Morgunblaðið - 30.08.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
Viðurkennd að-
ferðafræði þegar meta
skal árangur ráðstaf-
ana í umferðarmálum
er að reikna þjóðhags-
legan arð af verkefn-
inu. Þetta eru flóknir
útreikningar og vand-
meðfarnir svo auðvelt
er að láta sér yfirsjást
um það hvaða for-
sendur er rétt að gefa
sér og hverjar ekki. Einn mikilvæg-
asti hlutinn er að gera sér grein fyr-
ir áhrifum á tafir fólks í umferðinni
og oft sá liður sem skiptir sköpum.
Fyrir liggja nokkrar skýrslur allt
frá árinu 2014 fram til frumdraga-
skýrslu borgarlínu sem kom út nú í
ár og allar eiga þær það sameigin-
legt að reikna engar þær tafir á um-
ferð sem orsakast af tilkomu borg-
arlínunnar. Þessi forsenda á aðeins
við léttu borgarlínuna en ekki þá
þungu sem frumdragaskýrslan ger-
ir ráð fyrir. Þunga borgarlínan, sér-
staklega útfærsla hennar á Suður-
landsbraut, tefur aðra umferð mikið
og þess er hvergi getið í skýrslum.
Reiknimeisturum borgarlínu til
afsökunar má segja að umferðar-
tafir eru það sem knýr fólk til að
nota almenningssamgöngur og í
sumum borgum erlendis eru taf-
irnar það miklar að það tekur svip-
aðan tíma að aka til vinnu sinnar á
einkabíl og að taka strætó og hvergi
pláss fyrir nýjan veg.
Við þær aðstæður ligg-
ur beinast við að grafa
jarðgöng undir borgina
en til er annað ráð,
ódýrara, sem margir
velja. Það er að loka
akreinum fyrir umferð
einkabíla og leggja
þær undir strætó. Þar
með flýtir maður fyrir
þeim samgöngumáta
en markaðsöflin sem
gilda um val fólks á
ferðamáta sjá síðan til
þess að fleira fólk leggur einkabíln-
um og fer með strætó þar til ferðir
með einkabíl taka á ný svipaðan
tíma og strætóinn. Þar með taka
báðir ferðamátar aftur svipaðan
tíma en nú minni og allir ánægðir.
Í þessu dæmi yfirsést reikni-
meisturunum borgarlínu aftur, því
hér eru aðstæður allt aðrar. Hér
tekur um tvöfalt til þrefalt lengri
tíma að ferðast til vinnu með strætó
en einkabíl og þótt einhverjar ak-
reinar séu teknar frá einkabílnum
nægir það ekki til að auka hlutdeild
strætó í ferðum borgaranna nema
lítið eitt og við sitjum uppi með enn
meiri umferðartafir.
Ef á þetta er bent segja reikni-
meistarar borgarlínu að umferð-
arástand stórborganna sé alveg að
bresta á hjá okkur líka og ekki
seinna vænna að bregðast við því.
Er það svo?
Til að svara þessari spurningu
verður að segja fyrir um umferð og
umferðartafir og til þess höfum við
ýmsar gagnlegar upplýsingar. Hag-
stofan birtir árlega mannfjöldaspá
til 50 ára og þar af hefur 71% öku-
skírteini. Vegagerðin hefur sýnt
fram á samhengi umferðar og hag-
vaxtar. Enn fremur sýnir saman-
burður umferðarmælinga Vega-
gerðarinnar á höfuðborgarsvæðinu
og mælinga fyrirtækisins TomTom
á umferðartöfum á höfuðborg-
arsvæðinu að þar er mjög náið sam-
hengi á milli. Með þessar upplýs-
ingar í höndum má gera reiknilíkan
sem spáir um breytingar á umferð
og umferðartöfum fram í tímann og
reiknar út frá því breytingar á
ferðatíma.
Til viðbótar við kostnaðaráætl-
anir samgöngusáttmálans hefur
Áhugafólk um samgöngur fyrir alla
(ÁS) einnig gert áætlanir um stofn-
kostnað fyrir breikkun vega þar
sem bæta þarf við sérakrein fyrir
létta borgarlínu og áætlanir um
stofnkostnað fleiri umferðarmann-
virkja. ÁS hefur einnig metið áhrif
framkvæmdanna til að minnka tafir
og slys í umferðinni. Það mat má
nýta í reiknilíkaninu til að meta
áhrif hinna nýju innviða á ferðatíma
í framtíðinni.
Ástandið núna má lesa úr við-
horfskönnun MMR frá maí 2021 en
samkvæmt henni tekur um 28 mín-
útur að ferðast til vinnu með strætó,
eða þrisvar sinnum lengri tíma en
tekur með einkabíl. Með sér-
akreinum má minnka þennan tíma
um þrjár mínútur eða svo. Ferða-
tíminn með einkabíl er síðan rúmt
áætlaður 12 mínútur, þar af fara
fjórar mínútur í tafir. Reiknilíkanið
er notað til að spá fyrir um ferða-
tíma með einkabíl eftir því hvor
borgarlínan er valin og tekið tillit til
þeirra umferðartafa sem sú þunga
veldur. Niðurstaðan er sýnd á með-
fylgjandi mynd og borin saman við
ferðatíma með strætó að göngutíma
að og frá biðstöð meðtöldum.
Eins og meðfylgjandi mynd sýnir
dregur ekki svo saman með ferða-
tíma einkabíls og strætó næstu 50
árin að það gefi tilefni til marktækr-
ar aukningar á hlutdeild strætó í
ferðavali fólks frá þeim þremur til
fjórum prósentum sem hún er í í
dag, hvað þá heldur að 12% mark-
mið SSH náist. Til lengri tíma mun-
ar síðan um tveimur mínútum á
ferðatíma einkabíls eftir því hvort
valið er að innleiða þungu borgarlín-
una eða þá léttu. Það virkar ekki
hátt, en ferðir á höfuðborgarsvæð-
inu eru um milljón á dag svo það
safnast upp í allmörg mannár yfir
árið. Margfaldað með lágum með-
allaunum fæst upphæð af stærðar-
gráðunni ein loðnuvertíð á ári og
þeirri upphæð verða atvinnuveg-
irnir að rísa undir til viðbótar öðru
verði þunga borgarlínan fyrir val-
inu. Þarna er um mikla blóðtöku að
ræða sem skaðar framleiðslugetu
Íslands.
Almenningssamgöngur á höf-
uðborgarsvæðinu þarf að bæta af
mörgum ástæðum. En það að
reikna stærsta kostnaðarliðinn, um-
ferðartafir út frá léttu borgarlín-
unni, og hanna síðan án frekari
reikninga þá þungu, er yfirsjón sem
bæta þarf úr.
Eftir Elías
Elíasson »Hér tekur um tvöfalt
til þrefalt lengri
tíma að ferðast til vinnu
með strætó en einkabíl.
Elías Elíasson
Höfundur er verkfræðingur.
eliasbe@simnet.is
Yfirsjónir í útreikningum borgarlínu
Forsíðufrétt Mbl.
18. ágúst er: Úr hönd-
um Íslendinga.
Fréttin segir
greiðslumiðlun nær
alfarið komna í er-
lenda eigu eftir sölu
Valitors úr landi. Mál-
ið sé á borði þjóðarör-
yggisráðs og Seðla-
banki Íslands knýi á
um aðgerðir. Seðla-
banki varaði við hvert stefndi 2019.
Síðan hafa verið haldnir fjórir fund-
ir.
Arion seldi Valitor til Rapid Ísr-
ael. Áður seldi Íslandsbanki Borg-
un til Salt Pay í Brasilíu. Ekki að
furða að forsætisráðherra sé
áhyggjufull.
Nýlega var í fréttum að Arion
ætlaði að borga hluthöfum út 70
milljarða arð og Íslandsbanki
myndi fylgja í kjölfarið með arð-
greiðslur. Báðir selja bankarnir allt
sem hægt er til að fullnægja
græðgi hluthafa sinna.
Við lestur Mbl. rifjaðist upp fyrir
mér sala Arion banka. Sigmundur
Davíð benti á að bankinn væri stút-
fullur af peningum sem kaupendur
myndu greiða sér út. Hann vildi að
ríkið nýtti forkaupsréttinn og setti
fram hugmynd um greiðslu til al-
mennings líkt og þegar hann losaði
hrægammana úr haldi. Ríkis-
stjórnin og fleiri lögðust alveg gegn
því. Sögðu það ekki hægt, auk þess
sem ríkið ætti ekki að reka banka.
Betra væri að gefa bankana en eiga
þá áfram. Forsætisráðherra sagði
ríkið ekki eiga forkaupsrétt.
Nokkrum vikum seinna féll hún frá
forkaupsréttinum. Allt sem varað
var við hefur gengið eftir.
Þremur árum eftir sölu Arion
banka var Íslandsbanki seldur. Nú
eins og þá voru stjórnvöld vöruð við
að í bankanum fælust miklu meiri
verðmæti en væntanlegt söluverð.
Á það var ekki hlustað frekar en
við sölu Arion banka. Bankinn
skyldi seldur, hvað sem það kost-
aði, og nú væri rétti tíminn til þess.
Bankinn var seldur og fengu færri
en vildu. Stjórnvöld voru himinlif-
andi ánægð með verðið. Forsætis-
ráðherra var sér-
staklega ánægð með
hvað stór hluti var
seldur til útlendinga.
Skömmu seinna seldu
margir þeirra hlut sinn
og græddu hundruð
milljóna eða milljarða
króna. Hverjum seldu
þeir? Voru þeir
kannski leppar stærri
fjármálafyrirtækja,
sem sækjast eftir
hreðjataki á fjármálum
landsins sbr. frétt Mbl.? Fróðlegt
væri að sjá samantekt á hvað mikill
gróði hefur verið innleystur með
sölu á bréfum í Íslandsbanka. For-
sætisráðherra sagði verðmæti
bankans hafa aukist án þess að
nefna að hlutur ríkisins hefði
minnkað.
Kannski verður forsætisráðherra
helst minnst fyrir að hafa sannað
að bókvitið verður ekki sett í ask-
ana.
Við svona sölu á eigum þjóð-
arinnar veltir maður fyrir sér eign-
arréttinum. Hafa stjórnvöld umboð
til að selja eigur þjóðarinnar á
þennan hátt? Hvernig voru þeir
valdir sem fengu að kaupa? Maður
veltir líka fyrir sér hvort Lands-
virkjun og Leifsstöð verði seld á
næsta kjörtímabili!
Lokaspurningin er: Hvað verður
um þjóðarauðlindina? Hún er sam-
kvæmt stjórnarskrá eign þjóð-
arinnar, sem ekki má selja. Verða
fiskvinnslur seldar á markaði líkt
og þegar kvóti var fluttur frá
byggðarlögum með sölu skipa?
Mikið væri gott ef stjórnarflokk-
arnir létu þríeykið um Covid fram
yfir kosningar og nýttu tímann í að
svara spurningunum hér að ofan,
þannig að kjósendur gætu tekið
upplýsta ákvörðun.
Eftir Sigurð
Oddsson
Sigurður Oddsson
»Kannski verður for-
sætisráðherra helst
minnst fyrir að hafa
sannað að bókvitið verð-
ur ekki sett í askana.
Höfudur er verkfræðingur og eldri
borgari.
Eignarrétturinn
Í fréttum frá nýlegu
heilbrigðisþingi var
því haldið fram að
hjúkrunarrými á Ís-
landi væru mun fleiri
en annars staðar á
Norðurlöndum. Um-
framkostnaður ís-
lenska ríkisins hefði
verið yfir tólf milj-
arðar undanfarin ár.
Þetta er ekki í
fyrsta sinn sem því er haldið fram að
hjúkrunarrými fyrir aldraða séu of
mörg á Íslandi, en um það var fjallað
á norrænu öldrunarþingi árið 1980.
Þá töldust hjúkrunarrýmin flest
Norðurlanda á Íslandi. Veruleiki
okkar, sem unnum í öldrunarþjón-
ustunni fyrir 40 árum, var hins veg-
ar allt annar. Skýringin á þessu mis-
ræmi er líklega sú að þjónusturými
aldraðra voru talin með sem hjúkr-
unarrými og hefur það skekkt sam-
anburðinn. Ný reglugerð um þjón-
usturými 1-3 var
samþykkt árið 2008.
Til vistunar í hjúkr-
unarrými verður hinn
aldraði að standast svo-
kallað „færni- og heilsu-
mat“. Undanfarin 20 ár
hefur „færni- og heilsu-
mat“ verið framkvæmt
samkvæmt reglugerð
ráðuneytis um val aldr-
aðra til vistunar á
hjúkrunarheimili
(https://www.landlaeknir.is/
gaedi-og-eftirlit/notendur-
heilbrigdisthjonustu/faerni-og-heilsumat/).
Í nýlegri skýrslu landlæknis segir
m.a.: „Á árinu 2020 létust 218 ein-
staklingar innan sex mánaða frá
færni- og heilsumati. Af þeim höfðu
100 flust í hjúkrunar- eða dvalar-
rými en 118 voru enn að bíða.“
Álykta má frá þessu að ævilíkur
aldraðs fólks, sem nær að fá gilt
„færni- og heilsumat“, eru stuttar.
Það var haft eftir gamansömum
fyrrverandi landlækni að „það
hættulegasta sem fyrir mann getur
komið á ævinni er að standast
„færni- og heilsumat“ ráðuneyt-
isins“.
Það sorglega er að enn þann dag í
dag mega aldraðir mæta afgangi í
heilbrigðisþjónustunni á Íslandi og
ekki er að sjá að mikið hafi breyst í
þessum málaflokki undanfarin 40 ár.
Þeir kallast „fráflæðisvandi“ á
Landspítala og dvelja í sjúkrarúm-
um sem sinnt er af öðrum sér-
greinum en öldrunarlækningum.
Um hjúkrunarrými fyrir
aldraða á Íslandi
Eftir Ársæl
Jónsson
Ársæll Jónsson
» Samanburður á
fjölda hjúkrunar-
rýma á Íslandi virðist
vera oftalinn líkt og
var árið 1980, þegar
borið er saman við
Norðurlöndin.
Höfundur er fv. öldrunarlæknir.
arsaell@simnet.is
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is