Morgunblaðið - 30.08.2021, Síða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
✝
Steinar Þor-
steinsson fædd-
ist í Hrísey 9. jan-
úar 1943. Hann lést
14. ágúst 2021 á
hjartadeild Land-
spítalans.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Valdimarsson, f.
3.12. 1903, d. 22.5.
1968, póst- og sím-
stöðvarstjóri og
hreppstjóri í Hrísey, og Lára
Sigurjónsdóttir, f. 17.7. 1905, d.
24.3. 1997, húsfreyja og póst- og
símstöðvarstjóri í Hrísey. Syst-
kini Steinars eru Kristín (Lilla),
f. 7.1. 1932, d. 8.11. 2004, Valdís
(Lóa), f. 7.1. 1932, drengur, f.
17.7. 1935, d. 14.9. 1935, og
Þóra, f. 23.5. 1952.
Steinar kvæntist 16.6. 1973
Hildigunni Einarsdóttur, f. 17.6.
1947, d. 27.5. 1987. Börn Stein-
ars og Hildigunnar eru 1) Þór,
f. 27.1. 1974, kona hans er Guð-
rún Baldvina Sævarsdóttir.
Synir Þórs eru Ragnar Steinn
og Þorsteinn Elvar. 2) Guðrún
Silja, f. 1.10. 1977, dætur henn-
ar eru Hildur Karitas, Júlíana,
Eva Guðrún og Matthildur
Sara. 3) Þórdís, f. 13.8. 1980,
Steinar var virkur í félags-
og trúnaðarstörfum. Hann kom
að stofnun Alþýðuleikhússins
ásamt Hildigunni og vinafólki
þeirra, sat í fræðslunefnd Tann-
læknafélags Íslands, var um
tíma formaður Alþýðu-
bandalagsfélagsins á Akureyri,
formaður Neytendafélags Ak-
ureyrar og nágrennis, í stjórn
Neytendasamtakanna, formað-
ur stjórnar kjördæmisráðs Al-
þýðubandalagsins í Norður-
landskjördæmi eystra, í
jafnréttisnefnd Akureyrar og
formaður Tannlæknafélags
Norðurlands, ásamt fleiri fé-
lagsstörfum.
Steinar átti sér fjölmörg
áhugamál auk hinna viðamiklu
félagsstarfa svo sem skot- og
stangveiði, matseld, ljós-
myndun, leiklist og bókmenntir.
Steinar vann t.a.m. frum-
kvöðlastarf varðandi tannheilsu
aldraðra á Íslandi og í Noregi.
Eftir 38 ára samfleyttan
starfsferil við tannlækningar á
Íslandi og í Noregi fluttist
Steinar aftur heim til Íslands
árið 2010. Þá vaknaði upp áhugi
á óhefðbundnum lækningum
sem hafði lengi blundað í hon-
um og lauk hann námi í kín-
verskum lækningum og nálast-
ungum og nýtti sína víðtæku
þekkingu á meðan heilsan
leyfði.
Útför Steinars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 30. ágúst
2021, klukkan 11.
börn hennar eru
Frosti og Hildi-
gunnur.
9.9. 1989 kvænt-
ist Steinar Svan-
fríði Ingvadóttur, f.
4.12. 1955. Þau
skildu. Sonur
þeirra er Sindri
Steinarsson, f. 26.9.
1990, í sambúð með
Viktoriu Anhold.
Dóttir Svanfríðar
og uppeldisdóttir Steinars er
Stefanía Tinna E. Warren.
Steinar kvæntist 26.7. 1997
Mari Frydendal frá Narvik í
Noregi, f. 14.5. 1944, d. 26.1.
2008.
Steinar ólst upp í Hrísey en
14 ára gamall fór hann í
Menntaskólann á Akureyri og
lauk stúdentsprófi þaðan árið
1964. Hann stundaði nám í
læknisfræði við Háskóla Íslands
1964-65 og tannlæknisfræði við
Georg August Universität í
Göttingen í V-Þýskalandi 1965-
71 og lauk cand. med. odont
þaðan 1971. Steinar rak eigin
tannlæknastofu á Akureyri
1972-98. Hann starfaði sem
tannlæknir í Ørnes í Noregi
1999-2009.
Allir menn eiga sér mörg líf.
Þegar pabbi okkar kom að
loknu tannlæknanámi sínu í
Þýskalandi aftur til Íslands, valdi
hann að setjast að á Akureyri.
Hann var hávaxinn, myndarlegur
og frísklegur maður sem var í
þann mund að hefja starfsferil
sinn sem tannlæknir. Akureyring-
ar tóku hinum unga manni vel og
fögnuðu því að akureyrsk tann-
læknastétt, sem þótti orðin helst
til virðuleg, yngdist aðeins upp.
Ári eftir að hann hóf störf kom
hann á laggirnar eigin tannlækna-
stofu. Brátt festi hann ráð sitt og
stofnaði heimili með Hildigunni
Einarsdóttur.
Börnin komu eitt af öðru, þrjú
á þriggja ára fresti, Þór, Silja og
Þórdís. Heimilið sem þau hjónin
skópu var lifandi menningarheim-
ili. Það var gestkvæmt í Bjarkar-
stíg 3, fólk sat við spil fram eftir
kvöldi og oft voru haldin fjölmenn
matarboð og veislur þar sem
heimsmálin voru krufin til mergj-
ar, gripið var í hljóðfæri og sungið
inn í nóttina. Hjónin voru vina-
mörg og virk í félagsmálum. Á
sumrin var laxfiskur veiddur á
flugu og á veturna skotin rjúpa
sem borin var fram á aðfanga-
dagskvöld. Börnin voru tekin með
á blakæfingu hjá Skautafélaginu,
nú eða fund hjá Alþýðubandalag-
inu. Við vorum hvött í tónlistar-
nám, drifin með á tónleika og
óteljandi leiksýningar geymast
enn í hugarfylgsnunum.
Skugga dró fyrir sólu þegar
Hildigunnur greindist með
krabbamein, en hún lést af veik-
indum sínum árið 1987. Veikindi
hennar og andlát fengu mjög á
pabba. Nokkru eftir það tók hann
saman við aðra eiginkonu sína,
Svanfríði Ingvadóttur. Þau eign-
uðust Sindra en fyrir átti hún
Stefaníu Tinnu. Nokkru eftir að
þau skildu kynntist hann svo
þriðju eiginkonu sinni, Mari
Frydendal, gamalli vinkonu frá
námsárunum í Þýskalandi. Þau
bjuggu saman á Akureyri og svo í
Noregi þar sem Mari veiktist að
lokum af krabbameini og lést árið
2006.
Fjórum árum síðar lauk pabbi
ferli sínum sem tannlæknir, sett-
ist í helgan stein og flutti aftur
heim til Íslands. Það var nokkuð
dregið af manninum sem var nú
einn, hafði átt þrjár konur og jarð-
að tvær. Hans mörgu líf höfðu
verið honum kær, hvert á sinn
hátt. Uppvöxtur hans í Hrísey og
námsár á Akureyri og í Göttingen,
hjónaböndin, stjórnmálin, fé-
lagsmálin og tannlæknaferill hans
á Íslandi og síðar í Noregi þar
sem hann var brautryðjandi á
mörgum sviðum. En áföllin sátu í
honum. Sá ástríki og félagslyndi
faðir sem við munum eftir var
beygður af sínum þungu byrðum.
Hann dró sig í hlé eftir að heilsu
hans hrakaði nokkrum árum eftir
heimkomuna. Hann var í reglu-
legu sambandi við okkur en
minnkaði mjög samskipti við vini
og aðra ættingja. Örlögin bjuggu
svo um að honum var erfitt hans
síðasta líf. En minningarnar okk-
ar sem lifa eru af lífsglöðum, ást-
ríkum og kærleiksríkum föður.
Manni sem kynnti okkur fyrir
náttúrunni og menningunni, sam-
félagslegri ábyrgð, jafnrétti,
náungakærleik og sómakennd.
Við þökkum fyrir allar þessar
gjafir og ekki síst þá stærstu, lífið
sjálft.
Þór, Silja, Þórdís og Sindri
Steinarsbörn.
Ég hitti Steinar fyrst skömmu
eftir að ég kynntist Þór, elsta syni
hans, en þá hafði Steinar nýlega
sest í helgan stein og flutt heim til
Íslands frá Noregi. Það sló mig
hvað hann var hávaxinn og ég
varð hálffeimin við þennan sjálfs-
örugga tannlækni en þegar hann
tók utan um son sinn og kyssti og
knúsaði eins og lítinn strák hlýn-
aði mér allri að innan. Ég fékk síð-
an sömu móttökur þótt við værum
að hittast í fyrsta sinn og ég varð
aldrei aftur feimin við hann.
Það var ekki langt liðið frá síð-
asta vinnudeginum sem tann-
læknir þegar hann hóf nám í nál-
astungum og sagði mér allt sem
ég vildi vita um orkubrautir og
punkta. Síðan kom jógúrtvélin til
sögunnar og djúpar pælingar um
mjólkurgerla og heilnæmi. Mér
þótti og þykir þetta enn einhver
spaðalegasta umvending í lífsstíl
og starfsferli, að segja skilið við
heila starfsævi af vestrænum
læknavísindum og snúa sér alfarið
að náttúrulækningum og kín-
verskri heimspeki. En þá þekkti
ég Steinar lítið og vissi ekki að hér
fór framsækinn maður sem hafði
ekki bara ástríðufullan áhuga
heldur einbeitingu, greind og æv-
intýralegan leshraða til að með-
taka nýjar upplýsingar á met-
hraða í gríðarlegu magni. Enn
merkilegri þótti mér framúrskar-
andi tónlistarsmekkurinn, víð-
tækur bókalesturinn og réttsýnin
en í ljós kom að við vorum sam-
mála um flest, ef ekki allt. Hann
virtist hafa mótað sínar eigin upp-
lýstu skoðanir á öllu en hafði litla
þörf fyrir að troða þeim upp á
aðra. Ég fékk stundum sendar
greinar í tölvupósti um eitthvað
sem við höfðum rætt og var upp
með mér að tengdapabbi héldi að
ég væri týpan sem læsi fræði-
greinar um það sem ég hafði
áhuga á.
Hann veiktist því miður nokkr-
um árum síðar og síðustu árin dró
sífellt meira af honum. Okkar síð-
asta góða stund var þegar hann
dvaldi hjá okkur á Vopnafirði í
nokkrar vikur og við skelltum
okkur tvö í bíltúr upp á Hellis-
heiði, ræddum pólitík, Þýskaland
og Þór (okkar sameiginlegu ást-
vini) og stórbrotið útsýnið.
Nú hefur tengdafaðir minn
kvatt þessa jarðvist og þótt ég
kveðji hann með söknuði og syrgi
að merkilegu samtölin hefðu get-
að orðið fleiri og enn meira fræð-
andi (fyrir mig) veit ég að hann
var orðinn þreyttur og þráði
hvíldina. Ég kveð með þakklæti
fyrir viðkynnin en líka fyrir að
hafa fengið í arf frá honum þessi
frábæru börn hans, barnabörn og
æðislega plötusafnið.
Guðrún Baldvina
Sævarsdóttir (Gulla).
Í dag kveð ég móðurbróður
minn, Steinar frænda. Það er
skrýtið að vera kominn á þann
aldur að kynslóðin sem á undan
fór er byrjuð að hverfa á braut.
Fólkið sem tók þátt í að ala mann
upp og maður á svo mikið að
þakka. Hver á núna að segja sög-
ur frá barnaskólanum í Hrísey,
sögur af ömmu sem mamma kann
ekki af því hún er svo miklu yngri.
Eða sögur af því hvernig var að
vera í háskóla í Þýskalandi þegar
evrópskir unglingar hristu af sér
allar hömlur og sungu um ást og
frið og söfnuðu hári. Nú er Stein-
ar hættur að segja sögur en þá er
að ylja sér við minningarnar.
Steinar var glaður og áhyggju-
laus strákur úr Hrísey sem hélt til
Evrópu í nám og kom til baka
heimsborgari með nýjar matar-
hefðir og sýn á lífið. Steinar bjó á
Akureyri eftir tannlæknanámið
og stofnaði fjölskyldu með Hildi-
gunni Einarsdóttur. Tannlækna-
stofa, hús á Bjarkarstíg og þrjú
börn og það var heldur betur líf og
fjör. Við systkinabörnin vorum
heppin að vera á sama aldri og
þegar við dvöldum sem krakkar á
Akureyri voru heimsóknir á
Bjarkarstíg það skemmtilegasta
sem hægt var að hugsa sér.
Steinar frændi var fyrsti sæl-
kerakokkurinn sem ég kynntist
og á sinn þátt í að kveikja áhuga á
matargerðarlistinni. Það var gam-
an að fylgjast með honum í eld-
húsinu þegar töfrarnir gerðust.
Þegar Steinar batt á sig svuntuna
var von á skemmtilegum stundum
sem enduðu í veislumat. Þau
Hildigunnur liðu um eldhúsið,
næstum eins og í dansi þar sem
allt var unnið í takt. Síðan tók við
ljúffeng máltíð þar sem mikið var
talað, hlegið og sagðar sögur.
Kæri frændi, takk fyrir sam-
veruna. Ég veit að það er vel tekið
á móti þér í sumarlandinu.
Lára.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast Steinars Þorsteins-
sonar sem lést 14. ágúst síðastlið-
inn.
Hildigunnur föðursystir mín og
Steinar voru glæsileg hjón. Hún
lítil og nett, ljóshærð og glaðleg,
hann hár og hrokkinhærður,
spengilegur og brosmildur. Strax
sem barn sóttist ég eftir því að
vera í þeirra hlýju nærveru og
þegar börnin þeirra þrjú, Þór,
Silja og Þórdís, fæddust eitt af
öðru var ég barnapía númer eitt.
Hildigunnur og Steinar áttu sér-
lega fallegt heimili í Bjarkarstíg á
Akureyri og þar var gott að koma.
Þar var alltaf eitthvað gott að
borða og var Steinar mikill
ástríðukokkur. Þau hjón áttu líka
stundum M&M og Lindubuff inni
í skáp, já það var nefnilega til
nammi á heimili tannlæknisins –
en alls ekki þannig að maður ætti
að gúffa því í sig heldur frekar til
að bæta sér í munni og gera sér
dagamun. Hildigunnur og Steinar
voru miklir listunnendur og sóttu
alls kyns menningarviðburði, þá
passaði ég og var barnapíutaxtinn
alltaf rausnarlegur hjá Steinari.
Þau hjón hlustuðu mikið á klass-
íska tónlist sem ég kunni ekkert
að meta á þeim árum og því þótti
mér svo merkilegt að Steinar var
svo hrifinn af Björk Guðmunds-
dóttur sem þá var að stíga sín
fyrstu skref í tónlistinni. Hann
vissi greinilega sínu viti enda beið
heimsfrægð Bjarkar handan við
hornið.
Steinar var auðvitað fjöl-
skyldutannlæknirinn og sá til
þess að tannhirðan væri almenni-
leg. Hann gaf mér ýmis ráð í
gegnum tíðina eins og nota ekki
alltaf sama tannkremið og eiga
bæði venjulegan og rafmagns-
tannbursta og nota þá til skiptis
og eftir því hef ég farið alla tíð. Og
ég hringdi í hann löngu eftir að
hann hætti sem tannlæknir til að
fá ráð, og m.a. sagði hann: „Þura
mín, ekki gefa sonum þínum eða
nokkrum manni hubbabubba-
tyggjó,“ og eftir því hef ég líka
farið.
Pabbi og Steinar voru miklir
mátar og samherjar í pólitíkinni
enda báðir gallharðir allaballar
sem létu til sín taka á Akureyri á
áttunda áratug síðustu aldar þar
sem barist var fyrir bættum kjör-
um verkalýðsins, m.a. með beitt-
um skrifum í málgagnið, Norður-
land. Samband þeirra mága var
alltaf náið og gott.
Það var okkur öllum mikill
harmur þegar Hildigunnur
frænka lést úr krabbameini rétt
fyrir 40 ára afmælið sitt 1987.
Steinar varð ungur ekkill með lítil
börn og það hefur eflaust reynt
meira á hann en hann lét uppi. En
lífið heldur áfram og tíminn kenn-
ir manni að lifa með sorginni og
njóta minninganna.
Nú hefur Steinar kvatt þessa
jarðvist, áföll í lífinu og heilsu-
brestur hafa tekið sinn toll en það
veit ég að hann fær hlýjar mót-
tökur hinum megin.
Elskulegum frændsystkinum
mínum Þór, Silju og Þórdísi og
Sindra Steinarssyni votta ég inni-
lega samúð mína, megi allar góðar
vættir vaka yfir ykkur á þessum
erfiðu tímum.
Ykkar
Þuríður Óttarsdóttir
(Þura frænka).
Við andlát Steinars Þorsteins-
sonar leitar hugurinn aftur til
bernsku- og ungdómsáranna á
Akureyri.
Vinátta og frændsemi fjöl-
skyldnanna í Oddeyrargötu 28 og
Bjarkarstíg 3 varðaði leið okkar
Þórs Steinarssonar frá því í
barnavögnunum á brekkunni á
Akureyri, inn í barnaskólann og
áfram út í lífið. Ég minnist Stein-
ars sem ungs og reffilegs manns,
sem var virtur tannlæknir, rót-
tækur vinstrimaður, öflugur blak-
spilari og indæll fjölskyldufaðir.
Í gegnum tónlistarlegt uppeldi
sem Þór fékk frá foreldrum sínum
lærðum við að meta Bítlana, Roll-
ing Stones, John Lennon og Bob
Marley. Tónlistin var leikin í botni
í Bang & Olufsen-græjunum í
Bjarkarstígnum. Steinar var af-
bragðskokkur, lagði stund á
rjúpna-, lax- og silungsveiði og
naut þess að matreiða það sem
landið gaf af sér. Hann átti litla
trillu og gat því sótt sjóinn og
dregið fisk úr Eyjafirði. Steinar
var sérlegur matgæðingur og
þetta mótaði Þór og sjálfan mig
sem liðtæka kokka. Mér er einnig
minnisstætt þegar Steinar færði
okkur Þór forláta Salomon-skíða-
hanska að gjöf á gagnfræðaskóla-
árunum. Honum var umhugað um
tannhirðu mína og hikaði ekki við
að vanda um við mig föðurlega um
tannburstun þegar þannig háttaði
til.
Minningarnar eru vitaskuld
samofnar minningum um Hildi-
gunni Einarsdóttur eiginkonu
Steinars. Andlát hennar langt fyr-
ir aldur fram átti eftir að þyngja
ævisporin hjá fólkinu okkar í
Bjarkarstíg. Eftir því sem árin
hlupu og þutu áfram urðu sam-
vistirnar og hittingar færri. Stein-
ar var ákaflega ánægður með þau
ævintýri sem við fjölskyldan tók-
umst á hendur er við fluttum til
Englands og fylgdist með okkur
eins og hann gat.
Ég á þessu góða fólki, Hildi-
gunni og Steinari, mikið að þakka.
Ég kveð Steinar með vinsemd og
væntumþykju í hjarta. Innilegar
samúðarkveðjur til ykkar Þór,
Silja, Þórdís, Sindri og aðstand-
endur og ástvinir allir.
Sigfús Ólafsson.
1973 setti leikhúsið á Akureyri
upp Hanann háttprúða eftir Sean
O’Casey, áhugafólk um leiklist
dreif sig norður að sjá þessa sýn-
ingu og þar hitti ég Steinar. Það
varð til þess að við þáverandi eig-
inkona mín, Kristín Ólafsdóttir,
fluttum norður og áttum góð ár á
Akureyri. Þar kynntist ég Stein-
ari betur. Hann var Hríseyingur,
fæddur 1943, foreldrar hans voru
Lára Sigurjónsdóttir og Þor-
steinn Valdimarsson hreppstjóri
og símstöðvarstjóri. Steinar lauk
stúdentsprófi frá Menntaskólan-
um á Akureyri og hélt til Gött-
ingen í Þýskalandi að læra tann-
læknisfræði. Heimkominn setti
hann upp tannlæknisstofu á Ak-
ureyri og gifti sig Hildigunni,
dóttur rithöfundarins Einars
Kristjánssonar og Guðrúnar
Kristjánsdóttur. Þau eignuðust
Þór og síðan komu Guðrún Silja
og Þórdís.
Á Akureyri stofnuðum við Al-
þýðuleikhúsið og við öll þökkum
Steinari samveruna og ekki síst að
hann gerði við tennurnar í okkur
enda skyldi nú heldur betur bitið
frá sér.
Á komandi árum brölluðum við
Steinar margt, fórum á skyttirí á
vetrum og mörg var sú veiðileys-
an. Ég minnist sérstaklega ferðar
í Garð í Mývatnssveit. Okkur var
vel fagnað í Garði og sagði hús-
freyja meðan hún tók til góðgerðir
að hún óskaði að við fengjum enga
rjúpuna. En húsbóndi sagði að
það gerði engan mun þótt við
dræpum einn púturæfil. Leiðir
okkar lágu af og til saman um
daginn en enga fengum við rjúp-
una, en fjöll Mývetninga voru
undurfögur í skammdegisbirt-
unni.
Alþýðuleikhúsið flutti síðan
suður og höfuðkraftar þess, Þór-
hildur Þorleifsdóttir og Arnar
Jónsson, einnig. Og nokkrum ár-
um síðar veiktist Hildigunnur af
ólæknandi krabbameini og lést
árið 1984 og mikið sáum við, gaml-
ir félagar úr Alþýðuleikhúsinu,
eftir henni.
Steinar hóf þá sambúð með
Svanhildi Ingvadóttur. Þau eign-
uðust soninn Sindra, en skildu, en
alltaf var Steinar hinn sami, börn-
in stækkuðu og fluttu að heiman.
Þá var ég sestur að í Danmörku
og Steinar kom eitt sinn óforvar-
andis í heimsókn, hann var á leið
til vina í Þýskalandi, en kom við í
Noregi. Þar hitti hann konu sem
var á líkum aldri og hann. Þau
höfðu verið samtímis í Göttingen.
Og hann og Mari, sem norska
konan hét, fluttu brátt saman.
Mari var einstaklega greind og
skemmtileg kona. Hún var frá
Narvik í Norður-Noregi.Þau
bjuggu fyrst á Akureyri en
brugðu búi og Steinar gerðist
tannlæknir í Ørnes norður í Nor-
egi. Og samband okkar Steinars
varð enn nánara eftir að hann
fluttist til Noregs, við Eva heim-
sóttum hann til Ørnes og hann og
Mari heimsóttu okkur til Nivå,
hann hélt upp á sextugsafmælið
sitt hjá okkur og við fórum saman
í sumarfrí. En svo dó Mari úr
krabbameini og Steinar hætti
tannlækningum skömmu síðar, og
kannski varð hann aldrei samur
maður eftir. „Það er mikið að
missa tvær konur úr krabba,“
man ég að hann sagði. Hann flutti
heim til Íslands, til Reykjavíkur
þar sem börnin hans búa. Og þar
kveðjum við hann í dag. Hann var
góður drengur, með þeim allra
bestu sem finnast. Ég votta börn-
um hans Þór, Guðrúnu Silju, Þór-
dísi og Sindra, tengdabörnum og
barnabörnum mína dýpstu sam-
úð.
Böðvar Guðmundsson.
Fyrir hartnær hálfri öld var á
Akureyri hópur glaðbeittra
hjónakorna sem hittist oftast um
helgar til að éta og drekka, tala og
gefa hugarfluginu lausan taum-
inn. Hugsuðu stórt, hugsjónaeld-
urinn brann, trúðu á mátt listar-
innar og vildu breyta heiminum. Í
þeim hópi var Steinar. Þeir Arnar
voru skólabræður í Menntaskól-
anum á Akureyri. Steinar hélt til
Þýskalands í tannlæknanám en
Arnar suður í leiklistarnám. Nú
voru báðir komnir aftur á heima-
slóðir – Steinar með eiginkonu sér
við hlið, Hildigunni Einarsdóttur
– og endurnýjuðu vinskap, ásamt
eiginkonum. Það var mikill sam-
gangur og glaðar stundir ótal
margar.
Steinar átti sér mörg og ólík
hugðarefni. Leiklist var eitt og
hann starfaði í frístundum mikið
með Leikfélagi Akureyrar. Böðv-
ar Guðmundsson og Kristín, þá-
verandi eiginkona hans, fluttu
norður og tónskáldið Jón Hlöðver
mættur til leiks. Þetta var því að
verða öflugur og fjölhæfur hópur.
Eftir nokkrar væringar hjá LA
yfirgáfu Arnar, Þórhildur og Þrá-
inn Karlsson leikfélagið og stofn-
uðu, ásamt hinum úr hjóna-
klúbbnum, Alþýðuleikhús, hinn 4.
júlí 1975. Og nú var tekið til
óspilltra málanna. Verkaskipting-
in var nokkuð augljós. Böðvar
skrifaði, Jón Hlöðver samdi tón-
list, Arnar, Þráinn og Kristín léku
Steinar
Þorsteinsson
HINSTA KVEÐJA
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(Valdimar Briem)
Saknaðarkveðja frá
Þóru systur.