Morgunblaðið - 30.08.2021, Síða 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021
Við
Hækk
um
í gleð
inni
50 ÁRA Herdís Birgisdóttir
fæddist á Landspítalanum í
Reykjavík og ólst þar upp fyrstu
árin. Þegar hún er sex ára fer fjöl-
skyldan til Halifax í Kanada þar
sem foreldrarnir fóru í háskóla-
nám. „Það hefur alltaf verið mjög
sterk tenging til Kanada og ég á
þar enn vini sem eru eins og mín
önnur fjölskylda.“ Herdís gekk í
grunnskóla í Halifax og var þar til
1983 þegar fjölskyldan flutti heim.
Þau fluttu á Seltjarnarnesið og
heldur gamli vinkvennahópurinn
af Nesinu alltaf hópinn og flestir
vinirnir af Nesinu fóru með henni í
Menntaskólann í Reykjavík. „Ég
fer svo í háskólanám í austur-
lenskum fræðum í Halifax á ár-
unum 1994-98 og fæ þar námsstyrk til að fara til Japans og ljúka síðasta ári
námsins í Hakodate. Það var æðislegt og ég varð hugfangin af menningu
landsins, matnum og bara öllu sem viðkemur Japan, enda hef ég farið þangað
aftur í frí.“ Þegar heim var komið vann Herdís ýmis störf, m.a. hjá Barna-
verndarstofu og fór svo í Háskóla Íslands og lauk BA-prófi í ensku og lauk
kennslufræðum til kennsluréttinda. Hún vinnur núna hjá Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla þar sem hún hefur kennt ensku frá 2007. „Ég kenndi jap-
önskum húsmæðrum ensku árið 1998, sem er mín fyrsta kennslureynsla.“
Árið 2014 fékk hún námsleyfi og lauk meistaragráðu í kennslufræðum í Hali-
fax í Kanada.
Herdís hefur mikinn áhuga á allri útivist og ferðast mikið bæði innan- og
utanlands. Svo spilar hún á blokkflautu í frístundum, hefur áhuga á menn-
ingu og listum og er snilldarkokkur.
FJÖLSKYLDA Maki Herdísar er Hjördís Sjafnar Ingimundardóttir, f.
17.2. 1972. Herdís á soninn Birgi Jóhannes Jónsson, f. 20.3. 2001, há-
skólanema. Foreldrar Herdísar eru Geirlaug Herdís Magnúsdóttir, f. 9.4.
1946, og Birgir Þórðarson, f. 13.1. 1944. Systir Herdísar er Ragnheiður, f.
21.6. 1970, sem á dótturina Önnu Margréti Ólafsdóttur, f. 24.2. 1992.
Herdís Birgisdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Þú tekur þátt í markverðum
samræðum við fólk sem þú vilt vekja
áhuga hjá. Þú uppgötvar eins mikinn
sannleika um tilteknar aðstæður og þú
kærir þig um.
20. apríl - 20. maí +
Naut Þessi dagur er kjörinn til þess að
taka ákvarðanir er snerta fjármál eða
viðskipti. Eitt og annað mun koma í leit-
irnar sem þú taldir vera týnt og tröllum
gefið.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú hefur sterka löngun til að
skipuleggja líf þitt betur og einbeittu þér
að því að standa við gefin loforð.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Þú hefur haldið of lengi aftur af
þér svo nú er kominn tími til að fá útrás
og njóta sín. Mannkostir þínir koma í ljós
í mótlæti.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Það getur vakið ýmsar tilfinningar
þegar ganga þarf frá persónulegum mál-
um. Nú þarftu að bretta upp ermarnar
og hella þér út í málið, illu er best aflok-
ið.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það er aldrei of seint að læra og
allt nám kemur þér til aukins þroska.
Stórir draumar gefa stóra vinninga.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Það fylgir mikill sköpunarkraftur
þessum degi. Gefðu þér tíma til þess að
líta í kringum þig eftir fallegum hlutum.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Tilhugalífið gæti valdið þér
vonbrigðum í dag en vertu óhrædd/ur
við að segja fólki að þér þyki vænt um
það.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Nú er rétti tíminn til þess að
láta hugmyndir sínar uppi við þá aðila
sem geta hjálpað þér við að koma þeim í
framkvæmd. Sýndu hugrekki.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Alvarlegar samræður geta
umturnað sambandi við aðra, ekki endi-
lega í neikvæðri merkingu.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Láttu ekki ýmsa smámuni
vefjast svo fyrir þér að þú getir ekki
sinnt því sem máli skiptir.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þér gengur allt í haginn og aðrir
undrast þessa velgengni þína. Dagurinn
er því tilvalinn til hópvinnu eða funda-
halda.
sama ár kom út næsta ljóðabók hans,
Innrás liljanna. Næst var förinni
heitið til Noregs. „Ég ætlaði að læra
trúarbragðasögu með áherslu á nor-
ræna goðafræði, en ég er nú ekki
byrjaður á því námi enn þá, svona er
nú lífið.“ Í stað trúarbragðasögunnar
lauk hann magistergráðu í mið-
aldabókmenntum 2001 og síðan dokt-
orsprófi í norrænum fræðum frá há-
skólanum í Björgvin árið 2008. „Ég
var að kenna í háskólanum í Björgvin
í nokkur ár áður en ég hellti mér út í
ritstörf.“
Fyrsta skáldsaga Bergsveins,
Landslag er aldrei asnalegt, kom út
árið 2003 og var hann tilnefndur til
Íslensku bókmenntaverðlaunanna
fyrir hana og eins bækurnar, Svar
við bréfi Helgu frá 2010, Leitin að
svarta víkingnum frá 2016 og Lif-
andilífslækur sem kom út 2018. Svar
við bréfi Helgu, var einnig tilnefnd til
Bókmenntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs og hlaut Bókmenntaverðlaun
starfsfólks bókaverslana. Lifandi
lífslækur var líka tilnefnd til Bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs.
færa. Ég hafði verið óviss um hvert
ég vildi stefna fyrir þessa ferð en eft-
ir hana vissi ég að ég vildi læra um
mína menningu, tungumál og bók-
menntir.“
Bergsveinn fór í Háskóla Íslands
og lauk BA-prófi í íslensku og al-
mennri bókmenntafræði árið 1997 og
B
ergsveinn Birgisson
fæddist 30. ágúst 1971 í
Reykjavík og ólst upp í
Kópavogi. „Ég ólst upp
skammt frá álfhólnum
fræga á Álfhólsvegi. Síðan höfðu
sterk áhrif á mig sumrin norður á
Ströndum hjá ömmu minni og afa.
Þau fóru bæði mikið með kvæði og ef
einhver datt um þröskuld varð til
vísa um það.“ Bergsveinn segir að
þessi sumur hafi lagt grunninn að
hrifningu hans á mætti orðsins.
„Sagnamennirnir sem ég náði að
kynnast norður á Ströndum höfðu
mikil mótunaráhrif á mig og ég hef
reynt að skila þeim munnlega sagna-
arfi eins og ég get í mínum skáld-
skap.“
Bergsveinn gekk í Digranesskóla
og þegar fjölskyldan flutti í Garða-
bæinn fór hann í Fjölbrautaskóla
Garðabæjar og útskrifaðist árið 1991.
Sjómennskan var stór hluti af hans
uppvexti, því faðir hans var skipstjóri
og ungur að árum fékk hann að fara
með suma dagana, því faðir hans var
trillukarl þegar hann var ekki á tog-
ara. „Ég byrja að fara með pabba á
togara á sumrin á Arinbirni RE þar
sem hann var skipstjóri. Mamma var
nú ekkert ánægð með það, en ég fékk
þetta sjómannslíf beint í æð. Þegar
ég var sextán ára byrjaði ég að gera
út trillu fyrir norðan á Ströndum. Ég
gerði síðan út trillu frá Norðurfirði á
Ströndum á meðan ég stundaði há-
skólanám hér heima.“
Fyrsta ljóðabók Bergsveins, Ís-
lendingurinn, kom út árið 1992 þegar
hann var aðeins 21 árs. „Ég man eftir
sjálfum mér að búa til rímuð kvæði
11-12 ára gamall og ég hafði alltaf
mjög gaman af kveðskap. Síðan fer
ég að lesa mjög mikið frá 15-16 ára
aldri og þá fer krókurinn að beygjast
í þessa átt.“ Árin 1992-1994 ferðaðist
Bergsveinn víða um bæði Asíu og
Afríku og fjarri heimalandinu fann
hann ástríðu sína. „Það er svolítið
með ferðamenn eins og landnemana
að þeir verða miklu fastheldnari og
varðveita sína gömlu menningu bet-
ur en þeir sem eru heima. Þegar ég
sá svona ólíkar heimsmyndir og ólíka
menningu fór ég að hugsa um hvað
mín eigin menning hefði fram að
Auk þess hefur Bergsveinn gefið út
ljóðabókina Drauganet (2011), skáld-
fræðisöguna Handbók um hugarfar
kúa (2009) og Íslendingasöguna
Geirmundar saga heljarskinns
(2015).
„Svar við bréfi Helgu hefur verið
mín vinsælasta bók og var kvikmynd-
uð í sumar. Leitin að svarta vík-
ingnum, sem ég skrifaði á norsku, er
líklega sú bók sem hefur krafist
mestrar vinnu af minni hálfu en ég
var yfir 20 ár að viða að mér efni og
hún var svona hliðarhobbí allan þann
tíma. Maður skrifar ekki margar
slíkar bækur um ævina.“ Bergsveinn
segir að það gefi honum ákveðið for-
skot að vera með sinn hvorn fótinn í
skáldskapnum og fræðaheiminum.
„Þá er maður að vinna með báðum
hugsunarformunum samtímis, bæði
sem rithöfundur og fræðimaður. Þótt
margt sé skáldað í eyður í Leitinni að
svarta víkingnum, hefur höfuðtil-
gátan staðist vísindalega rannsókn
og ég tel að aðferðin hafi lukkast.“
Bergsveinn hefur búið hálfa ævina
í Noregi. Árið 2017 var hann sæmdur
Bergsveinn Birgisson rithöfundur og fræðimaður – 50 ára
Ljósmynd/S.Ó.T.
Rithöfundurinn Í haust kemur út nýja skáldsagan, Kolbeinsey, sem er djúpfræðileg stúdía um mannssálina.
Maður á að hlúa að eigin garði
Strandamaðurinn Bergsveinn við bát
afa síns á Norðurfirði á Ströndum.
Til hamingju með daginn