þýði það ekki
að landið sam-
þykki stjórn
þeirra. Macron
sagði að stjórn talíbana yrði að
tryggja mannréttindi og koma í veg
fyrir hryðjuverk.
Frakkland og önnur ríki hafa til-
kynnt að þau eigi í viðræðum við ta-
líbana um hvernig sé best að flytja
erlenda ríkisborgara frá Afganist-
an. „Við höfum aðgerðir sem við
þurfum að framkvæma í Afganist-
an, fólksflutninga. Talíbanar eru
þeir sem stjórna, við verðum að
vera í viðræðum við þá út frá hag-
nýtu sjónarmiði. Það þýðir þó ekki
að við viðurkennum stjórn þeirra,“
sagði Macron en hann er nú í heim-
sókn í Írak.
FRAKKLAND
Viðurkennir ekki
stjórn talíbana
Emmanuel
Macron
Byssan sem felldi
bandaríska út-
lagann Bill barn-
unga (e. Billy the
Kid) hefur selst
fyrir um sex
milljónir dollara,
eða um 760 millj-
ónir íslenskra
króna. Þetta er
hæsta verð sem
hefur fengist fyrir skotvopn á upp-
boði en búist var að hún myndi selj-
ast fyrir tvær til þrjár milljónir
dala.
Byssan er 44 kalíbera og var í
eigu fógetans Pats Garrett sem
banaði Billa með skoti í bringuna í
Nýju-Mexíkó 14. júlí árið 1881. Út-
laginn var þá einungis 21 árs gam-
all. Samkvæmt uppboðshúsinu Bon-
hams, er byssan í mjög góðu
ástandi þrátt fyrir að vera meira en
130 ára gömul.
BANDARÍKIN
Skotvopn seldist á
metupphæð
Billi barnungi
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Í gærmorgun barst sendiráði
Bandaríkjanna í Kabúl, höfuðborg
Afganistan, ítarleg og trúverðug
hótun um árás. Biðlaði sendiráðið
því til allra bandarískra ríkisborg-
ara í nágrenni við flugvöllinn að
koma sér þaðan í burtu. Síðar um
daginn gerði Bandaríkjaher drónaá-
rás á bíl í Kabúl sem var hlaðinn
sprengjuefni og var á leið á flugvöll-
inn. Talsmaður talíbana staðfesti
árásina og sagði að bílsprengja sem
átti að springa á flugvellinum hefði
verið eyðilögð og að önnur möguleg
loftárás hefði lent á húsi í nágrenn-
inu.
Bandaríkin sögðust aðeins hafa
sprengt upp bílinn en bættu við að
sprengingar sem urðu í kjölfarið
bentu til „talsverðs magns af
sprengiefni.“ Óvíst er hvort einhver
hafi særst í árásinni.
Á fimmtudag var sjálfsmorðs-
sprengjuárás við flugvöllinn í Kabúl
þar sem að minnsta kosti 170 féllu,
þar á meðal 13 starfsmenn banda-
ríska hersins og þrír breskir ríkis-
borgarar. Hryðjuverkasamtökin
Ríki íslams-Khorasan báru ábyrgð á
árásinni. Í kjölfarið gerðu bandarísk
stjórnvöld drónaárás á liðsmenn
Ríkis íslams. Tveir háttsettir liðs-
menn féllu í árásinni. Stjórnvöld í
Bandaríkjunum segja stöðuga ógn
stafa af Ríki íslams og því sé herinn
tilbúinn til þess bregðast við ef þörf
er á.
Bandaríkjamenn eru nú í kappi
við tímann að flytja fólk frá Afgan-
istan en frá því að talíbanar tóku
völdin 15. ágúst hafa um það bil 114
þúsund manns verið flutt úr landi.
Að sögn Anthonys Blinken, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, á enn
eftir að flytja um 300 bandaríska
ríkisborgara úr landi. Á morgun
eiga allir bandarískir hermenn að
vera komnir frá Afganistan sam-
kvæmt samkomulagi á milli Banda-
ríkjamanna og talíbana.
Kemur bráðlega fram
Í gær bárust einnig fréttir af því
að æðsti leiðtogi talíbana, Hibatul-
lah Akhundzada, sem hefur aldrei
komið fram opinberlega, væri stadd-
ur í borginni Kandahar í Afganistan.
„Ég get staðfest að hann er stadd-
ur í Kandahar. Hann mun bráðlega
koma fram opinberlega,“ sagði Bilal
Karimi, talsmaður talíbana, í gær.
Akhundzada hefur leitt talíbana
frá árinu 2016. Lítið er vitað um
störf hans dagsdaglega. Helst hefur
nafn hans verið birt af talíbönum
vegna árlegra skilaboða á hátíðis-
dögum íslam.
Stöðug ógn af fleiri árásum
- Bandaríkjaher gerði drónaárás á bíl hlaðinn sprengjuefni - Eiga enn eftir að
flytja 300 bandaríska ríkisborgara - Æðsti leiðtogi talíbana kominn til landsins
AFP
Flugvöllur Að minnsta kosti 170
féllu í árásinni á fimmtudag.
Fellibylurinn Ída náði landi í Louis-
iana-ríki í Bandaríkjunum í gær, 16
árum upp á dag eftir að fellibylurinn
Katrína reið yfir New Orleans og
fleiri en 1.800 manns létust. Vind-
urinn sem fylgir Ídu hefur náð 240
kílómetrum á klukkustund og er felli-
bylurinn flokkaður í flokk fjögur af
fimm á Saffir-Simpson-mælikvarð-
anum. Það bendir til þess að fellibyl-
urinn muni valda verulegum
skemmdum á byggingum, trjám og
raflínum. Sums staðar gæti áhlað-
andinn orðið allt að 4,8 metra hár
þannig að hluti strandlengjunnar fari
á kaf.
Þúsundir manna flúðu ríkið í fyrra-
dag en ríkisstjóri Louisiana, John Bel
Edwards, sagði storminn mögulega
geta orðið þann versta sem gengið
hefur yfir ríkið síðan um 1850.
Fellibylurinn Ída gæti orðið verri en Katrína sem kostaði fleiri en 1.800 manns lífið
Ída hefur
náð landi í
Louisiana
AFP