Morgunblaðið - 30.08.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
Ljósin loga Akureyrarbær fagnaði 159 ára afmæli sínu í gær og voru helstu byggingar bæjarins lýstar upp á litríkan og skemmtilegan hátt af því tilefni, þar á meðal Akureyrarkirkja.
Þorgeir Baldursson
Við Íslendingar er-
um útflutningsþjóð.
Það þýðir að lífskjör
okkar byggjast um-
fram allt á því að auka
útflutningsverðmæti.
Við erum líka þjóð
sem býr að farsælli
sögu þegar kemur að
sjálfbærni, hvort sem
litið er til nýtingar
sjávarauðlindarinnar
eða á endurnýjan-
legum, hreinum orkugjöfum.
Heimsbyggðin stendur frammi
fyrir miklum vanda þegar kemur að
loftslagsmálum. Mestu
skiptir að draga úr los-
un gróðurhúsaloftteg-
unda og þar komum
við að nauðsyn orku-
skipta, að heims-
byggðin hætti að nota
jarðefnaeldsneyti á
borð við kol og olíu og
nýti þess í stað endur-
nýjanlega orkugjafa.
Auðvitað eigum við
Íslendingar að ganga
vel um okkar nánasta
umhverfi og vera leið-
andi í því á heimsvísu,
eins og hingað til. En við getum
gert meira og eigum að gera meira,
miklu meira. Hér á landi er fram-
leidd 99,9% endurnýjanleg raforka,
hrein og græn orka. Það er eins-
dæmi. Þá getur reynsla okkar og
þekking þegar kemur að nýtingu
endurnýjanlegra orkugjafa reynst
bjargráð fyrir aðrar þjóðir.
Stóraukin framleiðsla á endur-
nýjanlegri orku á heimsvísu er ein
mikilvægasta og áhrifaríkasta að-
gerðin í loftslagsmálum. Við Íslend-
ingar erum í öfundsverðri stöðu og
getum slegið margar flugur í einu
höggi: eflt ímynd landsins, dregið
úr losun gróðurhúsalofttegunda og
styrkt stoðir útflutnings, aukið út-
flutningstekjur og skapað eftir-
sóknarverð og verðmæt störf.
Framlag okkar til loftslagsmála
er fólgið í því að auka framleiðslu á
grænni orku. Rafbílavæðingin,
orkuskiptin, síaukin eftirspurn eftir
vinnslu og hýsingu gagna meðal
annars með notkun ofurtölva og
eftirspurn eftir hreinum og vist-
vænum matvælum kallar allt á
aukna framleiðslu endurnýjan-
legrar orku. Þar stöndum við vel að
vígi í samanburði við aðrar þjóðir
og við eigum að nýta það tækifæri
til uppbyggingar á grænum, orku-
sæknum iðnaði í þágu verðmæta-
sköpunar og fjölgunar starfa hér á
landi. Framlag Íslands til loftslags-
mála er þannig í raun samofið út-
flutningshagsmunum okkar sem
þjóðar.
Við þurfum ekki og eigum ekki
að fara í felur með það sem við höf-
um fram að færa við lausn lofts-
lagsvandans. Við gerum mest gagn
í þeirri baráttu með því að fram-
leiða græna orku í ríkari mæli og
selja heimsbyggðinni grænar vörur
og þjónustu og hugvit okkar og
þekkingu á grænum lausnum.
Eftir Guðlaug Þór
Þórðarson » Við þurfum ekki og
eigum ekki að fara í
felur með það sem við
höfum fram að færa við
lausn loftslagsvandans.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Höfundur er utanríkis- og þróunar-
samvinnuráðherra.
Framlag Íslands til loftslagsmála
samofið útflutningshagsmunum
Það voru góð tíðindi
er Norðurál náði nýj-
um raforkusamningi á
dögunum. Samhliða
var tilkynnt um 15
milljarða króna viðbót-
arfjárfestingu á
Grundartanga. Mun
fyrirtækið byggja nýj-
an steypuskála til
framleiðslu á virðis-
aukandi sérvöru sem
styrkir mjög samkeppnisstöðu þess.
Framkvæmdin mun tímabundið
skapa meira en 100 störf og önnur
40 framtíðarstörf í kerskála. Það
styrkir Grundartanga enn frekar
sem öflugt atvinnusvæði.
Norðurál er eitt af 20 stórum og
smáum iðn- og þjónustufyr-
irtækjum á Grundartanga. Á svæð-
inu sækja um 1.100 manns atvinnu
og að auki má rekja önnur 2.100
störf til rekstursins. Þetta samfélag
fyrirtækja er langstærstu vinnu-
veitendur Hvalfjarðarsveitar og
Akraness. Tvö stærstu fyrirtækin,
Norðurál og Elkem, greiða í laun og
þjónustu um 20 milljarða á ári til
samfélagsins.
Þetta öfluga atvinnusvæði Grund-
artanga hafa fyrirtæki og sveitar-
félög byggt upp sameiginlega. Til
tryggingar á framþróun svæðisins
enn frekar var Þróunarfélag Grund-
artanga stofnað 2016. Að því standa
Hvalfjarðarsveit, Borgarbyggð,
Skorradalshreppur, Akraneskaup-
staður, Reykjavíkurborg og Faxa-
flóahafnir. Félaginu er ætlað að
sameina krafta sveitarfélaganna,
Faxaflóahafna og fyrirtækja til að
mynda eitt öflugt atvinnusóknar-
svæði og þróa nýja vaxtarmöguleika.
Grænt iðn- og atvinnusvæði
Félagið hefur staðið fyrir fjöl-
breyttum þróunar- og framfara-
málum. Þar má nefna skoðun nýrra
umhverfisvænna orkukosta, orku-
endurvinnslu, hitaveitu og fram-
leiðslu nýrra orkugjafa á borð við
rafeldsneyti. Þá hafa ylrækt og fisk-
eldi verið skoðuð. Markmiðið er að
fullnýta virðiskeðju framleiðslunnar,
forðast sóun verðmæta og byggja
upp grænna iðn- og atvinnusvæði í
hringrásarhagkerfi í anda sjálf-
bærnimarkmiða Sameinuðu þjóð-
anna.
Ráðist hefur verið í skógrækt með
„grænum trefli“ við Grundartanga,
unnið að betri tengingu við umhverf-
isvænar almenningssamgöngur, og
kynning efld á svæðinu. Að auki hef-
ur félagið hvatt til samstarfs um
auknar umhverfisrannsóknir og um-
hverfisvöktun. Fyrir er Hvalfjörður
líklega best vaktaða svæði landsins
sem tekur til um 100 mæliþátta í
lofti, sjó og ferskvatni, húsdýrum og
gróðri. Vöktunin er framkvæmd
af óháðum aðilum og er hluti mæl-
inganna aðgengilegur í rauntíma á
vef Umhverfisstofnunar.
Nýsköpunar- og þróunarklasi
Þróunarfélagið byggir á sýn um
uppbyggingu nýsköpunar- og þróun-
arklasa á Grundartanga. Þar verður
fjölbreytt starfsemi ólíkra fyrir-
tækja, stofnana og sem tengist
svæðinu, til umbóta, samstarfs og
þróunar. Metnaðurinn liggur í sjálf-
bærri verðmætasköpun, lágmörkun
vistspors og bættrar umhverfis-
verndar.
Rafeldsneyti og hitaveita
Tvö þróunarverkefni undir merkj-
um klasans ber að nefna:
Nú í sumar kynnti félagið vandaða
skýrslu um möguleika á framleiðslu
rafeldsneytis, en það er umhverfis-
vænt eldsneyti sem byggir á þekktri
tækni um framleiðslu vetnis með
endurnýjanlegri raforku og glat-
varma frá Elkem, ásamt því að nýta
koldíoxíð sem þegar er til staðar í
vistkerfi svæðisins. Þannig verði
dregið verulega úr losun gróður-
húsalofttegunda, orkuskipti efld og
stuðlað að kröftugri nýsköpun. Með
nýtingu þess mikla varma sem verð-
ur til í starfsemi á Grundartanga
væri mögulegt að byggja upp hita-
veitu fyrir svæðið og nágrenni þess.
Nú er unnið að undirbúningi og
rannsóknum á slíkri hitaveitu. Tak-
ist samningar um verkefnið og
tæknilegar áskoranir leystar er fyrir
séð að hitaveitan gæti tekið til starfa
á næstu árum.
Þróunarfélagið byggir á þeirri trú
að jákvæður ábati reksturs og fjár-
festinga styrki samkeppnishæfni
fyrirtækja á svæðinu. Hann skapar
öruggara atvinnuumhverfi, styður
við bætta þjónustu sveitarfélaga
svæðisins og skapar aukið mótvægi
við loftslagsbreytingar. Það er veg-
ferð sjálfbærni fyrirtækja og sam-
félags. Því er sóknarhugur í þeim
sem standa að uppbyggingu at-
vinnusvæðisins á Grundartanga í
Hvalfjarðarsveit.
Eftir Björgvin
Helgason og
Ólaf Adolfsson
» Öflugt atvinnusvæði
á Grundartanga þró-
ar nýja vaxtarmögu-
leika með vegferð fyrir-
tækja og samfélags til
sjálfbærni.
Björgvin
Helgason
Björgvin er oddviti Hvalfjarðar-
sveitar og Ólafur er bæjarfulltrúi
á Akranesi og formaður
Þróunarfélags Grundartanga.
Björt framtíð Grundartanga
Ólafur
Adolfsson