Morgunblaðið - 30.08.2021, Side 26

Morgunblaðið - 30.08.2021, Side 26
FÓTBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Breiðablik sendi öðrum liðum Pepsi Max-deildarinnar í fótbolta skilaboð með því að valta yfir Fylki, 7:0, á útivelli í gærkvöldi. Með sigrinum fór Breiðablik aftur upp í toppsætið, sem Víkingur hafði fengið að láni í stutta stund fyrr um daginn. Breiðablik var komið í 4:0 í fyrri hálfleik en í staðinn fyrir að að slaka á, bætti Kópavogsliðið við mörkum í seinni hálfleik. Fylkismenn eru komnir niður í fallsæti eftir tapið og eru í slæmum málum. „Blikar eru frábærir á góðum degi og það er hreinlega stórkost- lega skemmtilegt að horfa á þá spila sinn fótbolta,“ skrifaði Krist- ófer Kristjánsson m.a. um leikinn á mbl.is. Víkingar á flugi Víkingur vann sinn þriðja deildarleik í röð er Fossvogsliðið heimsótti FH og vann 2:1- baráttusigur. FH var meira með boltann, fékk mun fleiri færi og spilaði heilt yfir betur. Þrátt fyrir það komst Víkingur í 2:0 og stóð af sér stórsókn í blálokin eftir að FH hafði minnkað muninn. Ingvar Jónsson átti stórleik í marki Vík- inga. Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans eru aðeins tveim- ur stigum frá toppsætinu þegar þrjár umferðir eru eftir. „Víkingur hefði örugglega tapað þessum leik frekar stórt á síðustu leiktíð. Liðið hefur þroskast mikið síðan þá,“ skrifaði undirritaður m.a. um leikinn á mbl.is. HK upp úr fallsæti HK er komið upp úr fallsæti í fyrsta skipti frá því í 9. umferðinni eftir 1:0-sigur á Keflavík í Kórn- um. Stefan Ljubicic skoraði sigur- markið á 73. mínútu. Markið gæti reynst afar mikilvægt því HK- ingar eru nú með einu stigi meira en Fylkismenn, þegar lítið er eftir af mótinu. HK á eftir leiki við Breiðablik og Víking og var sig- urinn því nauðsynlegur. Keflvík- ingar hafa leikið sex leiki í röð án sigurs og eru búnir að sogast niður í fallbaráttuna. ÍA í hræðilegum málum KA átti ekki í miklum vandræð- um með að vinna 3:0-heimasigur á botnliði ÍA. Þótt KA eigi ekki leng- ur möguleika á að verða Íslands- meistari hefur tímabilið verið gott hjá Akureyrarliðinu. ÍA hefur hins vegar átt hræðilegt tímabil og er fimm stigum frá öruggu sæti. Skagamenn þurfa lítið minna en kraftaverk til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Kristinn hetjan í Frostaskjóli Kristinn Jónsson kom inn á sem varamaður hjá KR á 64. mínútu gegn Leikni úr Reykjavík í stöð- unni 1:0 Leikni í vil. Rúmum 20 mínútum síðar skoraði Kristinn sitt annað mark og tryggði KR- ingum góðan heimasigur í leiðinni. KR hefur unnið þrjá leiki í röð og er aðeins einu stigi á eftir Val í baráttunni um þriðja sæti „Þótt Kristinn sé og hafi ávallt verið afar öflugur sóknarbakvörð- ur sem leggur gjarna upp mörk er það ekki á hverjum degi sem hann skorar tvö mörk sjálfur í einum og sama leiknum, hvað þá bæði með hægri fæti og þá síður eftir að hafa komið inn á sem varamaður,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. um leikinn á mbl.is. Stjarnan vann Val aftur Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér áframhaldandi veru í efstu deild eftir 2:1-sigur á Val á laugardag. Falldraugurinn sem sveif um tíma yfir Garðabænum er farinn annað. Stjarnan hefur unnið meistarana í tvígang í deildinni í sumar og náð í afar dýrmæt, sex stig í leiðinni og haft mikil áhrif á toppbaráttuna. Fyrrverandi Vals- maðurinn Einar Karl Ingvarsson skoraði fyrra markið með glæsi- legri aukaspyrnu og miðvörðurinn Björn Berg Bryde fullkomnaði góðan leik með sigurmarkinu undir lokin. „Valsmenn hafa einfaldlega ekki spilað nægilega vel til að eiga skil- ið að vera í toppsætinu,“ skrifaði undirritaður m.a. um leikinn á mbl.is. Tveir hestar eftir í kapp- hlaupinu? Ljósmynd/Kristinn Steinn Árbærinn Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, á í höggi við Djair Parfitt-Williams úr Fylki á Würth-vellinum í Árbænum í gærkvöldi. - Breiðablik og Víkingur unnu en Val- ur tapaði - Fylkismenn niður í fallsæti 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 30. ÁGÚST 2021 Pepsi Max-deild karla Valur – Stjarnan ....................................... 1:2 KA – ÍA...................................................... 3:0 KR – Leiknir R ......................................... 2:1 FH – Víkingur R....................................... 1:2 Fylkir – Breiðablik ................................... 0:7 HK – Keflavík ........................................... 1:0 Staðan: Breiðablik 19 13 2 4 49:20 41 Víkingur R. 19 11 6 2 31:20 39 Valur 19 11 3 5 30:19 36 KR 19 10 5 4 30:17 35 KA 19 10 3 6 28:17 33 FH 19 7 5 7 32:24 26 Stjarnan 19 6 4 9 24:29 22 Leiknir R. 19 6 4 9 17:26 22 Keflavík 19 5 3 11 20:33 18 HK 19 4 5 10 20:33 17 Fylkir 19 3 7 9 18:38 16 ÍA 19 3 3 13 18:41 12 Lengjudeild karla Grindavík – Kórdrengir ........................... 1:2 Afturelding – Þróttur R........................... 3:1 Fram – Grótta........................................... 2:1 Víkingur Ó. – Selfoss................................ 0:3 Þór – Fjölnir.............................................. 0:0 Staðan: Fram 19 16 3 0 48:14 51 ÍBV 16 11 2 3 30:13 35 Kórdrengir 18 10 4 4 29:19 34 Fjölnir 18 9 3 6 29:18 30 Grótta 19 9 2 8 37:34 29 Vestri 17 9 1 7 28:31 28 Grindavík 19 6 5 8 33:38 23 Afturelding 18 6 4 8 33:35 22 Selfoss 19 6 3 10 32:38 21 Þór 18 5 5 8 29:30 20 Þróttur R. 19 3 2 14 30:45 11 Víkingur Ó. 18 1 2 15 19:62 5 2. deild karla Völsungur – Þróttur V ............................. 1:0 Haukar – Fjarðabyggð ............................ 6:1 KF – Njarðvík........................................... 0:2 Staðan: Þróttur V. 19 11 5 3 36:18 38 Völsungur 19 11 3 5 41:32 36 KV 19 10 4 5 35:28 34 Njarðvík 19 8 8 3 44:23 32 Magni 19 8 6 5 38:32 30 ÍR 19 7 7 5 35:27 28 KF 19 8 4 7 34:30 28 Reynir S. 19 7 5 7 39:38 26 Haukar 19 6 4 9 37:38 22 Leiknir F. 19 5 3 11 25:42 18 Fjarðabyggð 19 2 5 12 14:50 11 Kári 19 1 6 12 25:45 9 3. deild karla Sindri – Tindastóll .................................... 2:1 ÍH – KFS................................................... 3:5 Ægir – Einherji ........................................ 4:2 Elliði – Víðir .............................................. 2:4 Augnablik – Höttur/Huginn.................... 1:4 Dalvík/Reynir – KFG............................... 0:0 Staðan: Höttur/Huginn 19 12 2 5 34:24 38 Sindri 19 10 3 6 37:27 33 Ægir 17 9 5 3 34:21 32 Elliði 19 10 1 8 39:31 31 KFG 18 8 7 3 28:20 31 KFS 19 9 1 9 30:39 28 Dalvík/Reynir 18 7 4 7 30:24 25 Víðir 18 7 4 7 28:31 25 Augnablik 19 6 4 9 34:37 22 ÍH 18 4 5 9 31:41 17 Einherji 19 5 1 13 32:46 16 Tindastóll 19 3 5 11 31:47 14 2. deild kvenna Fyrri leikir um sæti í 1. deild: Fjölnir – Völsungur.................................. 2:0 Fram – Fjarð/Hött/Leiknir ..................... 1:1 Svíþjóð Hammarby – Malmö................................ 2:1 - Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Hammarby. Norrköping – Östersund ........................ 3:0 - Ísak B. Jóhannesson og Ari Freyr Skúla- son léku allan leikinn með Norrköping. Djurgården – Växjö................................. 1:0 - Andrea Mist Pálsdóttir lék allan leikinn með Växjö. Häcken – Hammarby .............................. 5:1 - Diljá Ýr Zomers lék allan leikinn með Häcken og skoraði. - Berglind Björg Þorvaldsdóttir lék fyrstu 51 mínútuna með Hammarby. Noregur Sarpsborg – Sandefjord.......................... 5:0 - Viðar Ari Jónsson lék fyrstu 82 mínút- urnar með Sandefjord. Odd – Strömsgodset ................................ 0:1 - Ari Leifsson lék allan leikinn með Strömsgodset en Valdimar Þór Ingimund- arson var allan tímann á bekknum. Tromsö – Bodö/Glimt ............................. 2:3 - Adam Örn Arnarson var ekki í leik- mannahópi Tromsö. - Alfons Sampsted lék allan leikinn með Bodö/Glimt. Vålerenga – Stabæk................................ 3:1 - Viðar Örn Kjartansson spilaði fyrstu 76 mínúturnar með Vålerenga. Viking – Rosenborg................................. 2:1 - Samúel Kári Friðjónsson lék seinni hálf- leikinn með Viking. - Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Rosenborg. Vålerenga – Sandviken........................... 0:1 - Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan leik- inn með Vålerenga. Amanda Andradóttir kom inn á sem varamaður á 83. mínútu. 50$99(/:+0$ VALUR – STJARNAN 1:2 0:1 Einar Karl Ingvarsson 45. 1:1 Tryggvi Hrafn Haraldsson 57. 1:2 Björn Berg Bryde 84. MM Björn Berg Bryde (Stjörnunni) M Birkir Már Sævarsson (Val) Tryggvi Hrafn Haraldsson (Val) Sigurður Egill Lárusson (Val) Haraldur Björnsson (Stjörnunni) Óli Valur Ómarsson (Stjörnunni) Einar Karl Ingvarsson (Stjörnunni) Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni) Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 8. Áhorfendur: Um 500. KA – ÍA 3:0 1:0 Bjarni Aðalsteinsson 26. 2:0 Jakob Snær Árnason 38. 3:0 Hallgrímur Mar Steingrímsson 77. M Steinþór Már Auðunsson (KA) Mikkel Qvist (KA) Sebastiaan Brebels (KA) Bjarni Aðalsteinsson (KA) Jakob Snær Árnason (KA) Árni Marinó Einarsson (ÍA) Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA) Sindri Snær Magnússon (ÍA) Dómari: Elías Ingi Árnason – 9. Áhorfendur: 418. FH – VÍKINGUR R. 1:2 0:1 Nikolaj Hansen 18. 0:2 Erlingur Agnarsson 54 1:2 Björn Daníel Sverrisson 87. MM Ingvar Jónsson (Víkingi) M Eggert Gunnþór Jónsson (FH) Guðmundur Kristjánsson (FH) Björn Daníel Sverrisson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH) Erlingur Agnarsson (Víkingi) Sölvi Geir Ottesen (Víkingi) Pablo Punyed (Víkingi) Halldór Smári Sigurðsson (Víkingi) Kári Árnason (Víkingi) Kristall Máni Ingason (Víkingi) Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson – 8. Áhorfendur: 552. KR – LEIKNIR R. 2:1 0:1 Daníel Finns Matthíasson 66. 1:1 Kristinn Jónsson 71. 2:1 Kristinn Jónsson 87. MM Kristinn Jónsson (KR) M Arnór Sveinn Aðalsteinsson (KR) Beitir Ólafsson (KR) Kjartan Henry Finnbogason (KR) Theodór Elmar Bjarnason (KR) Andrés Manga Escobar (Leikni) Bjarki Aðalsteinsson (Leikni) Daníel Finns Matthíasson (Leikni) Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leikni) Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 8. Áhorfendur: 428. HK – KEFLAVÍK 1:0 1:0 Stefan Ljubicic 73. M Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK) Ásgeir Marteinsson (HK) Leifur Andri Leifsson (HK) Martin Rauschenberg (HK) Ástbjörn Þórðarson, (Keflavík) Frans Elvarsson (Keflavík) Joey Gibbs (Keflavík) Rautt spjald: Marley Blair (Keflavík) 22. Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 8. Áhorfendur: Á að giska 300. FYLKIR – BREIÐABLIK 0:7 0:1 Kristinn Steindórsson 12. 0:2 Höskuldur Gunnlaugsson 21. 0:3 Viktor Karl Einarsson 36. 0:4 sjálfsmark 42. 0:5 Höskuldur Gunnlaugsson 71. 0:6 Davíð Örn Atlason 75. 0:7 Árni Vilhjálmsson 86. MM Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki) M Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki) Davíð Örn Atlason (Breiðabliki) Gísli Eyjólfsson (Breiðabliki) Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki) Kristinn Steindórsson (Breiðabliki) Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki) Viktor Örn Margeirsson (Breiðabliki) Dómari: Erlendur Eiríksson – 7. Áhorfendur: 829. _ Jökull Andrésson var besti maður vallarins er hann varði mark More- cambe í 1:0-sigri á Sheffield Wednes- day í ensku C-deildinni í fótbolta á laugardag. Morecambe, sem er nýliði í deildinni, er í 14. sæti með sjö stig eft- ir fimm leiki. _ Körfuknattleiksdeild Vals hefur samið við íslenska landsliðsmanninn Kára Jónsson um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Kári lék síðast með Girona á Spáni en hann hefur einnig verið í herbúðum spænska stórliðsins Barcelona. Kári er fastamaður í íslenska lands- liðinu. Hann er uppalinn hjá Haukum og verður Valur annað félagið sem hann leikur með hér á landi. _ Enska knattspyrnufélagið West Ham gekk á laugardag frá kaupum á franska varnarmanninum Kurt Zouma frá Chelsea. West Ham greiðir tæpar 30 milljónir punda fyrir Zouma, sem skrifar undir fjögurra ára samning. Hinn 26 ára gamli Zouma var í sjö og hálft ár hjá Chelsea og vann ensku úr- valsdeildina tvisvar, Meistaradeild Evr- ópu einu sinni og enska deildabik- arinn einu sinni með félaginu. _ Enska knattspyrnufélagið Burn- ley, sem Jóhann Berg Guðmunds- son leikur með, hefur fest kaup á Fílabeinsstrendingnum Maxwel Cor- net og kemur hann frá franska fé- laginu Lyon. Cornet er 24 ára gam- all, fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á báðum köntum en hefur mestmegnis leikið sem vængbak- vörður og bakvörður vinstra megin undanfarin tæp tvö ár með Lyon. _ Eþíópíski langhlauparinn Yalem- zerf Yehualaw sló heimsmetið í hálf- maraþoni kvenna við Antrim- ströndina á Norður-Írlandi í gær- morgun þegar hún kom í mark á 63 mínútum og 43 sekúndum. Hin 22 ára Ye- hualaw bætti þar með nokk- urra mánaða gamalt heims- met Keníakon- unnar Ruth Chepngetich um heilar 19 sekúndur. _ Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir hafnaði í 38. sæti á Opna Didriksons-mótinu í Skaftö í Sví- þjóð um helgina. Hún lauk leik á sex höggum yfir pari. Mótið var hluti af Evrópumótaröðinni, þeirri sterkustu í álfunni. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.